Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 13:00 Fjölmargir stuðningsmenn vilja síður klæðast gulu treyjunni. Visionhaus/Getty Images Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. Higor Ramalho, stuðningsmaður landsliðsins, segir í viðtali við Al Jazeera að hann hafi ekki klæðst gulu treyjunni í fjögur ár. Síðast hafi hann klæðst henni á afmæli sínu í júní 2018. „Að klæðast gulu treyjunni fyllti mig áður stolti,“ segir hinn 33 ára gamli Ramalho við miðilinn. „Hún var tákn sigurs. Ég klæddist henni ekki aðeins á leikdögum, heldur dags daglega. Ég hef hætt að klæðast henni af pólitískum ástæðum. Núverandi forseti [Jair Bolsonaro], ásamt stuðningsfólki hans, hafa breytt treyjunni í pólitíska hreyfingu og tákn fyrir þeirra stjórnmálaflokk,“ „Þar sem ég styð ekki þessar hugmyndir þeirra neita ég að vera mistekinn sem einn þeirra,“ segir Ramalho. Gula treyjan á sér langa sögu en brasilíska liðið hefur þó ekki alltaf klæðst gulu. Brasilía tapaði úrslitaleik HM fyrir Úrúgvæ árið 1950 og klæddist þá hvítu. Eftir að hafa mistekist að fagna sigri á heimsmeistaramóti karla í árdaga mótsins og þetta sérstaklega slæma tap í úrslitaleiknum 1950 varð sú hugmynd viðtekin að bölvun hvíldi á hvítu treyjunni. Guli liturinn tók við árið 1953 eftir hönnunarsamkeppni um nýja treyju sem dró að 500 mismunandi hugmyndir. Treyjan hefur síðan orðið tákn sigurs, líkt og Ramalho nefnir að ofan. Pelé fór fyrir brasilísku landsliði sem vann HM 1958, 1962 og 1970. Romario var stjarnan í liðinu sem vann mótið 1994 og þá vann liðið einnig árið 2002 með Ronaldo fremstan í flokki. Merking treyjunnar hefur nú tekið á sig aðra mynd og má gera ráð fyrir að sjá hvíta litinn á þónokkrum stuðningsmönnum liðsins á HM í Katar í vetur. Brasilía Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Higor Ramalho, stuðningsmaður landsliðsins, segir í viðtali við Al Jazeera að hann hafi ekki klæðst gulu treyjunni í fjögur ár. Síðast hafi hann klæðst henni á afmæli sínu í júní 2018. „Að klæðast gulu treyjunni fyllti mig áður stolti,“ segir hinn 33 ára gamli Ramalho við miðilinn. „Hún var tákn sigurs. Ég klæddist henni ekki aðeins á leikdögum, heldur dags daglega. Ég hef hætt að klæðast henni af pólitískum ástæðum. Núverandi forseti [Jair Bolsonaro], ásamt stuðningsfólki hans, hafa breytt treyjunni í pólitíska hreyfingu og tákn fyrir þeirra stjórnmálaflokk,“ „Þar sem ég styð ekki þessar hugmyndir þeirra neita ég að vera mistekinn sem einn þeirra,“ segir Ramalho. Gula treyjan á sér langa sögu en brasilíska liðið hefur þó ekki alltaf klæðst gulu. Brasilía tapaði úrslitaleik HM fyrir Úrúgvæ árið 1950 og klæddist þá hvítu. Eftir að hafa mistekist að fagna sigri á heimsmeistaramóti karla í árdaga mótsins og þetta sérstaklega slæma tap í úrslitaleiknum 1950 varð sú hugmynd viðtekin að bölvun hvíldi á hvítu treyjunni. Guli liturinn tók við árið 1953 eftir hönnunarsamkeppni um nýja treyju sem dró að 500 mismunandi hugmyndir. Treyjan hefur síðan orðið tákn sigurs, líkt og Ramalho nefnir að ofan. Pelé fór fyrir brasilísku landsliði sem vann HM 1958, 1962 og 1970. Romario var stjarnan í liðinu sem vann mótið 1994 og þá vann liðið einnig árið 2002 með Ronaldo fremstan í flokki. Merking treyjunnar hefur nú tekið á sig aðra mynd og má gera ráð fyrir að sjá hvíta litinn á þónokkrum stuðningsmönnum liðsins á HM í Katar í vetur.
Brasilía Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira