Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Ingibjörg Vilbergdóttir skrifar 30. september 2022 07:01 Kæru Borgarfulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. Skýrslur sérfræðinga,umsagnir og skilabréf hafa verið birtar, þar sem allir er sammála að þörf sé á endurbótum og viðbyggingum, og að mikill vandi sé framundan ef ekki verður ráðist strax í framkvæmdir. Síðan 7. bekkur var færður vegna plássleysis úr Laugarnesskóla í Laugalækjarskóla fyrir rúmum tuttugu árum hafa skólastjórnendur endurtekið bent á þörfina á endurbótum og viðgerðum á skólabyggingum. Núna er þolinmæði hverfasamfélagsins á þrotum. Stjórnir foreldrafélaga grunnskólanna við Laugardalinn hafa skrifað opinberlega um afstöðu sína og ítrekað að sviðsmynd 1 verði fyrir valinu, þ.e. að byggt verði nú þegar við alla skólanna í grein sem birtist 1. mars 2022. Eftir 8 ár er spáð að 429 börn í Laugardal hafi ekki rými inn í skólanum sínum Spár um stöðugan vaxandi nemendafjölda í skýrslu samráðshóps skóla- og frístundasviðs um framtíðarskipulag í Laugardalnum segja að eftir 8 ár skorti 429 börnum viðeigandi rými inni í sínum hverfisskóla. Þetta er óafsakanleg staðreynd en réttlætir alls ekki þær gífurlegu hverfislegubreytingar sem sviðmyndir II og III munu hafa í för með sér. Laugarnes- og Langholtshverfi eru rótgróin hverfi þar sem ríkir sátt um hverfa- og skólaskipulagningu. Stjórnir foreldrafélaganna kæra sig ekki um að gjörbreyta hverfaskipulaginu einungis breytinganna vegna, eins og aðrar tillögur en sviðsmynd I gerir ráð fyrir. Í skýrslu sem kom út í september 2022 um mat á kostnaði, áhættu- og styrkleikamati kemur margt fram sem að þegar hafði verið gagnrýnt í sameiginlegri grein stjórnar foreldrafélaganna s.s. að endurbætur á núverandi skólum þurfi að eiga sér stað, að óvissa sé um staðsetningar, hönnun, skipulag og framkvæmdir. Aðrar sviðsmyndir en sviðsmynd I skauta fram hjá dýrmættum gildum hvers skóla s.s sögu, hefðum og öðrum séreinkennum. Hverfin eru ekki samliggjandi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar Því má ekki gleyma að Laugarnes- og Langholtshverfi eru ekki samliggjandi hverfi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar. Fáar lausar lóðir eru á borgarlandi nema í útjöðrum hverfisins og því óhjákvæmilegt að með byggingu unglingaskóla er hverfinu kollvarpað með lengri göngufjarlægðir fyrir hundruði unglinga milli heimilis og skóla. Hætta er á að minni hvati yrði fyrir nemendur að ganga og hjóla og meiri hvati fyrir foreldraskutl. Aukin bílaumferð innan hverfis væri óumflýjanleg af þeim sökum, með tilheyrandi mengun og umferðartöfum. Sviðmyndir II og III ganga því þvert á yfirlýstan vilja Reykjavíkurborgar að grænum lífstíl og hugmyndir um 15 mínútna hverfið. Einungis sviðmynd I tekur tillit til þeirra sátta sem ríkir nú þegar hjá íbúum um hverfaskipulagið, verðmæta sem fólgin er í skólabrag, hefðum, mannauði í hverjum skóla fyrir sig. Fólkið í Laugardalnum er að stórum hluta fjölskyldufólk sem hefur kosið að búa á þeim stað í borginni þar sem ekki er safnskóli á unglingastigi. Þegar hafa heyrst sterk andmæli vegna sviðmynda II og III sem munu valda óafturkræfum breytingum á hverfisskipan skólanna. Skólarnir eru þungamiðja í félagslegu tilliti barnanna og því hafa foreldrar valið heimili sem næst skólanum sem það kýs að senda börnin sín. Áhyggjur af unglingum sem þurfa að ganga í gegnum Laugardalinn í myrkri er skiljanlegur en fá ekki mikið vægi nema í sviðmynd I. Breyting á skólaskipulagi er áhætta sem hefur vakið upp fleiri spurningar en það hefur haldbær rök fyrir. Sviðsmynd I tekur tillit til þeirra sátta og vilja sem ríkir hjá íbúum í hverfinu, þeim dýrmætta arfi sem hver skóli býr yfir í skólabrag, hefðum og mannauði. Stjórnir foreldrafélaganna neita af þeim sökum að taka þátt í tilraunakenndum breytingum í þeim eina tilgangi að búa til skjóta lausn uppsafnaðs vanda. Við viljum heildstæðar lausnir fyrir skólanna þar sem tímasettar áætlanir eru gerðar. Kæru borgarfulltrúar - Við viljum að hverfisskipulagið í Laugarnes- og Langholtshverfi verði hverfisskipulag fyrir fólkið sem þar býr – ekki öfugt! Höfundur er Ingibjörg Vilbergdóttir móðir í Laugarnesi, fulltrúi í skólaráði og stjórn foreldrafélags Laugalækjarskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kæru Borgarfulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. Skýrslur sérfræðinga,umsagnir og skilabréf hafa verið birtar, þar sem allir er sammála að þörf sé á endurbótum og viðbyggingum, og að mikill vandi sé framundan ef ekki verður ráðist strax í framkvæmdir. Síðan 7. bekkur var færður vegna plássleysis úr Laugarnesskóla í Laugalækjarskóla fyrir rúmum tuttugu árum hafa skólastjórnendur endurtekið bent á þörfina á endurbótum og viðgerðum á skólabyggingum. Núna er þolinmæði hverfasamfélagsins á þrotum. Stjórnir foreldrafélaga grunnskólanna við Laugardalinn hafa skrifað opinberlega um afstöðu sína og ítrekað að sviðsmynd 1 verði fyrir valinu, þ.e. að byggt verði nú þegar við alla skólanna í grein sem birtist 1. mars 2022. Eftir 8 ár er spáð að 429 börn í Laugardal hafi ekki rými inn í skólanum sínum Spár um stöðugan vaxandi nemendafjölda í skýrslu samráðshóps skóla- og frístundasviðs um framtíðarskipulag í Laugardalnum segja að eftir 8 ár skorti 429 börnum viðeigandi rými inni í sínum hverfisskóla. Þetta er óafsakanleg staðreynd en réttlætir alls ekki þær gífurlegu hverfislegubreytingar sem sviðmyndir II og III munu hafa í för með sér. Laugarnes- og Langholtshverfi eru rótgróin hverfi þar sem ríkir sátt um hverfa- og skólaskipulagningu. Stjórnir foreldrafélaganna kæra sig ekki um að gjörbreyta hverfaskipulaginu einungis breytinganna vegna, eins og aðrar tillögur en sviðsmynd I gerir ráð fyrir. Í skýrslu sem kom út í september 2022 um mat á kostnaði, áhættu- og styrkleikamati kemur margt fram sem að þegar hafði verið gagnrýnt í sameiginlegri grein stjórnar foreldrafélaganna s.s. að endurbætur á núverandi skólum þurfi að eiga sér stað, að óvissa sé um staðsetningar, hönnun, skipulag og framkvæmdir. Aðrar sviðsmyndir en sviðsmynd I skauta fram hjá dýrmættum gildum hvers skóla s.s sögu, hefðum og öðrum séreinkennum. Hverfin eru ekki samliggjandi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar Því má ekki gleyma að Laugarnes- og Langholtshverfi eru ekki samliggjandi hverfi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar. Fáar lausar lóðir eru á borgarlandi nema í útjöðrum hverfisins og því óhjákvæmilegt að með byggingu unglingaskóla er hverfinu kollvarpað með lengri göngufjarlægðir fyrir hundruði unglinga milli heimilis og skóla. Hætta er á að minni hvati yrði fyrir nemendur að ganga og hjóla og meiri hvati fyrir foreldraskutl. Aukin bílaumferð innan hverfis væri óumflýjanleg af þeim sökum, með tilheyrandi mengun og umferðartöfum. Sviðmyndir II og III ganga því þvert á yfirlýstan vilja Reykjavíkurborgar að grænum lífstíl og hugmyndir um 15 mínútna hverfið. Einungis sviðmynd I tekur tillit til þeirra sátta sem ríkir nú þegar hjá íbúum um hverfaskipulagið, verðmæta sem fólgin er í skólabrag, hefðum, mannauði í hverjum skóla fyrir sig. Fólkið í Laugardalnum er að stórum hluta fjölskyldufólk sem hefur kosið að búa á þeim stað í borginni þar sem ekki er safnskóli á unglingastigi. Þegar hafa heyrst sterk andmæli vegna sviðmynda II og III sem munu valda óafturkræfum breytingum á hverfisskipan skólanna. Skólarnir eru þungamiðja í félagslegu tilliti barnanna og því hafa foreldrar valið heimili sem næst skólanum sem það kýs að senda börnin sín. Áhyggjur af unglingum sem þurfa að ganga í gegnum Laugardalinn í myrkri er skiljanlegur en fá ekki mikið vægi nema í sviðmynd I. Breyting á skólaskipulagi er áhætta sem hefur vakið upp fleiri spurningar en það hefur haldbær rök fyrir. Sviðsmynd I tekur tillit til þeirra sátta og vilja sem ríkir hjá íbúum í hverfinu, þeim dýrmætta arfi sem hver skóli býr yfir í skólabrag, hefðum og mannauði. Stjórnir foreldrafélaganna neita af þeim sökum að taka þátt í tilraunakenndum breytingum í þeim eina tilgangi að búa til skjóta lausn uppsafnaðs vanda. Við viljum heildstæðar lausnir fyrir skólanna þar sem tímasettar áætlanir eru gerðar. Kæru borgarfulltrúar - Við viljum að hverfisskipulagið í Laugarnes- og Langholtshverfi verði hverfisskipulag fyrir fólkið sem þar býr – ekki öfugt! Höfundur er Ingibjörg Vilbergdóttir móðir í Laugarnesi, fulltrúi í skólaráði og stjórn foreldrafélags Laugalækjarskóla
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun