„Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Snorri Másson skrifar 1. október 2022 23:01 Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. Áform Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um það annars vegar að rafbyssuvæða íslensku lögregluna og hins vegar að auka heimildir lögreglu til forvirkra rannsókna á borgurum hafa sætt gagnrýni. Í grein Vilhjálms Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns er það gagnrýnt að tækifærið sé notað þegar fólk óttast hryðjuverk til að knýja í gegn breytingar. „Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þetta, hefur komið upp, hefur lögreglan hrópað „Úlfur, úlfur“ og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ sagði Vilhjálmur í samtali við fréttastofu í dag. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður samtakanna Snarrótin, sem gætir hagsmuna fólks sem verður fyrir þvingunarúrræðum af hálfu lögreglu, segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglu, en ekki almennings. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður Snarrótarinnar. „Ef það er farið af stað með þessa leið að vígbúast, þá er ekki snúið til baka. Við vindum ekki ofan af því,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Þá segir Júlía að hugmyndir dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir séu mjög vafasamar. „Það í rauninni þýðir að við búum þá í lögregluríki. Þá þarftu ekki að hafa gert neitt af þér eða vera grunaður um það til að lögregla megi beita valdheimildum gegn þér. Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Ákvarðanir á borð við þessar megi ekki keyra í gegn þegar ótti hafi verið blásinn upp; flest fólk sé skynsamt og viti að svona ákvarðanir eigi að vera teknar að vel ígrunduðu máli, ekki í geðshræringu. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. 30. september 2022 21:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Áform Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um það annars vegar að rafbyssuvæða íslensku lögregluna og hins vegar að auka heimildir lögreglu til forvirkra rannsókna á borgurum hafa sætt gagnrýni. Í grein Vilhjálms Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns er það gagnrýnt að tækifærið sé notað þegar fólk óttast hryðjuverk til að knýja í gegn breytingar. „Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þetta, hefur komið upp, hefur lögreglan hrópað „Úlfur, úlfur“ og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ sagði Vilhjálmur í samtali við fréttastofu í dag. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður samtakanna Snarrótin, sem gætir hagsmuna fólks sem verður fyrir þvingunarúrræðum af hálfu lögreglu, segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglu, en ekki almennings. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður Snarrótarinnar. „Ef það er farið af stað með þessa leið að vígbúast, þá er ekki snúið til baka. Við vindum ekki ofan af því,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Þá segir Júlía að hugmyndir dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir séu mjög vafasamar. „Það í rauninni þýðir að við búum þá í lögregluríki. Þá þarftu ekki að hafa gert neitt af þér eða vera grunaður um það til að lögregla megi beita valdheimildum gegn þér. Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Ákvarðanir á borð við þessar megi ekki keyra í gegn þegar ótti hafi verið blásinn upp; flest fólk sé skynsamt og viti að svona ákvarðanir eigi að vera teknar að vel ígrunduðu máli, ekki í geðshræringu.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. 30. september 2022 21:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. 30. september 2022 21:00