Viðar Örn skoraði bæði í sigri | Arnór Ingvi skoraði þegar Norrköping henti frá sér unnum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2022 19:31 Arnór Ingvi var á skotskónum í kvöld. Twitter@ifknorrkoping Íslendinglið Atromitos í Grikklandi vann 2-1 sigur á Giannina í úrvalsdeildinni þar í landi þökk sé tveimur mörkum frá Viðari Erni Kjartanssyni. Arnór Ingvi Traustason skoraði annað mark Norrköping í því sem virtist ætla að vera öruggur sigur á Mjallby, lokatölur hins vegar 2-2 þar á bæ. Viðar Örn og Samúel Kári Friðjónsson voru í byrjunarliði Atromitos sem tók á móti Giannina í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 63. mínútu en skömmu þar áður hafði Samúel Kári verið tekinn af velli. Viðar Örn jafnaði metin á 75. mínútu og tryggði svo sigurinn með marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Nældi Selfyssingurinn sér í gult spjald í fagnaðarlátunum. Hann var svo tekinn af velli í uppbótartíma. Lokatölur 2-1 Íslendingaliðinu í vil en Atromitos er nú með 11 stig í 6. sæti að loknum sjö umferðum. Á sama tíma er Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eða 21 talsins. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Norrköping líkt og Ari Freyr Skúlason þegar Mjallby kom í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá var Andri Lucas Guðjohnsen á varamannabekk liðsins. Arnór Sigurðsson var hins vegar hvergi sjáanlegur í kvöld. Christoffer Nyman kom heimaliðinu yfir eftir stundarfjórðung og var það eina mark fyrri hálfleiks. Arnór Ingvi skoraði svo eftir rúma klukkustund með skoti úr aukaspyrnu sem hafði viðkomu í varnarveggnum og flaug þaðan í netið. Óverjandi fyrir markvörð gestanna. Arnor Ingvi Traustasons frispark går via muren och in i mål! 2-0 för IFK Norrköping.Se matchen på https://t.co/ocJJkbqFRn pic.twitter.com/r4YvY9KkN7— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Andri Lucas kom svo inn af bekknum á 65. mínútu og nældi sér í gult tíu mínútum síðar. Upp úr aukaspyrnunni tókst gestunum að minnka muninn, staðan orðin 2-1 og stundarfjórðungur til leiksloka. Silas Nwankwo reducerar till 2-1 för Mjällby med kvarten kvar att spela. pic.twitter.com/ntmWOEmE6q— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þegar fjórar mínútur voru til loka venjulegs leiktíma fékk Amir Al Ammari beint rautt spjald í liði Mjallby og gestirnir því marki undir og manni færri það sem eftir lifði leiks. Rött kort på Amir Al-Ammari i Mjällby efter den här situationen. pic.twitter.com/NouFmpvhvs— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þér létu það ekki á sig fá og tókst að jafna metin þegar venjulegum leiktíma lauk. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og lauk leiknum því með 2-2 jafntefli. Íslendinglið Norrköping er nú með 29 stig að loknum 25 leikjum. Carlos Moros Gracia kvitterar till 2-2 när Mjällby spelar med en man mindre! pic.twitter.com/Lkf1DybBoE— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Í öðrum leikjum þá spilaði Aron Sigurðarson 76 mínútur og nældi sér í gult spjald þegar AC Horsens gerði markalaust jafntefli við Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Horsens er í 8. sæti með 15 stig að loknum 12 leikjum. Fótbolti Gríski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Sjá meira
Viðar Örn og Samúel Kári Friðjónsson voru í byrjunarliði Atromitos sem tók á móti Giannina í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 63. mínútu en skömmu þar áður hafði Samúel Kári verið tekinn af velli. Viðar Örn jafnaði metin á 75. mínútu og tryggði svo sigurinn með marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Nældi Selfyssingurinn sér í gult spjald í fagnaðarlátunum. Hann var svo tekinn af velli í uppbótartíma. Lokatölur 2-1 Íslendingaliðinu í vil en Atromitos er nú með 11 stig í 6. sæti að loknum sjö umferðum. Á sama tíma er Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eða 21 talsins. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Norrköping líkt og Ari Freyr Skúlason þegar Mjallby kom í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá var Andri Lucas Guðjohnsen á varamannabekk liðsins. Arnór Sigurðsson var hins vegar hvergi sjáanlegur í kvöld. Christoffer Nyman kom heimaliðinu yfir eftir stundarfjórðung og var það eina mark fyrri hálfleiks. Arnór Ingvi skoraði svo eftir rúma klukkustund með skoti úr aukaspyrnu sem hafði viðkomu í varnarveggnum og flaug þaðan í netið. Óverjandi fyrir markvörð gestanna. Arnor Ingvi Traustasons frispark går via muren och in i mål! 2-0 för IFK Norrköping.Se matchen på https://t.co/ocJJkbqFRn pic.twitter.com/r4YvY9KkN7— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Andri Lucas kom svo inn af bekknum á 65. mínútu og nældi sér í gult tíu mínútum síðar. Upp úr aukaspyrnunni tókst gestunum að minnka muninn, staðan orðin 2-1 og stundarfjórðungur til leiksloka. Silas Nwankwo reducerar till 2-1 för Mjällby med kvarten kvar att spela. pic.twitter.com/ntmWOEmE6q— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þegar fjórar mínútur voru til loka venjulegs leiktíma fékk Amir Al Ammari beint rautt spjald í liði Mjallby og gestirnir því marki undir og manni færri það sem eftir lifði leiks. Rött kort på Amir Al-Ammari i Mjällby efter den här situationen. pic.twitter.com/NouFmpvhvs— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þér létu það ekki á sig fá og tókst að jafna metin þegar venjulegum leiktíma lauk. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og lauk leiknum því með 2-2 jafntefli. Íslendinglið Norrköping er nú með 29 stig að loknum 25 leikjum. Carlos Moros Gracia kvitterar till 2-2 när Mjällby spelar med en man mindre! pic.twitter.com/Lkf1DybBoE— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Í öðrum leikjum þá spilaði Aron Sigurðarson 76 mínútur og nældi sér í gult spjald þegar AC Horsens gerði markalaust jafntefli við Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Horsens er í 8. sæti með 15 stig að loknum 12 leikjum.
Fótbolti Gríski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Sjá meira