Ættleiddir fá aðgang að öllum upplýsingum um sig Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 15:49 Frá mótmælum við skrifstofu opinberrar nefnfdar sem rannsakaði svonefnd sængurkvenna- og fæðingarheimili sem kaþólska kirkjan rak. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að aðstæður á heimilunum hafi verið bágbornar, dánartíðni há og misnotkun algeng. Vísir/Getty Írsk stjórnvöld opnuðu vefsíðu í vikunni sem gerir fólki sem var ættleitt kleift að nálgast allar upplýsingar sem ríkið hefur um það, þar á meðal nafn lífmóður. Þúsundir írskra kvenna voru beittar þrýstingi til að gefa frá sér börn sín, sérstaklega á fæðingarheimilum sem kaþólska kirkjan rak. Gagnagrunnurinn gefur írskum borgurum sem voru ættleiddir aðgang að öllum þeim upplýsingum sem ríkið kann að hafa í fórum sínum. Þar er einnig boðið upp á rakningarþjónustu sem ættleiddir og mæður sem gáfu frá sér börn til ættleiðingar geta leitað að týndum ættingjum, að sögn New York Times. Réttindasamtök ættleiddra segja að gagnagrunnurinn kunni að marka tímamót í að írska þjóðin geri upp sársaukafulla fortíð misnotkunar á einstæðum mæðrum og börnum þeirra. Allt fram undir lok tíunda áratugar síðustu aldar var þúsundum óléttra ógiftra kvenna og stúlkna komið fyrir á fæðingarheimilum kirkjunnar. Þar var ætlast til þess að þær gæfu frá sér börnin eða þær beittar þrýstingi til þess. Í skýrslu sem opinber nefnd sem rannsakaði fæðingarheimilin kom fram að um níu þúsund börn hefðu látist á átján slíkum stofnunum á 19. og 20. öld. Það voru um 15% þeirra tugþúsunda barna sem fæddust þar. Umsvifamest voru heimilin á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Í mörgum tilfellum létu fjölskyldur kvennanna vista þær á heimilunum til að forðast þá skömm sem það þótti að kona yrði þunguð utan hjónabands í strangtrúuðu kaþólsku samfélagi Írlands á þeim tíma. Ættleiðingaryfirvöld á Írlandi segja að fleiri en þúsund umsóknir hafi borist í gegnum nýju vefsíðuna fyrstu þrjá dagana eftir að hún var tekin í gagnið. Á sautjánda þúsund manns sem voru ættleiddir höfðu áður staðfest að þeir vildu að haft væri samband við þá en innan við 400 kærðu sig ekki um það. Ekki er þó víst að allir finni það sem þeir sækjast eftir. Formfesta komst ekki á ættleiðingar á Írlandi fyrr en árið 1953. Ætlað er að tugir þúsunda barna hafi verið ættleidd eða send í fóstur óformlega fyrir þann tíma. Í sumum tilfellum hafi börnin verið skráð ólölega sem líffræðileg börn fólksins sem ættleiddi þau. Í öðrum tilfellum hafi ættleiðingar farið fram í gegnum samtök sem kirkjur kaþólikka og mótmælenda ráku þar sem gagnavarsla var takmörkuð eða engin. Írland Trúmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Gagnagrunnurinn gefur írskum borgurum sem voru ættleiddir aðgang að öllum þeim upplýsingum sem ríkið kann að hafa í fórum sínum. Þar er einnig boðið upp á rakningarþjónustu sem ættleiddir og mæður sem gáfu frá sér börn til ættleiðingar geta leitað að týndum ættingjum, að sögn New York Times. Réttindasamtök ættleiddra segja að gagnagrunnurinn kunni að marka tímamót í að írska þjóðin geri upp sársaukafulla fortíð misnotkunar á einstæðum mæðrum og börnum þeirra. Allt fram undir lok tíunda áratugar síðustu aldar var þúsundum óléttra ógiftra kvenna og stúlkna komið fyrir á fæðingarheimilum kirkjunnar. Þar var ætlast til þess að þær gæfu frá sér börnin eða þær beittar þrýstingi til þess. Í skýrslu sem opinber nefnd sem rannsakaði fæðingarheimilin kom fram að um níu þúsund börn hefðu látist á átján slíkum stofnunum á 19. og 20. öld. Það voru um 15% þeirra tugþúsunda barna sem fæddust þar. Umsvifamest voru heimilin á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Í mörgum tilfellum létu fjölskyldur kvennanna vista þær á heimilunum til að forðast þá skömm sem það þótti að kona yrði þunguð utan hjónabands í strangtrúuðu kaþólsku samfélagi Írlands á þeim tíma. Ættleiðingaryfirvöld á Írlandi segja að fleiri en þúsund umsóknir hafi borist í gegnum nýju vefsíðuna fyrstu þrjá dagana eftir að hún var tekin í gagnið. Á sautjánda þúsund manns sem voru ættleiddir höfðu áður staðfest að þeir vildu að haft væri samband við þá en innan við 400 kærðu sig ekki um það. Ekki er þó víst að allir finni það sem þeir sækjast eftir. Formfesta komst ekki á ættleiðingar á Írlandi fyrr en árið 1953. Ætlað er að tugir þúsunda barna hafi verið ættleidd eða send í fóstur óformlega fyrir þann tíma. Í sumum tilfellum hafi börnin verið skráð ólölega sem líffræðileg börn fólksins sem ættleiddi þau. Í öðrum tilfellum hafi ættleiðingar farið fram í gegnum samtök sem kirkjur kaþólikka og mótmælenda ráku þar sem gagnavarsla var takmörkuð eða engin.
Írland Trúmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira