Skammast sín ekki fyrir að skipta um skoðun Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2022 13:55 Liz Truss forsætisráðherra og Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. AP/Stefan Rousseau Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki skammast sín fyrir að hafa dregið umdeilda tekjuskattslækkun til baka en hún hafi tekið ákvörðunina mjög fljótlega þar sem skattalækkunin hafi verið að draga athygli frá öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún sætir nú gagnrýni úr öllum áttum, þar á meðal innan raða eigin flokks. „Allt sem ég hef gert sem forsætisráðherra hefur verið til að hjálpa fólki í gegnum mjög erfiðan vetur og mjög erfiðar kringumstæður og að koma landinu á betri grunn í framtíðinni,“ sagði Truss í viðtali við Sky News í dag. Þá sagðist hún bera fullt traust til fjármálaráðherrans Kwasi Kwarteng en hún forðaðist ítrekað að svara spurningum blaðamanna þess efnis í morgun. Do you trust your Chancellor after the mistake he made? Liz Truss does not directly say she trusts Kwasi Kwarteng, instead she comments on the closeness of their working relationship and their shared focus on growing the economy.https://t.co/WUnquWvHqf Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/hNZ6TucbGw— Sky News (@SkyNews) October 4, 2022 Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að falla frá áætlunum um að afnema 45 prósentustiga tekjuskattsþrepið, sem myndi aðeins gagnast tekjuhæstu einstaklingunum í Bretlandi. Að sögn Truss afnám þrepsins ekki í forgangi að svo stöddu fyrir ríkisstjórnina. Gagnrýni úr öllum áttum Um var að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra lagði fram á dögunum en Bretar horfa fram á orkukreppu í vetur og gríðarlega verðbólgu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórn Truss harðlega og sögðu forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann þurfa að bera ábyrgð á þeirri ringulreið sem þau hafi skapað. Suella speaks a lot of good sense, as usual. https://t.co/EHEPhhZ0sX— Simon Clarke MP (@SimonClarkeMP) October 4, 2022 Eftir að Truss snerist hugur hefur hún þó verið gagnrýnd af meðlimum eigin ríkisstjórnar en Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun hennar hafa verið mikil vonbrigði. Þá hafi meðlimir hennar eigin flokks, Íhaldsflokksins, „í raun sviðsett valdarán“ og gert lítið úr forsætisráðherranum. Simon Clarke, húsnæðis- og samfélagsráðherra, tók þá undir með Suellu en Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, sakaði Truss og Kwarteng um að „eyða eins og enginn sé morgundagurinn“ og að sagði vandamálið aðeins eftir að versna. Bretland Efnahagsmál Tengdar fréttir Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
„Allt sem ég hef gert sem forsætisráðherra hefur verið til að hjálpa fólki í gegnum mjög erfiðan vetur og mjög erfiðar kringumstæður og að koma landinu á betri grunn í framtíðinni,“ sagði Truss í viðtali við Sky News í dag. Þá sagðist hún bera fullt traust til fjármálaráðherrans Kwasi Kwarteng en hún forðaðist ítrekað að svara spurningum blaðamanna þess efnis í morgun. Do you trust your Chancellor after the mistake he made? Liz Truss does not directly say she trusts Kwasi Kwarteng, instead she comments on the closeness of their working relationship and their shared focus on growing the economy.https://t.co/WUnquWvHqf Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/hNZ6TucbGw— Sky News (@SkyNews) October 4, 2022 Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að falla frá áætlunum um að afnema 45 prósentustiga tekjuskattsþrepið, sem myndi aðeins gagnast tekjuhæstu einstaklingunum í Bretlandi. Að sögn Truss afnám þrepsins ekki í forgangi að svo stöddu fyrir ríkisstjórnina. Gagnrýni úr öllum áttum Um var að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra lagði fram á dögunum en Bretar horfa fram á orkukreppu í vetur og gríðarlega verðbólgu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórn Truss harðlega og sögðu forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann þurfa að bera ábyrgð á þeirri ringulreið sem þau hafi skapað. Suella speaks a lot of good sense, as usual. https://t.co/EHEPhhZ0sX— Simon Clarke MP (@SimonClarkeMP) October 4, 2022 Eftir að Truss snerist hugur hefur hún þó verið gagnrýnd af meðlimum eigin ríkisstjórnar en Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun hennar hafa verið mikil vonbrigði. Þá hafi meðlimir hennar eigin flokks, Íhaldsflokksins, „í raun sviðsett valdarán“ og gert lítið úr forsætisráðherranum. Simon Clarke, húsnæðis- og samfélagsráðherra, tók þá undir með Suellu en Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, sakaði Truss og Kwarteng um að „eyða eins og enginn sé morgundagurinn“ og að sagði vandamálið aðeins eftir að versna.
Bretland Efnahagsmál Tengdar fréttir Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21
Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41
Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54