Segir alla elska Akureyrarflugvöll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2022 20:31 „Ég bara upplifi að allir elski flugvöllinn á Akureyri og allir eru sáttir og sælir með meira flug," segir Hjördís flugvallastjóri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. Það er brjálað að gera á flugvellinum alla daga og ekki síst þegar stóru þoturnar eru að koma á völlinn, sem þurfa mikla þjónustu frá flugvallarstarfsmönnum. Í vikunni fór til dæms full vél með Norðlendinga til Tenerife og og önnur vél fór nokkrar ferðir til Póllands með starfsmenn Samherja á árshátíð. Þá er alltaf mikið að gera í sjúkraflugi og flugvélar Icelandair koma nokkrar ferðir á dag á völlinn frá Reykjavík. Millilandaflug er sannarlega að aukast mikið á vellinum. „Já, það er bara orðið mjög mikið og það er að vaxa mjög mikið. Niceair er náttúrlega komin með áætlunina sína til Kaupmannahafnar og Tenerife og svo er meira fram undan hjá þeim. Svo er bara mikil uppbygging á flugvellinum, það er verið að byggja við flugstöðina, sem er kærkomið, enda er flugvöllurinn löngu sprunginn og svo sömuleiðis er verið að byggja við flughlaðið,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallastjóri. Umsvif vallarsins eru alltaf að aukast og aukast, ekki síst með auknu millilandaflugi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjördís segir að hún og starfsfólkið sé í skýjunum yfir öllu því, sem er að gerast á flugvellinum og geti varla beðið eftir að allar framkvæmdirnar klárist. „Þannig að það er bara mjög mikið um að vera hérna og náttúrulega flug til Reykjavíkur, Þórshafnar, Grímsey og Grænlands.“ Bílastæðin eru alltaf meira og minna full við völlinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Björg Unnur Sigurðardóttir, flugumferðarstjóri hefur meira en nóg að gera í flugturninum. „Já, það eru búnar að vera ansi mikla breytingar á síðustu árum, ekki það að það hefur oft verð mikið að gera en það er töluvert meira upp á síðkastið,“ segir Björg. Björg Unnur segir frábært að vinna í turninum þó hún sé oft ein á vakt. „Það er mjög skemmtilegt, virkilega skemmtilegt, ögrandi og tekur á ýmsum sviðum.“ Björg Unnur segir frábært að vinna í turninum þó hún sé oft ein á vakt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég bara upplifi bara að allir elski flugvöllinn á Akureyri og allir eru sáttir og sælir með meira flug. Mér finnst best að fljúga, leiðinlegra að keyra, þannig að ef ég er að fara eitthvað þá finnst mér fínt að fljúga,“ segir Hjördís flugvallastjóri kampakát með aukin umsvif vallarins. Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Það er brjálað að gera á flugvellinum alla daga og ekki síst þegar stóru þoturnar eru að koma á völlinn, sem þurfa mikla þjónustu frá flugvallarstarfsmönnum. Í vikunni fór til dæms full vél með Norðlendinga til Tenerife og og önnur vél fór nokkrar ferðir til Póllands með starfsmenn Samherja á árshátíð. Þá er alltaf mikið að gera í sjúkraflugi og flugvélar Icelandair koma nokkrar ferðir á dag á völlinn frá Reykjavík. Millilandaflug er sannarlega að aukast mikið á vellinum. „Já, það er bara orðið mjög mikið og það er að vaxa mjög mikið. Niceair er náttúrlega komin með áætlunina sína til Kaupmannahafnar og Tenerife og svo er meira fram undan hjá þeim. Svo er bara mikil uppbygging á flugvellinum, það er verið að byggja við flugstöðina, sem er kærkomið, enda er flugvöllurinn löngu sprunginn og svo sömuleiðis er verið að byggja við flughlaðið,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallastjóri. Umsvif vallarsins eru alltaf að aukast og aukast, ekki síst með auknu millilandaflugi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjördís segir að hún og starfsfólkið sé í skýjunum yfir öllu því, sem er að gerast á flugvellinum og geti varla beðið eftir að allar framkvæmdirnar klárist. „Þannig að það er bara mjög mikið um að vera hérna og náttúrulega flug til Reykjavíkur, Þórshafnar, Grímsey og Grænlands.“ Bílastæðin eru alltaf meira og minna full við völlinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Björg Unnur Sigurðardóttir, flugumferðarstjóri hefur meira en nóg að gera í flugturninum. „Já, það eru búnar að vera ansi mikla breytingar á síðustu árum, ekki það að það hefur oft verð mikið að gera en það er töluvert meira upp á síðkastið,“ segir Björg. Björg Unnur segir frábært að vinna í turninum þó hún sé oft ein á vakt. „Það er mjög skemmtilegt, virkilega skemmtilegt, ögrandi og tekur á ýmsum sviðum.“ Björg Unnur segir frábært að vinna í turninum þó hún sé oft ein á vakt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég bara upplifi bara að allir elski flugvöllinn á Akureyri og allir eru sáttir og sælir með meira flug. Mér finnst best að fljúga, leiðinlegra að keyra, þannig að ef ég er að fara eitthvað þá finnst mér fínt að fljúga,“ segir Hjördís flugvallastjóri kampakát með aukin umsvif vallarins.
Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira