Robbie Coltrane er látinn Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 16:58 Robbie Coltrane er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum um Harry Potter. Leikarinn Robbie Coltrane sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter er látinn, 72 ára að aldri. BBC greinir frá þessu. Coltrane hóf leikferil sinn árið 1978 þegar hann lék í leikritinu The Slab Boys í Traverse-leikhúsinu í Edinborg. Árið eftir færði hann sig yfir á sjónvarpsskjáinn og var með lítið hlutverk í þáttunum Play for Today og árið 1980 lék hann enn minn hlutverk í kvikmyndinni Flash Gordon. Robbie ColtraneGetty/Ilya S. Savenok Það var síðan árið 1983 sem ferill hans fór á flug þegar hann lék í kvikmyndunum Ghost Dance og Krull. Seinna meir lék hann í myndum á borð við Caravaggio, Eat The Rich, Henry V og The Pope Must Die. Á tíunda áratugnum lék hann mafíósann og samstarfsmann aðalhetjunnar Valentin Zukovsky í James Bond-myndunum Goldeneye og The world is not enough. Framleiðendur kvikmyndaflokksins minnast Coltrane með hlýhug. Árið 2001 fékk hann síðan hlutverk Rubeus Hagrid í kvikmyndinni um Harry Potter og viskusteininn. Áhorfendur urðu strax ástfangnir af dularfulla hálftröllinu sem hann lék og varð hann einn ástkærasti leikari Bretlandseyja upp úr því. Hann átti eftir að leika Hagrid í sjö kvikmyndum til viðbótar á árunum 2002 til 2011. Árið 2014 lék hann í kvikmyndinni Effie Gray sem var hans síðasta hlutverk á hvíta tjaldinu. Greint hafði verið frá því fyrir nokkrum árum síðan að Coltrane glímdi við alvarlegan heilsubrest. Hann var með slitgigt sem fór versnandi með árunum og glímdi við mikinn sársauka vegna þess. Sársaukinn var í raun svo mikill að síðustu ár ævi Coltrane var hann í hjólastól mest allan daginn. Coltrane lætur eftir sig tvö börn. Hann eignaðist þau bæði með fyrrverandi eiginkonu sinni Rhona Gemmel. Þau giftu sig árið 1999 en skildu árið 2003. Bíó og sjónvarp Andlát Bretland James Bond Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
BBC greinir frá þessu. Coltrane hóf leikferil sinn árið 1978 þegar hann lék í leikritinu The Slab Boys í Traverse-leikhúsinu í Edinborg. Árið eftir færði hann sig yfir á sjónvarpsskjáinn og var með lítið hlutverk í þáttunum Play for Today og árið 1980 lék hann enn minn hlutverk í kvikmyndinni Flash Gordon. Robbie ColtraneGetty/Ilya S. Savenok Það var síðan árið 1983 sem ferill hans fór á flug þegar hann lék í kvikmyndunum Ghost Dance og Krull. Seinna meir lék hann í myndum á borð við Caravaggio, Eat The Rich, Henry V og The Pope Must Die. Á tíunda áratugnum lék hann mafíósann og samstarfsmann aðalhetjunnar Valentin Zukovsky í James Bond-myndunum Goldeneye og The world is not enough. Framleiðendur kvikmyndaflokksins minnast Coltrane með hlýhug. Árið 2001 fékk hann síðan hlutverk Rubeus Hagrid í kvikmyndinni um Harry Potter og viskusteininn. Áhorfendur urðu strax ástfangnir af dularfulla hálftröllinu sem hann lék og varð hann einn ástkærasti leikari Bretlandseyja upp úr því. Hann átti eftir að leika Hagrid í sjö kvikmyndum til viðbótar á árunum 2002 til 2011. Árið 2014 lék hann í kvikmyndinni Effie Gray sem var hans síðasta hlutverk á hvíta tjaldinu. Greint hafði verið frá því fyrir nokkrum árum síðan að Coltrane glímdi við alvarlegan heilsubrest. Hann var með slitgigt sem fór versnandi með árunum og glímdi við mikinn sársauka vegna þess. Sársaukinn var í raun svo mikill að síðustu ár ævi Coltrane var hann í hjólastól mest allan daginn. Coltrane lætur eftir sig tvö börn. Hann eignaðist þau bæði með fyrrverandi eiginkonu sinni Rhona Gemmel. Þau giftu sig árið 1999 en skildu árið 2003.
Bíó og sjónvarp Andlát Bretland James Bond Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira