Minna álag sé samvinnufúsum almenningi og góðum undirbúningi að þakka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. október 2022 11:53 Verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg segir góðan undirbúning almannavarna og samvinnufúsan almenning hafa stuðlað að því að verkefni björgunarsveita voru færri en ráð hafði verið gert fyrir vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær og í nótt en þau voru þrjátíu talsins. Veðurfræðingur segir veðurspár hafa ræst að mestu. Síðustu veðurviðvaranirnar féllu úr gildi klukkan níu í morgun og er það versta yfirstaðið. Óveðrið olli rafmagnstruflunum á Norðurlandi og foktjón varð á Austurlandi. Enn er lítið sem ekkert ferðaveður þar að sögn staðarlögreglu og eru flestar vegalokanir frá í gær enn í gildi. Á tímabili stefndi í fokskemmdir á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi en verkefnið var afgreitt hratt og vel auk þess sem björgunarsveitir þurftu að aðstoða sjúkrabíl á milli Egilsstaða og Neskaupstaðar. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að björgunarsveitir hafi haft talsvert að gera en þó ekki eins mikið og veðurspár gáfu fyrst til kynna. „Þessar mótvægisaðgerðir og undirbúningurinn er að skila sér. Fólk er að hlusta og fara eftir þeim fyrirmælum sem almannavarnir og lögregla gefa út og það skilar sér nákvæmlega svona; í færri verkefnum.“ Skráð verkefni eru þrjátíu talsins en björgunarsveitir þurftu líka að manna lokunarpósta þar sem ferðamönnum var snúið við og þeim gefnar ráðleggingar. „Langflest verkefnin voru á Norðurlandi og Austurlandi og þetta voru aðallega fastir bílar, fokverkefni, verið að aðstoða ferðamenn og svo var eitt dæluverkefni vegna vatnsleka og svo voru mörg verkefni sem við vorum að sinna sem tóku bara gríðarlega langan tíma vegna færðar og veðurs,“ segir Karen Ósk. Hefur veðrinu slotað? „Það versta er klárlega gengið yfir. Það er ennþá samt nokkuð hvasst austast á landinu, á Austfjörðum og austarlega undir Vatnajökli en það er samt byrjað að draga úr þessu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann bendir á að á næstu dögum sé spáð mun rólegra veðri.“ Rættust spárnar? „Við getum sagt að vindaspáin hafi ræst; vindurinn var nokkurn veginn eftir spánni en það er kannski erfiðara að meta úrkomuna því úrkoma mælist afskaplega illa í svona hvössum vindi en það verður bara að koma í ljós þegar menn fara á stjá núna í dag hversu mikill snjór er á heiðum og svona.“ Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. 8. október 2022 12:09 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Síðustu veðurviðvaranirnar féllu úr gildi klukkan níu í morgun og er það versta yfirstaðið. Óveðrið olli rafmagnstruflunum á Norðurlandi og foktjón varð á Austurlandi. Enn er lítið sem ekkert ferðaveður þar að sögn staðarlögreglu og eru flestar vegalokanir frá í gær enn í gildi. Á tímabili stefndi í fokskemmdir á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi en verkefnið var afgreitt hratt og vel auk þess sem björgunarsveitir þurftu að aðstoða sjúkrabíl á milli Egilsstaða og Neskaupstaðar. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að björgunarsveitir hafi haft talsvert að gera en þó ekki eins mikið og veðurspár gáfu fyrst til kynna. „Þessar mótvægisaðgerðir og undirbúningurinn er að skila sér. Fólk er að hlusta og fara eftir þeim fyrirmælum sem almannavarnir og lögregla gefa út og það skilar sér nákvæmlega svona; í færri verkefnum.“ Skráð verkefni eru þrjátíu talsins en björgunarsveitir þurftu líka að manna lokunarpósta þar sem ferðamönnum var snúið við og þeim gefnar ráðleggingar. „Langflest verkefnin voru á Norðurlandi og Austurlandi og þetta voru aðallega fastir bílar, fokverkefni, verið að aðstoða ferðamenn og svo var eitt dæluverkefni vegna vatnsleka og svo voru mörg verkefni sem við vorum að sinna sem tóku bara gríðarlega langan tíma vegna færðar og veðurs,“ segir Karen Ósk. Hefur veðrinu slotað? „Það versta er klárlega gengið yfir. Það er ennþá samt nokkuð hvasst austast á landinu, á Austfjörðum og austarlega undir Vatnajökli en það er samt byrjað að draga úr þessu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann bendir á að á næstu dögum sé spáð mun rólegra veðri.“ Rættust spárnar? „Við getum sagt að vindaspáin hafi ræst; vindurinn var nokkurn veginn eftir spánni en það er kannski erfiðara að meta úrkomuna því úrkoma mælist afskaplega illa í svona hvössum vindi en það verður bara að koma í ljós þegar menn fara á stjá núna í dag hversu mikill snjór er á heiðum og svona.“
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. 8. október 2022 12:09 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. 8. október 2022 12:09
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33
Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32