Öll mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu perlumark Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 09:01 Trent Alexander-Arnold hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir varnarleik sinn en skoraði stórglæsilegt mark í gærkvöld. Getty/Craig Williamson Barcelona er komið í slæm mál eftir tap gegn Inter í dauðariðlinum og Napoli heldur áfram að slá í gegn og er fyrir ofan Liverpool, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Átta leikir voru spilaðir í gær og nú má sjá mörkin úr þeim öllum hér á Vísi. Liverpool vann 2-0 sigur gegn Rangers og er með sex stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í A-riðli. Trent Alexander-Arnold skoraði fyrra markið á Anfield í gær úr gullfallegri aukaspyrnu og Mohamed Salah bætti við öðru af vítapunktinum. Klippa: Liverpool - Rangers Í sama riðli mættust Ajax og Napoli í Amsterdam þar sem gestirnir refsuðu ítrekað fyrir mistök Ajax og unnu magnaðan 6-1 sigur. Napoli er því með fullt hús stiga fyrir seinni helming riðlakeppninnar en Ajax með þrjú stig og Rangers án stiga. Klippa: Ajax - Napoli Í dauðariðlinum dugði Inter mark frá Tyrkjanum Hakan Calhanoglu í uppbótartíma fyrri hálfleiks til að vinna afar dýrmætan sigur gegn Barcelona. Börsungar voru hins vegar æfir yfir dómgæslunni í leiknum og töldu að tekið hefði verið af þeim löglegt mark og vítaspyrna. Klippa: Inter - Barcelona Inter er nú með sex stig og Barcelona þrjú en Bayern München er efst í C-riðli með fullt hús stiga eftir öruggan 5-0 sigur gegn botnliði Viktoria Plzen, þar sem Leroy Sané skoraði tvö mörk. Klippa: Bayern - Plzen Club Brugge heldur áfram að koma á óvart í B-riðli og hefur unnið alla þrjá leiki sína en liðið lagði Atlético Madrid að velli í gær, 2-0. Klippa: Club Brugge - Atlético Madrid Í sama riðli náði Porto í sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Leverkusen og eru því Porto, Leverkusen og Atlético öll jöfn með þrjú stig, sex stigum á eftir Club Brugge. Klippa: Porto - Leverkusen Í D-riðli voru engin mörk skoruð í leik Tottenham og Frankfurt í Lundúnum og ljóst að afar mikilvægur slagur bíður liðanna í Þýskalandi eftir viku. Þau eru með fjögur stig hvort en Sporting Lissabon er efst í riðlinum með sex stig þrátt fyrir 4-1 tap gegn Marseille sem náði þannig í sín fyrstu stig. Trincao kom Sporting reyndar yfir en Alexis Sánchez jafnaði fljótt eftir skelfileg markmannsmistök og Marseille komst í 3-1 fyrir hálfleik. Klippa: Marseille - Sporting Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur gegn Rangers og er með sex stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í A-riðli. Trent Alexander-Arnold skoraði fyrra markið á Anfield í gær úr gullfallegri aukaspyrnu og Mohamed Salah bætti við öðru af vítapunktinum. Klippa: Liverpool - Rangers Í sama riðli mættust Ajax og Napoli í Amsterdam þar sem gestirnir refsuðu ítrekað fyrir mistök Ajax og unnu magnaðan 6-1 sigur. Napoli er því með fullt hús stiga fyrir seinni helming riðlakeppninnar en Ajax með þrjú stig og Rangers án stiga. Klippa: Ajax - Napoli Í dauðariðlinum dugði Inter mark frá Tyrkjanum Hakan Calhanoglu í uppbótartíma fyrri hálfleiks til að vinna afar dýrmætan sigur gegn Barcelona. Börsungar voru hins vegar æfir yfir dómgæslunni í leiknum og töldu að tekið hefði verið af þeim löglegt mark og vítaspyrna. Klippa: Inter - Barcelona Inter er nú með sex stig og Barcelona þrjú en Bayern München er efst í C-riðli með fullt hús stiga eftir öruggan 5-0 sigur gegn botnliði Viktoria Plzen, þar sem Leroy Sané skoraði tvö mörk. Klippa: Bayern - Plzen Club Brugge heldur áfram að koma á óvart í B-riðli og hefur unnið alla þrjá leiki sína en liðið lagði Atlético Madrid að velli í gær, 2-0. Klippa: Club Brugge - Atlético Madrid Í sama riðli náði Porto í sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Leverkusen og eru því Porto, Leverkusen og Atlético öll jöfn með þrjú stig, sex stigum á eftir Club Brugge. Klippa: Porto - Leverkusen Í D-riðli voru engin mörk skoruð í leik Tottenham og Frankfurt í Lundúnum og ljóst að afar mikilvægur slagur bíður liðanna í Þýskalandi eftir viku. Þau eru með fjögur stig hvort en Sporting Lissabon er efst í riðlinum með sex stig þrátt fyrir 4-1 tap gegn Marseille sem náði þannig í sín fyrstu stig. Trincao kom Sporting reyndar yfir en Alexis Sánchez jafnaði fljótt eftir skelfileg markmannsmistök og Marseille komst í 3-1 fyrir hálfleik. Klippa: Marseille - Sporting Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Sjá meira