Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2022 19:41 Liz Truss stendur við áform um skattalækkanir og segir menn verða að skoða hvað hefði gerst ef ríkisstjórn hennar hefði setið ágerðarlaus hjá í þeirri niðursveiflu og verðbólgu sem nú ríki í Bretlandi. AP/Toby Melville Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. Englandsbanki greip inn í atburðarrásina í gær með tímabundnum kaupum á miklu magni af ríkisskuldabréfum sem snarféllu í verði í vikunni af ótta við enn frekari vaxtahækkanir. Margir lífeyrissjóðir voru við að fara á hausinn eftir að sumir þeirra fóru að selja ríkisskuldabréf sem leiddi til hálfgerðrar brunaútsölu. Truss segir menn verða að skoða í hvaða stöðu Bretland væri ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið til aðgerða. „Fólk stóð frammi fyrir eldsneytisreikningum, orkureikningum upp á allt að sex þúsund pund. Það voru mjög miklar verðbólguvæntingar og efnahagssamdráttur. Það sem við höfum gert er að grípa til afgerandi aðgerða, í fyrsta lagi til að tryggja að enginn borgi meira en 2.500 pund fyrir dæmigerðan eldsneytisreikning. Þetta tekur gildi á laugardaginn. En við viljum líka létta skattabyrðarnar til að tryggja hagvöxt og hemja verðbólguna,“ sagði forsætisráðherrann í dag. Liz Truss og fjármálaráðherrann Kwasi Kwarteng (t.h. við Truss) mæta miklum andbyr vegna þeirra efnahagsaðgerða sem þau eru nú í forystu fyrir. Aðeins nokkrir dagar eru í fyrsta landsfund Íhaldsflokksins undir þeirra forystu.AP/Jessica Taylor Eftir aðeins nokkrar vikur í embætti forsætisráðherra mætir Truss hálf hölt til landsfundar Íhaldsflokksins sem hefst á þriðjudag í næstu viku. Margir áhrifamenn í flokknum hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að mæta til fundarins. Þá væri það ekki gott veganesti ef Englandsbanki ákvæði fyrir landsfundinn að hækka stýrivexti enn frekar. Þeir eru nú 2,5 prósent en svartsýnustu spár reikna með að þeir fari yfir sex prósent á næsta ári. Það yrðu hæstu vextir í Bretlandi um áratuga skeið. „Þetta eru erfiðir tíma. Við horfumst í augu við alþjóðlega efnahagskreppu sem stríð Putins í Úkraínu hrinti af stað. Við tókum réttilega þá ákvörðun að aðstoða fólk að komast í gegnum erfiðan vetur framundan,“ segir Liz Truss. Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku. 28. september 2022 19:22 Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45 Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Englandsbanki greip inn í atburðarrásina í gær með tímabundnum kaupum á miklu magni af ríkisskuldabréfum sem snarféllu í verði í vikunni af ótta við enn frekari vaxtahækkanir. Margir lífeyrissjóðir voru við að fara á hausinn eftir að sumir þeirra fóru að selja ríkisskuldabréf sem leiddi til hálfgerðrar brunaútsölu. Truss segir menn verða að skoða í hvaða stöðu Bretland væri ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið til aðgerða. „Fólk stóð frammi fyrir eldsneytisreikningum, orkureikningum upp á allt að sex þúsund pund. Það voru mjög miklar verðbólguvæntingar og efnahagssamdráttur. Það sem við höfum gert er að grípa til afgerandi aðgerða, í fyrsta lagi til að tryggja að enginn borgi meira en 2.500 pund fyrir dæmigerðan eldsneytisreikning. Þetta tekur gildi á laugardaginn. En við viljum líka létta skattabyrðarnar til að tryggja hagvöxt og hemja verðbólguna,“ sagði forsætisráðherrann í dag. Liz Truss og fjármálaráðherrann Kwasi Kwarteng (t.h. við Truss) mæta miklum andbyr vegna þeirra efnahagsaðgerða sem þau eru nú í forystu fyrir. Aðeins nokkrir dagar eru í fyrsta landsfund Íhaldsflokksins undir þeirra forystu.AP/Jessica Taylor Eftir aðeins nokkrar vikur í embætti forsætisráðherra mætir Truss hálf hölt til landsfundar Íhaldsflokksins sem hefst á þriðjudag í næstu viku. Margir áhrifamenn í flokknum hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að mæta til fundarins. Þá væri það ekki gott veganesti ef Englandsbanki ákvæði fyrir landsfundinn að hækka stýrivexti enn frekar. Þeir eru nú 2,5 prósent en svartsýnustu spár reikna með að þeir fari yfir sex prósent á næsta ári. Það yrðu hæstu vextir í Bretlandi um áratuga skeið. „Þetta eru erfiðir tíma. Við horfumst í augu við alþjóðlega efnahagskreppu sem stríð Putins í Úkraínu hrinti af stað. Við tókum réttilega þá ákvörðun að aðstoða fólk að komast í gegnum erfiðan vetur framundan,“ segir Liz Truss.
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku. 28. september 2022 19:22 Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45 Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku. 28. september 2022 19:22
Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45
Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18