Geimskot frá Langanesi misheppnaðist Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 13:39 Skylark L eldflaug á skotpalli á Langanesi um síðustu helgi. Forsvarsmenn skoska fyrirtækisins Skyrora tilkynntu í morgun að geimskot hefði verið reynt frá Langanesi um síðustu helgi. Geimskotið misheppnaðist þó og eldflaugin hafnaði í sjónum skammt frá skotstaðnum. Markmiðið var að skjóta eldflaug af gerðinni Skylark L í hundrað kílómetra hæð, sem margar endalok gufuhvolfsins og upphaf geimsins, en fljótt eftir skotið á laugardaginn kom upp bilun. Flaugin endaði í sjónum um 500 metrum frá skotstaðnum, samkvæmt yfirlýsingu sem birt var á vef Skyrora í morgun. Í yfirlýsingunni segir að hvorki fólk né dýralíf hafi borið skaða af og unnið sé að því að endurheimta eldflaugina úr sjónum. Sama fyrirtæki skaut upp eldflaug frá Langanesi árið 2020. Fyrr á þessu ári sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins svo að óþarfa skrifræði stjórnvalda hefði tafið geimskotið sem reynt var um helgina en upprunalega átti að skjóta henni á loft í september í fyrra. Stutt drónamyndband frá skotstaðnum má sjá hér að neðan. Fyrirtækið hefur ekki birt myndefni af geimskotinu sjálfu. Skylark L er ellefu metra há eldflaug sem hönnuð er til að ná rúmlega 125 kílómetra hæð. Hún er einnig hönnuð til að notast við færanlegan skotpall og til marks um það benda forsvarsmenn Skyrora á að undirbúningur fyrir tilraunina um helgina hafi einungis tekið sjö daga. Í áðurnefndri yfirlýsingu er haft eftir Lee Rosen, framkvæmdastjóra Skyrora að rúmlega þriggja áratuga reynsla í bransanum hafi sýnt honum að eitthvað geti alltaf komið upp á. Hægt sé að smíða hina bestu eldflaug og undirbúa geimskaut gaumgæfilega en þrátt fyrir það komi óvænt atvik upp á. Þrátt fyrir að geimskotið hafi misheppnast hafi starfsmenn fyrirtækisins fengið mikilvæg gögn í hendurnar og öðlast mikilvæga reynslu. Rosen segist einnig hæstánægður með þann stuðning sem fyrirtækið hafi fengið frá stjórnvöldum Íslands og samfélaginu á Þórshöfn. Haft er eftir Birni Sigurði Lárussyni, bæjarstjóra Langanesbyggðar, að það hafi verið forréttindi fyrir samfélagið að hafa verið valið sem skotstaður fyrir Skylark L. Hann segist vonast til þess að verkefni muni leiða til áframhaldandi þróunar geimiðnaðar hér á landi og bæta samskipti Bretlands og Íslands. Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36 Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07 Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35 Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Markmiðið var að skjóta eldflaug af gerðinni Skylark L í hundrað kílómetra hæð, sem margar endalok gufuhvolfsins og upphaf geimsins, en fljótt eftir skotið á laugardaginn kom upp bilun. Flaugin endaði í sjónum um 500 metrum frá skotstaðnum, samkvæmt yfirlýsingu sem birt var á vef Skyrora í morgun. Í yfirlýsingunni segir að hvorki fólk né dýralíf hafi borið skaða af og unnið sé að því að endurheimta eldflaugina úr sjónum. Sama fyrirtæki skaut upp eldflaug frá Langanesi árið 2020. Fyrr á þessu ári sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins svo að óþarfa skrifræði stjórnvalda hefði tafið geimskotið sem reynt var um helgina en upprunalega átti að skjóta henni á loft í september í fyrra. Stutt drónamyndband frá skotstaðnum má sjá hér að neðan. Fyrirtækið hefur ekki birt myndefni af geimskotinu sjálfu. Skylark L er ellefu metra há eldflaug sem hönnuð er til að ná rúmlega 125 kílómetra hæð. Hún er einnig hönnuð til að notast við færanlegan skotpall og til marks um það benda forsvarsmenn Skyrora á að undirbúningur fyrir tilraunina um helgina hafi einungis tekið sjö daga. Í áðurnefndri yfirlýsingu er haft eftir Lee Rosen, framkvæmdastjóra Skyrora að rúmlega þriggja áratuga reynsla í bransanum hafi sýnt honum að eitthvað geti alltaf komið upp á. Hægt sé að smíða hina bestu eldflaug og undirbúa geimskaut gaumgæfilega en þrátt fyrir það komi óvænt atvik upp á. Þrátt fyrir að geimskotið hafi misheppnast hafi starfsmenn fyrirtækisins fengið mikilvæg gögn í hendurnar og öðlast mikilvæga reynslu. Rosen segist einnig hæstánægður með þann stuðning sem fyrirtækið hafi fengið frá stjórnvöldum Íslands og samfélaginu á Þórshöfn. Haft er eftir Birni Sigurði Lárussyni, bæjarstjóra Langanesbyggðar, að það hafi verið forréttindi fyrir samfélagið að hafa verið valið sem skotstaður fyrir Skylark L. Hann segist vonast til þess að verkefni muni leiða til áframhaldandi þróunar geimiðnaðar hér á landi og bæta samskipti Bretlands og Íslands.
Langanesbyggð Geimurinn Tengdar fréttir Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36 Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07 Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35 Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi. 27. apríl 2022 17:36
Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. 18. ágúst 2020 11:07
Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35
Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. 13. ágúst 2020 13:28