„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. október 2022 16:34 Tveir menn á þrítugsaldri voru handteknir fyrir þremur vikum grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Við húsleit fundust tugir skotvopna en hluti þeirra hafði verið prentaður með svonefndum þrívíddarprentara sem lögregla lagði einnig hald á. Nöfn þriggja Pírata eru sögð hafa verði látin falla í samtali mannanna tveggja í miður geðslegu samhengi. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. RÚV hefur heimildir fyrir því að Helgi Hrafn hafi verið boðaður í viðtal og Smári staðfestir í samtali við miðilinn að hann hafi einnig verið boðaður. Björn Leví staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi á miðvikudag í síðustu viku verið boðaður í skýrslutöku til að lesa skilaboð sem tveir menn, sem nú sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins, sendu sín á milli. „Þar sem mér voru sýnd samskipti milli tveggja aðila þar sem nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu. Hann bætir við að spjall mannanna hafi verið „samfélagsmiðlalegt“ og að hann hafi ekki skynjað mikla alvöru á bakvið ummælin. Af lestri skilaboðanna að dæma hafi þeir frekar haft ummælin í flimtingum. Björn Leví útskýrir að tilefni spjalls mannanna tveggja hafi verið ljósmynd meðal annars af manni úti í búð sem þeir hafi talið að væri af Birni sem var síðan ekki raunin. „Þeir virtust ekki einu sinni þekkja fólkið sem þeir töluðu um í sjón, sem er alveg merkilegt út af fyrir sig. Alvarleikinn í kringum það var kannski ekki eins mikill og maður myndi kannski halda. Maður getur í það minnsta ekki tekið þetta eins alvarlega þegar þeir vita ekki einu sinni hver er hvað. Þetta voru svona almennari ummæli, það er allavega tilfinningin sem maður fékk en að sjálfsögðu slær þetta mann.“ Alvarleikinn blasi við þegar ummæli sem þessi séu látin falla af mönnum sem hafi verið að sanka að sér skotvopnum. „Auðvitað hefur þetta áhrif á mann og það er mjög slæmt þegar maður reynir að telja sér trú um að maður sé að standa fyrir einmitt mannréttindum og borgararéttinum og að hjálpa til við það að allir hafi það gott og hafi ofan í sig og á. Maður reynir að vera hugrakkur og standa gegn ofríki og rasisma þá er lausnin að hóta manni ofbeldi? Þá er erfiðara að vera hugrakkur.“ Björn Leví segir að við sem samfélag þurfum nú að hugsa um leiðir til að fyrirbyggja að svona nokkuð geti gerst og að passa upp á að skilja engan eftir í samfélaginu. Nú þurfi að spyrja mikilvægra spurninga. „Hvers vegna fólk leiðist út í ofbeldi sem svar við einhverju? Það er aldrei eitthvað sem á að vera valmöguleiki. Við verðum að svara því og mennta okkur. Um leið og við erum farin að hugsa um ofbeldi sem einhvers konar lausn við einhverju sem við skynjum sem vandamál, þá er það vandamálið og þá þurfum við að leita okkur hjálpar.“ Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir báðum mönnunum og úrskurðaði um eins vikna varðhald og einangrun. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Píratar Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49 Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
RÚV hefur heimildir fyrir því að Helgi Hrafn hafi verið boðaður í viðtal og Smári staðfestir í samtali við miðilinn að hann hafi einnig verið boðaður. Björn Leví staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi á miðvikudag í síðustu viku verið boðaður í skýrslutöku til að lesa skilaboð sem tveir menn, sem nú sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins, sendu sín á milli. „Þar sem mér voru sýnd samskipti milli tveggja aðila þar sem nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu. Hann bætir við að spjall mannanna hafi verið „samfélagsmiðlalegt“ og að hann hafi ekki skynjað mikla alvöru á bakvið ummælin. Af lestri skilaboðanna að dæma hafi þeir frekar haft ummælin í flimtingum. Björn Leví útskýrir að tilefni spjalls mannanna tveggja hafi verið ljósmynd meðal annars af manni úti í búð sem þeir hafi talið að væri af Birni sem var síðan ekki raunin. „Þeir virtust ekki einu sinni þekkja fólkið sem þeir töluðu um í sjón, sem er alveg merkilegt út af fyrir sig. Alvarleikinn í kringum það var kannski ekki eins mikill og maður myndi kannski halda. Maður getur í það minnsta ekki tekið þetta eins alvarlega þegar þeir vita ekki einu sinni hver er hvað. Þetta voru svona almennari ummæli, það er allavega tilfinningin sem maður fékk en að sjálfsögðu slær þetta mann.“ Alvarleikinn blasi við þegar ummæli sem þessi séu látin falla af mönnum sem hafi verið að sanka að sér skotvopnum. „Auðvitað hefur þetta áhrif á mann og það er mjög slæmt þegar maður reynir að telja sér trú um að maður sé að standa fyrir einmitt mannréttindum og borgararéttinum og að hjálpa til við það að allir hafi það gott og hafi ofan í sig og á. Maður reynir að vera hugrakkur og standa gegn ofríki og rasisma þá er lausnin að hóta manni ofbeldi? Þá er erfiðara að vera hugrakkur.“ Björn Leví segir að við sem samfélag þurfum nú að hugsa um leiðir til að fyrirbyggja að svona nokkuð geti gerst og að passa upp á að skilja engan eftir í samfélaginu. Nú þurfi að spyrja mikilvægra spurninga. „Hvers vegna fólk leiðist út í ofbeldi sem svar við einhverju? Það er aldrei eitthvað sem á að vera valmöguleiki. Við verðum að svara því og mennta okkur. Um leið og við erum farin að hugsa um ofbeldi sem einhvers konar lausn við einhverju sem við skynjum sem vandamál, þá er það vandamálið og þá þurfum við að leita okkur hjálpar.“ Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir báðum mönnunum og úrskurðaði um eins vikna varðhald og einangrun.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Píratar Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49 Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49
Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47