Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. október 2022 13:43 Liz Truss hefur ekki gegnt embætti forsætisráðherra Bretlands í langan tíma Sean Smith - Pool/Getty Images Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Þetta kemur fram í pistli sem Chris Mason, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í umfjöllum um bresk stjórnmál, skrifar inn á fréttavef BBC í dag. „Ef þú finnur fyrir vott af skelfingu í loftinu, þá ert þú ekki sá eini,“ skrifar Mason. Þar gerir hann tilkynningu Jeremy Hunt, nýs fjármálaráðherra Bretlands að umtalsefni sínu. Hætt við skattalækkun og þak á orkuverði stytt Hunt kynnti í dag nýjar aðgerðir í efnahagsmálum þar sem hann dró til baka nær allt sem eftir stóð af upprunalegu fjármálafrumvarpi forsætisráðherrans. Áður hafði verið tilkynnt að hætt yrði við afnám hæsta skattþrepsins, eftir mikla gagnrýni, gagnrýni sem meðal annars varð til þess að Hunt tók við af Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra á dögunum. Hætt verður við boðaða skattalækkun á tekjuskatt úr 20 prósent í nítján, þak á orkuverði mun aðeins vera í gildi til sex mánaða en ekki í tvö ár eins og upprunaleg ætlun Truss og ráðherra hennar var. „Við munum snúa við nærri öllum skattaákvörðunum“, sagði Hunt í morgun og átti þær við þær aðgerðir sem Truss og Kwarteng, höfðu kynnt. Jeremy Hunt, nýr fjármalaráðherra Bretlands.Getty Faisal Islam, efnahagsskýrandi, BBC, segir að tilkynning Hunt í morgun hafi mögulega falið í sér mestu u-beygju í hagsögu Bretlands. Í grein sinni á BBC skrifar Mason að tilkynning Hunt þýði að Truss, sá forsætisráðherra, sem lofað hafi að lækka skatta meira en hennar helsti keppinautur um leiðtogahlutverk Íhaldsflokksins, þurfi nú að sætta sig við að geta ekki staðið við loforðið. Spurningar hafa vaknað hvort að Truss sé stætt áfram sem forsætisráðherra Bretlands og boða þurfi til kosninga, átján mánuðum á undan áætlunum. Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafa þegar sagt að það sé erfitt fyrir Truss að halda áfram. Truss mun mæta í fyrirspurnartíma á breska þinginu á eftir og er fastlega gert ráð fyrir að hún muni mæta mikilli gagnrýni af hálfu stjórnarandstæðinga. Bretland Tengdar fréttir Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem Chris Mason, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í umfjöllum um bresk stjórnmál, skrifar inn á fréttavef BBC í dag. „Ef þú finnur fyrir vott af skelfingu í loftinu, þá ert þú ekki sá eini,“ skrifar Mason. Þar gerir hann tilkynningu Jeremy Hunt, nýs fjármálaráðherra Bretlands að umtalsefni sínu. Hætt við skattalækkun og þak á orkuverði stytt Hunt kynnti í dag nýjar aðgerðir í efnahagsmálum þar sem hann dró til baka nær allt sem eftir stóð af upprunalegu fjármálafrumvarpi forsætisráðherrans. Áður hafði verið tilkynnt að hætt yrði við afnám hæsta skattþrepsins, eftir mikla gagnrýni, gagnrýni sem meðal annars varð til þess að Hunt tók við af Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra á dögunum. Hætt verður við boðaða skattalækkun á tekjuskatt úr 20 prósent í nítján, þak á orkuverði mun aðeins vera í gildi til sex mánaða en ekki í tvö ár eins og upprunaleg ætlun Truss og ráðherra hennar var. „Við munum snúa við nærri öllum skattaákvörðunum“, sagði Hunt í morgun og átti þær við þær aðgerðir sem Truss og Kwarteng, höfðu kynnt. Jeremy Hunt, nýr fjármalaráðherra Bretlands.Getty Faisal Islam, efnahagsskýrandi, BBC, segir að tilkynning Hunt í morgun hafi mögulega falið í sér mestu u-beygju í hagsögu Bretlands. Í grein sinni á BBC skrifar Mason að tilkynning Hunt þýði að Truss, sá forsætisráðherra, sem lofað hafi að lækka skatta meira en hennar helsti keppinautur um leiðtogahlutverk Íhaldsflokksins, þurfi nú að sætta sig við að geta ekki staðið við loforðið. Spurningar hafa vaknað hvort að Truss sé stætt áfram sem forsætisráðherra Bretlands og boða þurfi til kosninga, átján mánuðum á undan áætlunum. Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafa þegar sagt að það sé erfitt fyrir Truss að halda áfram. Truss mun mæta í fyrirspurnartíma á breska þinginu á eftir og er fastlega gert ráð fyrir að hún muni mæta mikilli gagnrýni af hálfu stjórnarandstæðinga.
Bretland Tengdar fréttir Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11
Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21
Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32