Eldsneytisleysið í gær gæti seinkað heimsmeistaratitlinum í dag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2022 10:30 Max Verstappen gæti þurft að bíða þolinmóður eftir sínum öðrum heimsmeistaratitli. Mark Thompson/Getty Images Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, gæti þurft að bíða örlítið lengur eftir sínum öðrum heimsmeistaratitli í íþróttinni eftir að Red Bull bíll hans var orðinn lár á eldsneyti undir lok tímatökunnar í Singapúr í gær. Tímatökur gærdagsins voru æsispennandi á votu malbikinu í Singapúr þer sem liðin og ökumenn þeirra áttu erfitt með að átta sig á hverskonar dekk væri best að nota. Eftir því sem leið á tímatökurnar þornaði brautin jafnt og þétt og þegar komið var að þriðja og seinasta hlutanum keyrðu nánast allir á mjúkum, þurrum dekkjum. Vætan hafði þó sett strik í reikninginn fyrir lið á borð við Mercedes, en George Russell komst ekki í gegnum annan hlutann og ræsir því ellefti í dag. Þegar þriðji og seinasti hlutinn hófst þornaði brautin hratt og ökumennirnir tíu sem eftir voru bættu tíma hvers annars hvað eftir annað. Charles Leclerc kom í mark á sínum seinasta tímatökuhring hraðari en nokkur annar á tímanum 1:49,412. Heimsmeistarinn Max Verstappen var þó enn í brautinni og leit út fyrir að hann myndi ræna ráspólnum af Ferrari-ökumanninum. Liðsmenn Red Bull kölluðu heimsmeistarann þó inn á þjónustusvæðið á seinustu stundu áður en Verstappen gat klárað hringinn. Ástæðan fyrir því var sú að lítið eldsneyti var eftir á bílnum og samkvæmt reglum Formúlunnar mega ökumenn ekki klára tímatökur nema vera með ákveðið magn af eldsneyti eftir. Ef þeim reglum er ekki fylgt þurfa ökumennirnir að taka út refsingu og ræsa aftastir. Heimsmeistarinn Max Verstappen mun því ræsa áttundi þegar kappaksturinn í Singapúr fer fram síðar í dag. Á jafn þröngri götubraut og Singapúr býður upp á verður erfitt fyrir Hollendinginn að vinna sig upp listann og því þarf hans annar heimsmeistaratitill líklega að bíða betri tíma. Til að Verstappen tryggi sér heimsmeistaratitilinn í dag þarf hann að koma fyrstur í mark, fá aukastig fyrir hraðasta hringinn og treysta því að maðurinn á ráspól, Charles Leclerc, lendi ekki ofar en í níunda sæti. Akstursíþróttir Tengdar fréttir Ef allt gengur upp verður Verstappen heimsmeistari í annað sinn um helgina Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1, getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er kappaksturinn í Singapúr fer fram um helgina þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir á tímabilinu. 1. október 2022 08:00 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Tímatökur gærdagsins voru æsispennandi á votu malbikinu í Singapúr þer sem liðin og ökumenn þeirra áttu erfitt með að átta sig á hverskonar dekk væri best að nota. Eftir því sem leið á tímatökurnar þornaði brautin jafnt og þétt og þegar komið var að þriðja og seinasta hlutanum keyrðu nánast allir á mjúkum, þurrum dekkjum. Vætan hafði þó sett strik í reikninginn fyrir lið á borð við Mercedes, en George Russell komst ekki í gegnum annan hlutann og ræsir því ellefti í dag. Þegar þriðji og seinasti hlutinn hófst þornaði brautin hratt og ökumennirnir tíu sem eftir voru bættu tíma hvers annars hvað eftir annað. Charles Leclerc kom í mark á sínum seinasta tímatökuhring hraðari en nokkur annar á tímanum 1:49,412. Heimsmeistarinn Max Verstappen var þó enn í brautinni og leit út fyrir að hann myndi ræna ráspólnum af Ferrari-ökumanninum. Liðsmenn Red Bull kölluðu heimsmeistarann þó inn á þjónustusvæðið á seinustu stundu áður en Verstappen gat klárað hringinn. Ástæðan fyrir því var sú að lítið eldsneyti var eftir á bílnum og samkvæmt reglum Formúlunnar mega ökumenn ekki klára tímatökur nema vera með ákveðið magn af eldsneyti eftir. Ef þeim reglum er ekki fylgt þurfa ökumennirnir að taka út refsingu og ræsa aftastir. Heimsmeistarinn Max Verstappen mun því ræsa áttundi þegar kappaksturinn í Singapúr fer fram síðar í dag. Á jafn þröngri götubraut og Singapúr býður upp á verður erfitt fyrir Hollendinginn að vinna sig upp listann og því þarf hans annar heimsmeistaratitill líklega að bíða betri tíma. Til að Verstappen tryggi sér heimsmeistaratitilinn í dag þarf hann að koma fyrstur í mark, fá aukastig fyrir hraðasta hringinn og treysta því að maðurinn á ráspól, Charles Leclerc, lendi ekki ofar en í níunda sæti.
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Ef allt gengur upp verður Verstappen heimsmeistari í annað sinn um helgina Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1, getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er kappaksturinn í Singapúr fer fram um helgina þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir á tímabilinu. 1. október 2022 08:00 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Ef allt gengur upp verður Verstappen heimsmeistari í annað sinn um helgina Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1, getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er kappaksturinn í Singapúr fer fram um helgina þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir á tímabilinu. 1. október 2022 08:00