Allt vitlaust vestanhafs eftir óhugnanlegt atvik: „Þetta getur drepið mann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 09:31 Tagovailoa lá í um átta mínútur áður en honum var trillað af velli á sjúkrabörum. Andy Lyons/Getty Images Tua Tagovailoa, leikstjórnandi Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, var borinn af velli eftir þungt höfuðhögg í leik við Cincinnati Bengals í nótt. Óhugnalegar myndir sáust af honum eftir höggið en talið er að hann hafi jafnvel fengið annan heilahristing sinn á innan við viku. Tagovailoa haltraði af velli í fyrri hálfleik í leik Miami og Buffalo Bills á sunnudaginn var eftir höfuðhögg, þar sem hann virtist eiga erfitt með að halda jafnvægi. Hann var þá skikkaður í svokallaða heilahristingsathugun þar sem óháður læknir á vegum NFL-deildarinnar þarf að skoða leikmann og segja til um ástand hans. Honum var gefið grænt ljós á að halda áfram þar sem jafnvægisvandræði hans voru sögð stafa af bakmeiðslum. Tagovailoa sneri aftur í síðari hálfleik og kláraði leikinn sem Miami vann 21-19. Margur var skeptískur á þá niðurstöðu læknanna og gagnrýndu að Tua skyldi hafa klárað þann leik. Leikmannasamtökin í NFL kröfðust þess að almennilegar rannsóknir yrðu gerðar á leikmanninum. Hrollvekjandi atvik Dolphins-liðið sagði hann hins vegar vera í lagi og hann byrjaði leikinn við Cincinnati í nótt, fimm dögum eftir högg sunnudagsins. Ekki var langt liðið á leikinn þegar hann var tæklaður harkalega af hinum tæplega tveggja metra háa og 150 kílóa þunga Josh Tupou í Bengals-liðinu. Hér sjást fingur Tua Tagovailoa sperrtir og hann í svokallaðri skylmingastöðu, sem er algeng eftir hörð höfuðhögg sem þessi og eru merki heilahristings.Mynd/Twitter Tua negldist í jörðina og steinlá í yfir átta mínútur. Fjölmargir hlúðu að honum á þeim tíma, áður en settur var á hann hálskragi og hann trillaður af velli á sjúkrabörum. Verst þóttu hins vegar viðbrögð hans beint eftir höggið þar sem hann fór í svokallaða skylmingaviðbragð (e. fencing response), sem er algeng eftir heilahristing. Hendur hans stífnuðu upp og fingurnir sperrtust og virtist hann ekki hafa stjórn á höndunum. Er með hreyfigetu í öllum útlimum Miami Dolphins sendi frá sér stuttorða tilkynningu á samfélagsmiðlum fljótlega eftir atvikið þar sem segir að Tua sé með meðvitund og hafi stjórn á útlimum sínum. „Tua Tagovailoa hefur verið fluttur á sjúkrahús á staðnum til frekara mats. Hann er með meðvitund og er með hreyfigetu í öllum útlimum,“ sagði í tísti Dolphins. Tua Tagovailoa has been taken to a local hospital for further evaluation. He is conscious and has movement in all his extremities.— Miami Dolphins (@MiamiDolphins) September 30, 2022 Rúmri klukkustund síðar, skömmu eftir að leiknum lauk, sem fór 27-15 fyrir Bengals, sendu Dolphins frá sér aðra tilkynningu þess efnis að Tua hefði verið útskrifaður af spítala. „Búist er við að Tua Tagovailoa verði útskrifaður af spítala og muni fljúga heim með liðinu í kvöld,“ sagði í seinna tísti Dolphins. Dolphins brugðust Tua Atvikið hefur vakið afar hörð viðbrögð. Fyrrum NFL-leikmennirnir Shannon Sharpe, Robert Griffin III og Rich Ohrnberger eru á meðal þeirra sem hafa tekið til máls á samfélagsmiðlinum Twitter. Sharpe, fyrrum leikmaður Denver Broncos og Baltimore Ravens, sagði að Tagovailoa hefði alls ekki átt að vera á vellinum í gær: „Þetta eru alvarleg meiðsli. Tua átti ekki að vera á vellinum á fimmtudegi eftir sunnudaginn. Stundum þurfa leikmenn vernd frá sjálfum sér. Dolphins brugðust Tua,“ Very thankful today for the Patriots' trainers/medical staff for the way they handled my concussion in 2011.I was out on my feet, they took it seriously, and I spent the year on IR. They saved me from myself. I would've rushed back if they let me. They didn't.Prayers for Tua.— Rich Ohrnberger (@ohrnberger) September 30, 2022 Ohrnberger talaði á svipuðum nótum, og þakkar fyrir að hafa verið settur til hliðar eftir heilahristing á sínum tíma. „Ég er mjög þakklátur fyrir það í dag hvernig þjálfarar og læknalið Patriots meðhöndluðu heilahristing minn árið 2011. Ég var kominn á fætur, en þeir tóku þetta alvarlega og ég eyddi árinu á meiðslalistanum. Þeir björguðu mér frá sjálfum mér. Ég hefði flýtt mér aftur á völlinn hefðu þeir leyft mér það. Þeir gerðu það ekki,“ Griffin III, fyrrum leikmaður Washington Redskins, sagði þá: „Lið eiga alltaf að forgangsraða persónunnni fram yfir leikmanninn. Heilsan er mikilvægari en samkeppnisforskot. Að senda Tua út á völl snýst ekki um öryggi leikmanna, það snýst um lífsgæði,“ Hefði getað dáið Tauga- og heilavísindamaðurinn Dr. Chris Nowinski tók þá einnig til máls á Twitter í gær. Hann hefur beitt sér í málum tengdum heilahristingi og stofnaði samtökin Concussion Legacy Foundation vestanhafs. Hann segir að tveir heilahristingar á fimm dögum geti ekki aðeins bundið enda á íþróttaferil, heldur dregið manneskju til dauða. This is a disaster. Pray for Tua. Fire the medical staffs and coaches. I predicted this and I hate that I am right. Two concussions in 5 days can kill someone. This can end careers. How are we so stupid in 2022. pic.twitter.com/D8S8eEbgda— Chris Nowinski, Ph.D. (@ChrisNowinski1) September 30, 2022 „Þetta er hörmung. Biðjið fyrir Tua. Rekið læknaliðið og þjálfarana. Ég spáði þessu og ég hata að ég hafi haft rétt fyrir mér. Tveir heilahristingar á fimm dögum geta drepið mann. Þetta getur bundið enda á feril. Hvernig erum við svona heimsk árið 2022,“ sagði Nowinski. Gagnrýnin ekki ný af nálinni NFL hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarin ár vegna slakra viðbragða við höfuðmeiðslum leikmanna. Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. Árið 2015 féllst deildin á að greiða einn milljarð bandaríkjadala í bótagreiðslur til að leysa þúsundir málsókna fyrrum leikmanna sem þjáðust af tauga- eða heilaskaða. NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Sjá meira
Tagovailoa haltraði af velli í fyrri hálfleik í leik Miami og Buffalo Bills á sunnudaginn var eftir höfuðhögg, þar sem hann virtist eiga erfitt með að halda jafnvægi. Hann var þá skikkaður í svokallaða heilahristingsathugun þar sem óháður læknir á vegum NFL-deildarinnar þarf að skoða leikmann og segja til um ástand hans. Honum var gefið grænt ljós á að halda áfram þar sem jafnvægisvandræði hans voru sögð stafa af bakmeiðslum. Tagovailoa sneri aftur í síðari hálfleik og kláraði leikinn sem Miami vann 21-19. Margur var skeptískur á þá niðurstöðu læknanna og gagnrýndu að Tua skyldi hafa klárað þann leik. Leikmannasamtökin í NFL kröfðust þess að almennilegar rannsóknir yrðu gerðar á leikmanninum. Hrollvekjandi atvik Dolphins-liðið sagði hann hins vegar vera í lagi og hann byrjaði leikinn við Cincinnati í nótt, fimm dögum eftir högg sunnudagsins. Ekki var langt liðið á leikinn þegar hann var tæklaður harkalega af hinum tæplega tveggja metra háa og 150 kílóa þunga Josh Tupou í Bengals-liðinu. Hér sjást fingur Tua Tagovailoa sperrtir og hann í svokallaðri skylmingastöðu, sem er algeng eftir hörð höfuðhögg sem þessi og eru merki heilahristings.Mynd/Twitter Tua negldist í jörðina og steinlá í yfir átta mínútur. Fjölmargir hlúðu að honum á þeim tíma, áður en settur var á hann hálskragi og hann trillaður af velli á sjúkrabörum. Verst þóttu hins vegar viðbrögð hans beint eftir höggið þar sem hann fór í svokallaða skylmingaviðbragð (e. fencing response), sem er algeng eftir heilahristing. Hendur hans stífnuðu upp og fingurnir sperrtust og virtist hann ekki hafa stjórn á höndunum. Er með hreyfigetu í öllum útlimum Miami Dolphins sendi frá sér stuttorða tilkynningu á samfélagsmiðlum fljótlega eftir atvikið þar sem segir að Tua sé með meðvitund og hafi stjórn á útlimum sínum. „Tua Tagovailoa hefur verið fluttur á sjúkrahús á staðnum til frekara mats. Hann er með meðvitund og er með hreyfigetu í öllum útlimum,“ sagði í tísti Dolphins. Tua Tagovailoa has been taken to a local hospital for further evaluation. He is conscious and has movement in all his extremities.— Miami Dolphins (@MiamiDolphins) September 30, 2022 Rúmri klukkustund síðar, skömmu eftir að leiknum lauk, sem fór 27-15 fyrir Bengals, sendu Dolphins frá sér aðra tilkynningu þess efnis að Tua hefði verið útskrifaður af spítala. „Búist er við að Tua Tagovailoa verði útskrifaður af spítala og muni fljúga heim með liðinu í kvöld,“ sagði í seinna tísti Dolphins. Dolphins brugðust Tua Atvikið hefur vakið afar hörð viðbrögð. Fyrrum NFL-leikmennirnir Shannon Sharpe, Robert Griffin III og Rich Ohrnberger eru á meðal þeirra sem hafa tekið til máls á samfélagsmiðlinum Twitter. Sharpe, fyrrum leikmaður Denver Broncos og Baltimore Ravens, sagði að Tagovailoa hefði alls ekki átt að vera á vellinum í gær: „Þetta eru alvarleg meiðsli. Tua átti ekki að vera á vellinum á fimmtudegi eftir sunnudaginn. Stundum þurfa leikmenn vernd frá sjálfum sér. Dolphins brugðust Tua,“ Very thankful today for the Patriots' trainers/medical staff for the way they handled my concussion in 2011.I was out on my feet, they took it seriously, and I spent the year on IR. They saved me from myself. I would've rushed back if they let me. They didn't.Prayers for Tua.— Rich Ohrnberger (@ohrnberger) September 30, 2022 Ohrnberger talaði á svipuðum nótum, og þakkar fyrir að hafa verið settur til hliðar eftir heilahristing á sínum tíma. „Ég er mjög þakklátur fyrir það í dag hvernig þjálfarar og læknalið Patriots meðhöndluðu heilahristing minn árið 2011. Ég var kominn á fætur, en þeir tóku þetta alvarlega og ég eyddi árinu á meiðslalistanum. Þeir björguðu mér frá sjálfum mér. Ég hefði flýtt mér aftur á völlinn hefðu þeir leyft mér það. Þeir gerðu það ekki,“ Griffin III, fyrrum leikmaður Washington Redskins, sagði þá: „Lið eiga alltaf að forgangsraða persónunnni fram yfir leikmanninn. Heilsan er mikilvægari en samkeppnisforskot. Að senda Tua út á völl snýst ekki um öryggi leikmanna, það snýst um lífsgæði,“ Hefði getað dáið Tauga- og heilavísindamaðurinn Dr. Chris Nowinski tók þá einnig til máls á Twitter í gær. Hann hefur beitt sér í málum tengdum heilahristingi og stofnaði samtökin Concussion Legacy Foundation vestanhafs. Hann segir að tveir heilahristingar á fimm dögum geti ekki aðeins bundið enda á íþróttaferil, heldur dregið manneskju til dauða. This is a disaster. Pray for Tua. Fire the medical staffs and coaches. I predicted this and I hate that I am right. Two concussions in 5 days can kill someone. This can end careers. How are we so stupid in 2022. pic.twitter.com/D8S8eEbgda— Chris Nowinski, Ph.D. (@ChrisNowinski1) September 30, 2022 „Þetta er hörmung. Biðjið fyrir Tua. Rekið læknaliðið og þjálfarana. Ég spáði þessu og ég hata að ég hafi haft rétt fyrir mér. Tveir heilahristingar á fimm dögum geta drepið mann. Þetta getur bundið enda á feril. Hvernig erum við svona heimsk árið 2022,“ sagði Nowinski. Gagnrýnin ekki ný af nálinni NFL hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarin ár vegna slakra viðbragða við höfuðmeiðslum leikmanna. Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. Árið 2015 féllst deildin á að greiða einn milljarð bandaríkjadala í bótagreiðslur til að leysa þúsundir málsókna fyrrum leikmanna sem þjáðust af tauga- eða heilaskaða.
NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Sjá meira