Háskólinn á Akureyri og heiðursdoktorsnafnbót dr. Ólafs Ragnars Grímssonar — Sterkt samstarf um málefni Norðurslóða Eyjólfur Guðmundsson skrifar 30. september 2022 09:00 Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fræðimaður og fyrrverandi forseti, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í dag. Þótt Ólafur Ragnar sé í dag best þekktur fyrir störf sín sem forseti Íslands og fyrir brautryðjendastarf í tengslum við málefni Norðurslóða ásamt uppbyggingu Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) þá var hann einnig brautryðjandi á sviði félagsvísinda á Íslandi og einn fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsgráðu á því sviði. Háskólinn á Akureyri naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar þegar háskólinn markaði sér sess með áherslu á Norðurslóðir, bæði meðan Ólafur Ragnar var forseti og æ síðan. Þar má meðal annars nefna hvatningu og stuðning við stofnaðild háskólans að Háskóla Norðurslóða (e. University of the Arctic) sem er samstarfsnet yfir 200 háskóla er láta sig málefni Norðurslóða varða. Fræðileg nálgun Ólafs Ragnars á stjórnskipun og stjórnmál í víðum skilningi eru meðal helstu viðfangsefna fræðafólks á Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri, en eins og áður greinir eru það svið þar sem Ólafur Ragnar hefur látið ríkulega að sér kveða. Það er því mjög við hæfi og mikill heiður fyrir háskólann að veita Ólafi Ragnari heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum. Hringjamiðja Norðurslóða Háskólinn á Akureyri fagnaði 35 árá afmæli sínu þann 5. september síðastliðinn. Vöxtur háskólans í rannsóknum og nemendafjölda hefur farið fram úr allra björtustu vonum þess tíma þegar háskólinn var stofnaður árið 1987. Haraldur Bessason, fyrsti rektor háskólans, var þó með bjartsýnni mönnum í sinni spá um velgengni háskólans í álitsgerð sinni um háskóla á Akureyri — en þar sagði hann m.a.: „Skólinn rís ekki af grunni í öllu veldi sínu á örskotsstund. Brýna nauðsyn ber þó til að velja honum stað af stórhug og framsýni.” Og jafnframt: „Þó má ætla að ekki þurfi lengi að bíða þess að stúdentar geti stefnt að meistara- og doktorsgráðum...”. Má segja að hvorutveggja hafi raungerst á þessum 35 árum. Þá er hvatning hans til okkar um enn frekari uppbyggingu jafn nauðsynleg í dag og hún var árið 1986 þegar við horfum til uppbyggingar á Sólborgarsvæðinu þar sem unnt verður að tengja enn frekar saman rannsóknir og aðra starfsemi tengdum Norðurslóðum í heildstætt samfélag vísinda með áherslu á samfélagslega þætti hvað varðar búsetu okkar sem á Norðurslóðum búum. Á þessum árum hefur háskólinn markað sér skýran sess sem Háskóli norðursins, með sérhæfðu námsframboði í heimskautarétti og með rannsóknum á samfélögum norðursins, bæði stjórnsýslulega sem og hvað varðar heilbrigði íbúa og atvinnuhætti. Fyrir Ísland í heild sinni hefur Háskólinn á Akureyri skipt verulega miklu máli í að auka aðgengi að háskólanámi í gegnum fjarnám — eða stafræna miðlun náms. Aukin þekking og bætt aðgengi að vísindalegri þekkingu í samvinnu við íbúa norðursins er besta leiðin til að auka og jafna lífsskilyrði á milli borga og ytri svæða norðursins. Og á Íslandi er hægt að skilgreina norðrið sem allar byggðir er standa utan beins áhrifasvæðis höfuðborgarinnar á suðvesturhorninu. Þannig eru aðstæður og atvinnuhættir frá Snæfellsnesi norður um land, austur fyrir og að Vík mun líkari aðstæðum á Norðurslóðum almennt og nauðsynlegt að takast á við þær áskoranir i í samvinnu við íbúa en ekki fyrir íbúa, eins og suðrinu hættir til. Þetta er kjarninn í orðræðu Hringborðs Norðurslóðanna þar sem allir aðilar hafa aðgengi að umræðu um málefni Norðurslóða, og ekki síst þeir sem þar búa. Íslendingar hafa talað um byggðamál án þess að ná góðri lendingu í byggðastefnu. Norðurslóðamál eru byggðamál — byggðamál eru á fræðasviði félagsvísinda og á endanum snýst þetta allt um á hvaða hátt samfélög hafa sjálfsákvörðunarrétt í sínum málum. Tenging Háskólans á Akureyri við ævistarf Ólafs Ragnars Grímssonar er því sterk og háskólanum því mikill heiður að Ólafur Ragnar hafi þegið tilnefninguna. Málþing í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar Í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd” við Háskólann á Akureyri. Málþingið fer fram kl. 10–15 sama dag og þar munu forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson, og aðrir fræðimenn fjalla um og eiga orðastað við Ólaf Ragnar um mikilvæga málaflokka þar sem Ólafur Ragnar hefur látið mikið að sér kveða. Í framhaldi af málþinginu fer fram formleg athöfn þar sem Ólafi Ragnari verður veitt heiðursdoktorsnafnbót. Á málstofunni má gera ráð fyrir líflegri umræðu um hlutverk háskóla og þar á meðal aukið hlutverk Háskólans á Akureyri til að efla Akureyri enn frekar sem miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi. Einnig verður rætt um hvernig megi efla innlent samráð og samstarf um málefni Norðurslóða þannig að hlutverk hvers sé skýrt í heildarstefnumörkun landsins gagnvart málefnum Norðurslóða og aðgerðum í loftslagsmálum – sem eru grunnstef í helstu verkefnum íbúa Norðurslóða á næstu áratugum. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Akureyri Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fræðimaður og fyrrverandi forseti, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í dag. Þótt Ólafur Ragnar sé í dag best þekktur fyrir störf sín sem forseti Íslands og fyrir brautryðjendastarf í tengslum við málefni Norðurslóða ásamt uppbyggingu Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) þá var hann einnig brautryðjandi á sviði félagsvísinda á Íslandi og einn fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsgráðu á því sviði. Háskólinn á Akureyri naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar þegar háskólinn markaði sér sess með áherslu á Norðurslóðir, bæði meðan Ólafur Ragnar var forseti og æ síðan. Þar má meðal annars nefna hvatningu og stuðning við stofnaðild háskólans að Háskóla Norðurslóða (e. University of the Arctic) sem er samstarfsnet yfir 200 háskóla er láta sig málefni Norðurslóða varða. Fræðileg nálgun Ólafs Ragnars á stjórnskipun og stjórnmál í víðum skilningi eru meðal helstu viðfangsefna fræðafólks á Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri, en eins og áður greinir eru það svið þar sem Ólafur Ragnar hefur látið ríkulega að sér kveða. Það er því mjög við hæfi og mikill heiður fyrir háskólann að veita Ólafi Ragnari heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum. Hringjamiðja Norðurslóða Háskólinn á Akureyri fagnaði 35 árá afmæli sínu þann 5. september síðastliðinn. Vöxtur háskólans í rannsóknum og nemendafjölda hefur farið fram úr allra björtustu vonum þess tíma þegar háskólinn var stofnaður árið 1987. Haraldur Bessason, fyrsti rektor háskólans, var þó með bjartsýnni mönnum í sinni spá um velgengni háskólans í álitsgerð sinni um háskóla á Akureyri — en þar sagði hann m.a.: „Skólinn rís ekki af grunni í öllu veldi sínu á örskotsstund. Brýna nauðsyn ber þó til að velja honum stað af stórhug og framsýni.” Og jafnframt: „Þó má ætla að ekki þurfi lengi að bíða þess að stúdentar geti stefnt að meistara- og doktorsgráðum...”. Má segja að hvorutveggja hafi raungerst á þessum 35 árum. Þá er hvatning hans til okkar um enn frekari uppbyggingu jafn nauðsynleg í dag og hún var árið 1986 þegar við horfum til uppbyggingar á Sólborgarsvæðinu þar sem unnt verður að tengja enn frekar saman rannsóknir og aðra starfsemi tengdum Norðurslóðum í heildstætt samfélag vísinda með áherslu á samfélagslega þætti hvað varðar búsetu okkar sem á Norðurslóðum búum. Á þessum árum hefur háskólinn markað sér skýran sess sem Háskóli norðursins, með sérhæfðu námsframboði í heimskautarétti og með rannsóknum á samfélögum norðursins, bæði stjórnsýslulega sem og hvað varðar heilbrigði íbúa og atvinnuhætti. Fyrir Ísland í heild sinni hefur Háskólinn á Akureyri skipt verulega miklu máli í að auka aðgengi að háskólanámi í gegnum fjarnám — eða stafræna miðlun náms. Aukin þekking og bætt aðgengi að vísindalegri þekkingu í samvinnu við íbúa norðursins er besta leiðin til að auka og jafna lífsskilyrði á milli borga og ytri svæða norðursins. Og á Íslandi er hægt að skilgreina norðrið sem allar byggðir er standa utan beins áhrifasvæðis höfuðborgarinnar á suðvesturhorninu. Þannig eru aðstæður og atvinnuhættir frá Snæfellsnesi norður um land, austur fyrir og að Vík mun líkari aðstæðum á Norðurslóðum almennt og nauðsynlegt að takast á við þær áskoranir i í samvinnu við íbúa en ekki fyrir íbúa, eins og suðrinu hættir til. Þetta er kjarninn í orðræðu Hringborðs Norðurslóðanna þar sem allir aðilar hafa aðgengi að umræðu um málefni Norðurslóða, og ekki síst þeir sem þar búa. Íslendingar hafa talað um byggðamál án þess að ná góðri lendingu í byggðastefnu. Norðurslóðamál eru byggðamál — byggðamál eru á fræðasviði félagsvísinda og á endanum snýst þetta allt um á hvaða hátt samfélög hafa sjálfsákvörðunarrétt í sínum málum. Tenging Háskólans á Akureyri við ævistarf Ólafs Ragnars Grímssonar er því sterk og háskólanum því mikill heiður að Ólafur Ragnar hafi þegið tilnefninguna. Málþing í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar Í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd” við Háskólann á Akureyri. Málþingið fer fram kl. 10–15 sama dag og þar munu forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson, og aðrir fræðimenn fjalla um og eiga orðastað við Ólaf Ragnar um mikilvæga málaflokka þar sem Ólafur Ragnar hefur látið mikið að sér kveða. Í framhaldi af málþinginu fer fram formleg athöfn þar sem Ólafi Ragnari verður veitt heiðursdoktorsnafnbót. Á málstofunni má gera ráð fyrir líflegri umræðu um hlutverk háskóla og þar á meðal aukið hlutverk Háskólans á Akureyri til að efla Akureyri enn frekar sem miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi. Einnig verður rætt um hvernig megi efla innlent samráð og samstarf um málefni Norðurslóða þannig að hlutverk hvers sé skýrt í heildarstefnumörkun landsins gagnvart málefnum Norðurslóða og aðgerðum í loftslagsmálum – sem eru grunnstef í helstu verkefnum íbúa Norðurslóða á næstu áratugum. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun