Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. október 2022 22:54 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis. vísir Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. Þetta er tilgáta Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis, sem ræddi hamingjumælingar á Íslendingum í Reykjavík síðdegis. Embætti landlæknis mælir hamingju landsmanna í samstarfi við Gallúp ásamt því að mæla hamingju unmenna í samstarfi við skólayfirvöld. „Við erum að skoða hlutföll þeirra sem meta hamingju sína sem 8-10 á skalanum 0-10. Þegar ég byrjaði að skoða þessar tölur fyrir tuttugu árum síðan, þá voru 85 prósent Íslendinga sem svöruðu á milli 8-10. Það fór mjög fljótlega niður í 80 prósent. Núna erum við að sjá tölur í kringum 60 prósent og talan fór raunar undir 60 prósent núna síðustu tvö ár á meðan við tókumst á við þennan faraldur.“ Erfiðara að fá umhyggju frá foreldrum Dóra segir að mikið þurfi til að breytingar sjáist á hamingju landsmanna og nefnir efnahagshrunið 2008 í því samhengi. Hlutfall hamingjusamra hækkaði til að mynda eftir hrunið og segir Dóra að auðveldara hafi reynst börnum að fá umhyggju frá foreldrum sínum eftir hrun. „Það er eins og foreldrar hafi verið meira heima og meira til staðar og nú fórum við að hugsa: ætli hér gerist það sama? Þegar við fórum að skoða þetta þá sjáum við að börn eru meira með foreldrum sínum heldur virðist þau eiga erfiðara með að fá umhyggju frá foreldrum sínum.“ Að eiga innilegar gæðasamverustundir skiptir miklu máli fyrir hamingju, að sögn Dóru. Dóra segir að munurinn á samveru fólks heima fyrir séu að mörgu leyti öðruvísi nú þar sem fólk hafi að miklu leyti tekið vinnu með sér heim, ólíkt því sem var eftir hrun. Foreldrar ekkert skárri „Svo verðum við að horfast í augu við símana og samfélagsmiðla. Það sem þarf til að eiga þessi djúpu og góðu samskipti er að það séu þagnir og stundir til að treysta sér til að tala um eitthvað mikilvægt. Þessar stundir eru fátíðari núna ef áreitið frá símanum er svo stanslaust. Við náum þannig ekki sömu dýpt í samskiptum. Það er tilgáta sem við viljum skoða betur.“ Dóra segir því mikilvægt að finna gæðastundir án símans. „Börnin finna fyrir því, og við sem eigum börn þekkjum það að síminn getur verið frekur á athyglina okkar. Við verðum að finna svigrúm til að veita ást og umhyggju,“ segir Dóra en viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan. Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
Þetta er tilgáta Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis, sem ræddi hamingjumælingar á Íslendingum í Reykjavík síðdegis. Embætti landlæknis mælir hamingju landsmanna í samstarfi við Gallúp ásamt því að mæla hamingju unmenna í samstarfi við skólayfirvöld. „Við erum að skoða hlutföll þeirra sem meta hamingju sína sem 8-10 á skalanum 0-10. Þegar ég byrjaði að skoða þessar tölur fyrir tuttugu árum síðan, þá voru 85 prósent Íslendinga sem svöruðu á milli 8-10. Það fór mjög fljótlega niður í 80 prósent. Núna erum við að sjá tölur í kringum 60 prósent og talan fór raunar undir 60 prósent núna síðustu tvö ár á meðan við tókumst á við þennan faraldur.“ Erfiðara að fá umhyggju frá foreldrum Dóra segir að mikið þurfi til að breytingar sjáist á hamingju landsmanna og nefnir efnahagshrunið 2008 í því samhengi. Hlutfall hamingjusamra hækkaði til að mynda eftir hrunið og segir Dóra að auðveldara hafi reynst börnum að fá umhyggju frá foreldrum sínum eftir hrun. „Það er eins og foreldrar hafi verið meira heima og meira til staðar og nú fórum við að hugsa: ætli hér gerist það sama? Þegar við fórum að skoða þetta þá sjáum við að börn eru meira með foreldrum sínum heldur virðist þau eiga erfiðara með að fá umhyggju frá foreldrum sínum.“ Að eiga innilegar gæðasamverustundir skiptir miklu máli fyrir hamingju, að sögn Dóru. Dóra segir að munurinn á samveru fólks heima fyrir séu að mörgu leyti öðruvísi nú þar sem fólk hafi að miklu leyti tekið vinnu með sér heim, ólíkt því sem var eftir hrun. Foreldrar ekkert skárri „Svo verðum við að horfast í augu við símana og samfélagsmiðla. Það sem þarf til að eiga þessi djúpu og góðu samskipti er að það séu þagnir og stundir til að treysta sér til að tala um eitthvað mikilvægt. Þessar stundir eru fátíðari núna ef áreitið frá símanum er svo stanslaust. Við náum þannig ekki sömu dýpt í samskiptum. Það er tilgáta sem við viljum skoða betur.“ Dóra segir því mikilvægt að finna gæðastundir án símans. „Börnin finna fyrir því, og við sem eigum börn þekkjum það að síminn getur verið frekur á athyglina okkar. Við verðum að finna svigrúm til að veita ást og umhyggju,“ segir Dóra en viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan.
Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira