Ólafur Ragnar sagður mæra stjórnvisku forseta alræðisstjórnar Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2022 11:05 Ólafur Ragnar Grímsson (t.v.) er sagður dást að stjórnarháttum Xi Jinping, forseta Kína, (t.h.). Vísir/samsett/Vilhelm/EPA Lofi Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, um stjórnvisku Xi Jinping, forseta Kína, var slegið upp á forsíðu enskumælandi dagblaðsins kínverska kommúnistaflokksins í dag. Þar er haft eftir Ólafi Ragnar að honum þyki mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma. Fjallað er um útgáfu bókar Xi um stjórnarhætti á íslensku á forsíðu China Daily sem Kommúnistaflokkur Kína gefur út. Þar kemur fram að Ólafur Ragnar hafi sagt að útgáfa bókarinnar Xi Jinping: Kínversk stjórnmál I muni stuðla að gagnkvæmum skilningi og vináttu á milli Kína og Íslands í ávarpi við útgáfuathöfn í Reykjavík á þriðjudag. Finally, the wait is over: Xi s book on governance published in Icelandic, reports the China Daily. pic.twitter.com/RAK3h4jVbM— Will Glasgow (@wmdglasgow) October 13, 2022 Þar er haft eftir fyrrverandi forsetanum í óbeinni ræðu að í persónulegum samskiptum hans við Xi hafi honum þótt „mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma“. Íslenska er fyrsta norðurlandamálið sem bók Xi er þýdd á. He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, er sagður hafa sagt það til marks um vinsamleg samskipti Kína og Íslands. Stjórnmálamenn, erindrekar og embættismenn frá Kína og Íslandi eru sagðir hafa verið viðstaddir athöfnina. Xi hefur verið forseti Kína frá 2013. Kína lýtur alræði Kommúnistaflokksins. Embættismenn þar eru ekki þjóðkjörnir heldur valdir af tæplega þjú þúsund fulltrúa alþýðuþingi sem Kommúnistaflokkurinn er einráður um að tilnefna og kjósa. Mannréttindabrot og svikin loforð um borgararéttindi Forsetinn er talinn valdamesti leiðtogi Kína frá tímum Mao formanns. Á undanförnum árum hefur hann sankað að sér frekari völdum og er búist við því að hann tryggi sér endurkjör í annað sinn á flokksþingi Kommúnistaflokksins sem hefst á sunnudag. Sumir sérfræðingar telja að hann og flokkurinn undirbúi jarðveginn fyrir hann til að sitja í embættinu ævilangt. Kommúnistastjórnin ber niður hvers kyns andóf. Stjórn Xi hefur einnig verið sökuð um mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyninu vegna meðferðar hennar á þjóðarbroti úígúra í Xinjiang-héraði. Minnst milljón úígúrum hefur verið komið fyrir í fanga- og „endurmenntunarbúðum“ þar sem þeir eru þvingaðir til að afneita múslimatrú sinni og lýsa yfir hollustu við kommúnistastjórnina. Í tíð Xi hafa kínversk stjórnvöld einnig hert tökin á Hong Kong og dregið úr borgararéttindum þar þrátt fyrir loforð sem voru gefin um réttindi íbúanna þar þegar Bretar gáfu eftir nýlenduna árið 1997. Umdeild öryggislög sem stjórnvöld komu þar á árið 2020 gera það meðal annars refsivert að grafa undan yfirráðum stjórnvalda þar. Ólafur Ragnar Grímsson Kína Stjórnsýsla Utanríkismál Bókaútgáfa Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Fjallað er um útgáfu bókar Xi um stjórnarhætti á íslensku á forsíðu China Daily sem Kommúnistaflokkur Kína gefur út. Þar kemur fram að Ólafur Ragnar hafi sagt að útgáfa bókarinnar Xi Jinping: Kínversk stjórnmál I muni stuðla að gagnkvæmum skilningi og vináttu á milli Kína og Íslands í ávarpi við útgáfuathöfn í Reykjavík á þriðjudag. Finally, the wait is over: Xi s book on governance published in Icelandic, reports the China Daily. pic.twitter.com/RAK3h4jVbM— Will Glasgow (@wmdglasgow) October 13, 2022 Þar er haft eftir fyrrverandi forsetanum í óbeinni ræðu að í persónulegum samskiptum hans við Xi hafi honum þótt „mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma“. Íslenska er fyrsta norðurlandamálið sem bók Xi er þýdd á. He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, er sagður hafa sagt það til marks um vinsamleg samskipti Kína og Íslands. Stjórnmálamenn, erindrekar og embættismenn frá Kína og Íslandi eru sagðir hafa verið viðstaddir athöfnina. Xi hefur verið forseti Kína frá 2013. Kína lýtur alræði Kommúnistaflokksins. Embættismenn þar eru ekki þjóðkjörnir heldur valdir af tæplega þjú þúsund fulltrúa alþýðuþingi sem Kommúnistaflokkurinn er einráður um að tilnefna og kjósa. Mannréttindabrot og svikin loforð um borgararéttindi Forsetinn er talinn valdamesti leiðtogi Kína frá tímum Mao formanns. Á undanförnum árum hefur hann sankað að sér frekari völdum og er búist við því að hann tryggi sér endurkjör í annað sinn á flokksþingi Kommúnistaflokksins sem hefst á sunnudag. Sumir sérfræðingar telja að hann og flokkurinn undirbúi jarðveginn fyrir hann til að sitja í embættinu ævilangt. Kommúnistastjórnin ber niður hvers kyns andóf. Stjórn Xi hefur einnig verið sökuð um mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyninu vegna meðferðar hennar á þjóðarbroti úígúra í Xinjiang-héraði. Minnst milljón úígúrum hefur verið komið fyrir í fanga- og „endurmenntunarbúðum“ þar sem þeir eru þvingaðir til að afneita múslimatrú sinni og lýsa yfir hollustu við kommúnistastjórnina. Í tíð Xi hafa kínversk stjórnvöld einnig hert tökin á Hong Kong og dregið úr borgararéttindum þar þrátt fyrir loforð sem voru gefin um réttindi íbúanna þar þegar Bretar gáfu eftir nýlenduna árið 1997. Umdeild öryggislög sem stjórnvöld komu þar á árið 2020 gera það meðal annars refsivert að grafa undan yfirráðum stjórnvalda þar.
Ólafur Ragnar Grímsson Kína Stjórnsýsla Utanríkismál Bókaútgáfa Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira