Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2022 16:43 Skipið Onni HU-36. Vigfús Markússon Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. Ákvörðun Fiskistofu var birt útgerðinni í síðustu viku. Þar er málavöxtum lýst þannig að veiðieftirlitsmenn, sem voru við eftirlit á Sauðárkróki og Reykjaströnd, hafi myndað brottkast áhafnar með flygildi í október og nóvember á síðasta ári. Í fyrra tilfellinu, þann 12. október 2021, hafi þeir tekið samtals þrjú myndskeið þar sem sést til skipverja leysa frá poka veiðarfæris þannig að fiskur, sem eftirlitsmenn telja að hafi vegið allt að tveimur tonnum, rann í sjóinn. Var þar aðallega um að ræða þorsk, ýsu og kola. Skipverjar eru sagðir hafa gert enga tilraun til að haka fisknum um borð í skipið. Þegar skipstjóri Onna HU-36 var spurður af eftirlitsmönnum hvers vegna fisknum hefði verið varpað út í sjó gaf hann þær skýringar að ofurtogið hefði slitnað frá pokanum og vír sem fer í blökkina hafi farið í gegn. Eftirlitsmenn gerðu einnig athugasemdir við að aflaupplýsingar hefðu ekki verið skráðar með réttum hætti. Í síðara tilfelli, 11. nóvember 2021, hafi eftirlitsmenn einnig náð myndbandi af skipverja kasta samtals tólf kolum fyrir borð og skolaði þeim í raun burt, eins og því er lýst í ákvörðun Fiskistofu. Fram kemur að engar athugasemdir eða andmæli hafi borist frá áhöfn eða útgerðinni Stakkfell. Alvarleg brot og sérstaklega ámælisverð Fyrirliggjandi myndbönd eru sögð sýna með skýrum hætti að brotin hafi verið framin. Ekki var fallist á skýringar skipstjóra. Þvert á móti segir Fiskistofa að skipverjum hafi staðið til boða möguleg úrræði í því skyni að landa aflanum. Skipstjóri var þá fundinn sekur um að hafa ekki staðið, með fullnægjandi hætti, skil á upplýsingum um afla í afladagbók. Í niðurstöðu Fiskistofu er vísað til þess að brotin hafi verið framin í hagnaðarskyni, með því að áhöfnin hafi sparað sér útgjalda við að grípa til réttmætra ráðstafana. Þó hafi brotin fyrst og fremst beinst gegn öðrum hagsmunum en fjárverðmætum: góðri umgengni um nytjastofna sjávar. Þá ógni brotin hagsmunum sem tengjast aflaskráningu. Brotin voru því talin alvarleg og sérstaklega ámælisverð var skiptið Onni HU-36 því svipt veiðileyfi í átta vikur, eða 56 daga. Sjávarútvegur Skagafjörður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Ákvörðun Fiskistofu var birt útgerðinni í síðustu viku. Þar er málavöxtum lýst þannig að veiðieftirlitsmenn, sem voru við eftirlit á Sauðárkróki og Reykjaströnd, hafi myndað brottkast áhafnar með flygildi í október og nóvember á síðasta ári. Í fyrra tilfellinu, þann 12. október 2021, hafi þeir tekið samtals þrjú myndskeið þar sem sést til skipverja leysa frá poka veiðarfæris þannig að fiskur, sem eftirlitsmenn telja að hafi vegið allt að tveimur tonnum, rann í sjóinn. Var þar aðallega um að ræða þorsk, ýsu og kola. Skipverjar eru sagðir hafa gert enga tilraun til að haka fisknum um borð í skipið. Þegar skipstjóri Onna HU-36 var spurður af eftirlitsmönnum hvers vegna fisknum hefði verið varpað út í sjó gaf hann þær skýringar að ofurtogið hefði slitnað frá pokanum og vír sem fer í blökkina hafi farið í gegn. Eftirlitsmenn gerðu einnig athugasemdir við að aflaupplýsingar hefðu ekki verið skráðar með réttum hætti. Í síðara tilfelli, 11. nóvember 2021, hafi eftirlitsmenn einnig náð myndbandi af skipverja kasta samtals tólf kolum fyrir borð og skolaði þeim í raun burt, eins og því er lýst í ákvörðun Fiskistofu. Fram kemur að engar athugasemdir eða andmæli hafi borist frá áhöfn eða útgerðinni Stakkfell. Alvarleg brot og sérstaklega ámælisverð Fyrirliggjandi myndbönd eru sögð sýna með skýrum hætti að brotin hafi verið framin. Ekki var fallist á skýringar skipstjóra. Þvert á móti segir Fiskistofa að skipverjum hafi staðið til boða möguleg úrræði í því skyni að landa aflanum. Skipstjóri var þá fundinn sekur um að hafa ekki staðið, með fullnægjandi hætti, skil á upplýsingum um afla í afladagbók. Í niðurstöðu Fiskistofu er vísað til þess að brotin hafi verið framin í hagnaðarskyni, með því að áhöfnin hafi sparað sér útgjalda við að grípa til réttmætra ráðstafana. Þó hafi brotin fyrst og fremst beinst gegn öðrum hagsmunum en fjárverðmætum: góðri umgengni um nytjastofna sjávar. Þá ógni brotin hagsmunum sem tengjast aflaskráningu. Brotin voru því talin alvarleg og sérstaklega ámælisverð var skiptið Onni HU-36 því svipt veiðileyfi í átta vikur, eða 56 daga.
Sjávarútvegur Skagafjörður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira