Umræða sem snertir okkur öll Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 18. október 2022 11:45 Við karlkyns stjórnendur eigum það sjálfsagt margir sameiginlegt að hafa hingað til skilað auðu í umræðu um breytingaskeið og líkamsklukku kvenna. Mikill meirihluti stjórnenda á almennum vinnumarkaði er karlkyns og hlutfallið var lengi vel mun hærra. Því er óhætt að ætla að þessi málefni hafi fengið minni athygli stjórnenda en ella. Okkur hefur líklega fæstum þótt við eiga erindi í umræðu um þessi mál. Nú er kominn tími fyrir okkur að verða upplýstari og stíga inn í þessa mikilvægu umræðu, en útlit er fyrir ótímabært brottfall stórs hóps af vinnumarkaði ef ekkert verður að gert. Hér þurfa allir að standa saman. Brottfall af vinnumarkaði Það sem hingað til hefur farið dult er að bein tengsl eru á milli breytingaskeiðs og kulnunar og þar af leiðandi brottfalls af vinnumarkaði. Mikilvægi þessarar uppgötvunar er meira í ljósi þess að konur eru tæplega helmingur starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Breytingaskeiðið hefur líka áhrif á þá sem ekki falla af vinnumarkaði þar sem rannsóknir sýna að það hafi áhrif á starfsþróun þeirra. Nýlegar tölur frá Bretlandi sýna að um 900.000 einstaklingar hætta fyrr þátttöku á vinnumarkaði vegna áhrifa breytingaskeiðsins. Alls er framleiðslutap vegna breytingaskeiðsins á heimsvísu metið á yfir 150 milljarða Bandaríkjadala á ári – eða sem nemur um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands árið 2021. Það er mikilvægt að halda því til haga að breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur. Eigi að koma í veg fyrir mikið tjón vegna brotthvarfs stórs hluta þess hóps af vinnumarkaði þarf að bregðast við mun fyrr. Um það eru læknar og aðrir sérfræðingar sammála. Vitundarvakning Nauðsyn vitundarvakningar um breytingaskeiðið er mörgum ljós sem kynnt sér hafa þessar tölur. Svíar hafa sett þetta formlega á dagskrá á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þá hefur breska vinnueftirlitið sett þessi mál á oddinn og hvatt fyrirtæki til að taka tillit til þessa við skipulag vinnu og vinnuaðstæðna. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á heilbrigt og öflugt atvinnulíf. Við viljum bæði draga úr veikindafjarvistum og ótímabæru brottfalli af vinnumarkaði. Stjórnendur þurfa að vera upplýstir um breytingaskeiðið og einkenni þess, hvort sem þeir þekkja það af eigin raun eða ekki. Þetta mál snertir allt samfélagið með einum eða öðrum hætti. Það er orðið tímabært að ræða breytingaskeiðið á vinnustaðnum og þannig tryggjastarfsumhverfi þar sem öllum líður vel. Það er algjör óþarfi að vera lítill í sér gagnvart umræðu um málefni sem snertir svo stóran hóp starfsfólks fyrirtækja. Við hvetjum stjórnendur af öllum kynjum til að setja málið á dagskrá. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í dag er alþjóðadagur breytingaskeiðsins, 18. október. Af því tilefni stendur GynaMEDICA fyrir fræðsluviðburði á Grand Hotel sem er öllum opinn í streymi. Samtök atvinnulífsins eru einn af bakhjörlum viðburðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Vinnumarkaður Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Það er hægt Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við karlkyns stjórnendur eigum það sjálfsagt margir sameiginlegt að hafa hingað til skilað auðu í umræðu um breytingaskeið og líkamsklukku kvenna. Mikill meirihluti stjórnenda á almennum vinnumarkaði er karlkyns og hlutfallið var lengi vel mun hærra. Því er óhætt að ætla að þessi málefni hafi fengið minni athygli stjórnenda en ella. Okkur hefur líklega fæstum þótt við eiga erindi í umræðu um þessi mál. Nú er kominn tími fyrir okkur að verða upplýstari og stíga inn í þessa mikilvægu umræðu, en útlit er fyrir ótímabært brottfall stórs hóps af vinnumarkaði ef ekkert verður að gert. Hér þurfa allir að standa saman. Brottfall af vinnumarkaði Það sem hingað til hefur farið dult er að bein tengsl eru á milli breytingaskeiðs og kulnunar og þar af leiðandi brottfalls af vinnumarkaði. Mikilvægi þessarar uppgötvunar er meira í ljósi þess að konur eru tæplega helmingur starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Breytingaskeiðið hefur líka áhrif á þá sem ekki falla af vinnumarkaði þar sem rannsóknir sýna að það hafi áhrif á starfsþróun þeirra. Nýlegar tölur frá Bretlandi sýna að um 900.000 einstaklingar hætta fyrr þátttöku á vinnumarkaði vegna áhrifa breytingaskeiðsins. Alls er framleiðslutap vegna breytingaskeiðsins á heimsvísu metið á yfir 150 milljarða Bandaríkjadala á ári – eða sem nemur um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands árið 2021. Það er mikilvægt að halda því til haga að breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur. Eigi að koma í veg fyrir mikið tjón vegna brotthvarfs stórs hluta þess hóps af vinnumarkaði þarf að bregðast við mun fyrr. Um það eru læknar og aðrir sérfræðingar sammála. Vitundarvakning Nauðsyn vitundarvakningar um breytingaskeiðið er mörgum ljós sem kynnt sér hafa þessar tölur. Svíar hafa sett þetta formlega á dagskrá á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þá hefur breska vinnueftirlitið sett þessi mál á oddinn og hvatt fyrirtæki til að taka tillit til þessa við skipulag vinnu og vinnuaðstæðna. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á heilbrigt og öflugt atvinnulíf. Við viljum bæði draga úr veikindafjarvistum og ótímabæru brottfalli af vinnumarkaði. Stjórnendur þurfa að vera upplýstir um breytingaskeiðið og einkenni þess, hvort sem þeir þekkja það af eigin raun eða ekki. Þetta mál snertir allt samfélagið með einum eða öðrum hætti. Það er orðið tímabært að ræða breytingaskeiðið á vinnustaðnum og þannig tryggjastarfsumhverfi þar sem öllum líður vel. Það er algjör óþarfi að vera lítill í sér gagnvart umræðu um málefni sem snertir svo stóran hóp starfsfólks fyrirtækja. Við hvetjum stjórnendur af öllum kynjum til að setja málið á dagskrá. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í dag er alþjóðadagur breytingaskeiðsins, 18. október. Af því tilefni stendur GynaMEDICA fyrir fræðsluviðburði á Grand Hotel sem er öllum opinn í streymi. Samtök atvinnulífsins eru einn af bakhjörlum viðburðarins.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun