Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2022 22:11 Elisabeth Jansen er deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sigurjón Ólason Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Háskólinn þar er sá eini í heiminum sem býður upp á háskólagráðu í reiðkennslu og þjálfun á íslenska hestinum. Aðeins er hægt að taka inn tuttugu nýja nemendur á hverju hausti en venjulega sækja tvöfalt fleiri um og þeir sem komast að þurfa að standast kröfur skólans. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr. Venjulega sækja tvöfalt fleiri um en hægt er að taka við.Sigurjón Ólason „Ég sem útlendingur þekki það svolítið vel; að útlendingar, þau þurfa að getað talað íslensku,“ segir Elisabeth Jansen, deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sjálf kom Elisabeth frá Noregi árið 1991 til að læra um íslenska hestinn í Bændaskólanum og settist svo að í Skagafirði. Lorena Portmann frá Sviss er í hópi þeirra nemenda sem byrjuðu í haust. Við höfum orð á því að okkur finnist hún vera fulltalandi á íslensku. Lorena segist síðustu sjö til átta mánuði hafa verið að reyna að læra íslenskuna, játar að hún sé ekki fullkomin, en það komi vonandi, segir hún. Lorena Portmann kom frá Sviss til að afla sér háskólagráðu í íslenska hestinum.Sigurjón Ólason -Og þú leggur þetta allt á þig vegna íslenska hestsins? „Já, ég elska þeim,“ svarar Lorena og hlær. „Þau þurfa að geta talað íslensku og skilið íslensku. Þau þurfa ekkert að fara í málfræði. Eins og ég sjálf, ég er nú aldrei búin að læra málfræði og beygi nú ekki alveg rétt. En þau þurfa að gera sig skiljanlega og þau þurfa að geta kennt, og þekkja þessa helstu hluti í reiðkennslu, á íslensku,“ segir Elisabeth. Námið í hestafræði er þriggja ára BS-nám.Sigurjón Ólason -En er ekki erfitt fyrir hina svissnesku Lorenu að læra íslensku? „Já, það er ekki hægt að læra það í Sviss. Ég var bara að læra smá í tölvunni, að læra að skilja smá hvernig það virkar…“ segir Lorena en hesturinn grípur svo inn í spjallið með háværu hneggi. Af fimmtíu nemendum hestafræðinnar eru núna tuttugu útlendingar, sem Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir koma alls staðar að úr heiminum. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Og búnir að læra nánast fullkomna íslensku. Og eru að segja frá Íslandi, á íslensku, út um allt. Tala við Íslendinga. Ég segi alltaf: Við erum að útskrifa hérna að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori,“ segir rektorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hestar Háskólar Skagafjörður Landbúnaður Íslensk tunga Um land allt Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Háskólinn þar er sá eini í heiminum sem býður upp á háskólagráðu í reiðkennslu og þjálfun á íslenska hestinum. Aðeins er hægt að taka inn tuttugu nýja nemendur á hverju hausti en venjulega sækja tvöfalt fleiri um og þeir sem komast að þurfa að standast kröfur skólans. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr. Venjulega sækja tvöfalt fleiri um en hægt er að taka við.Sigurjón Ólason „Ég sem útlendingur þekki það svolítið vel; að útlendingar, þau þurfa að getað talað íslensku,“ segir Elisabeth Jansen, deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sjálf kom Elisabeth frá Noregi árið 1991 til að læra um íslenska hestinn í Bændaskólanum og settist svo að í Skagafirði. Lorena Portmann frá Sviss er í hópi þeirra nemenda sem byrjuðu í haust. Við höfum orð á því að okkur finnist hún vera fulltalandi á íslensku. Lorena segist síðustu sjö til átta mánuði hafa verið að reyna að læra íslenskuna, játar að hún sé ekki fullkomin, en það komi vonandi, segir hún. Lorena Portmann kom frá Sviss til að afla sér háskólagráðu í íslenska hestinum.Sigurjón Ólason -Og þú leggur þetta allt á þig vegna íslenska hestsins? „Já, ég elska þeim,“ svarar Lorena og hlær. „Þau þurfa að geta talað íslensku og skilið íslensku. Þau þurfa ekkert að fara í málfræði. Eins og ég sjálf, ég er nú aldrei búin að læra málfræði og beygi nú ekki alveg rétt. En þau þurfa að gera sig skiljanlega og þau þurfa að geta kennt, og þekkja þessa helstu hluti í reiðkennslu, á íslensku,“ segir Elisabeth. Námið í hestafræði er þriggja ára BS-nám.Sigurjón Ólason -En er ekki erfitt fyrir hina svissnesku Lorenu að læra íslensku? „Já, það er ekki hægt að læra það í Sviss. Ég var bara að læra smá í tölvunni, að læra að skilja smá hvernig það virkar…“ segir Lorena en hesturinn grípur svo inn í spjallið með háværu hneggi. Af fimmtíu nemendum hestafræðinnar eru núna tuttugu útlendingar, sem Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir koma alls staðar að úr heiminum. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Og búnir að læra nánast fullkomna íslensku. Og eru að segja frá Íslandi, á íslensku, út um allt. Tala við Íslendinga. Ég segi alltaf: Við erum að útskrifa hérna að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori,“ segir rektorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hestar Háskólar Skagafjörður Landbúnaður Íslensk tunga Um land allt Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13