Illviðrið mögulega ákafara vegna hlýnunar jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2022 12:52 Á Oddeyrinni á Akureyri flæddi sjór yfir götur og inn í hús í lægðinni sem gekk yfir um helgina. Vísir/Tryggvi Páll Mögulegt er að öfgafullt illviðri sem gekk yfir landið um helgina hafi verið ákafara en ella vegna þeirrar hnattrænu hlýnunar sem hefur átt sér stað, að mati veðurfræðings. Leifar af fellibyl sem hafði áhrif á lægðina voru óvenjuöflugar vegna sjávarhlýnunar sem er beintengd hlýnun loftslags. Rafmagnslaust varð frá Blöndu á norðvestanverðu landinu til Hafnar í Hornafirði á Suðausturlandi þegar óvenjukröpp lægð gekk yfir landið á sunnudag. Rauðar og gular viðvaranir voru gefnar út vegna hennar. Tré rifnuðu sums staðar upp með rótum, rúður sprungu og þök rifnuðu af í heilu lagi. Tugir ferðamanna urðu innlyksa á Möðrudalsöræfum og fjöldi bílaleigubíla skemmdist í ofsaveðrinu. Á Akureyri varð sjávarflóð og flæddi yfir götur og inn í hús á Eyrinni. Í pistli á vefsíðunni Bliku veltir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fyrir sér hvort að hnattræn hlýnun hafi valdið veðuröfgunum um helgina. Tengls hlýnunar og vaxandi veðuröfga af ýmsu tagi eru þekkt. Hitabylgjur verða snarpari og tíðari, fellibyljir sæki aukin kraft í hlýrri sjó og aftakaúrkoma tengist auknum raka í lofthjúpnum. Tengsl á milli hvassviðris á norðlægum slóðum og hnattrænnar hlýnunar eru hins vegar meiri óvissu háð. Ekki sé hægt að sjá með óyggjandi hætti neitt sem tengir saman hlýnun við breytta lægðabraut, aukinn styrk lægða eða fleiri djúpar lægðir, sérstaklega að vetrarlagi. „Í sjálfu sér er svo ofboðslega mikill breytileiki frá einum vetri til þess næsta og líka áratugasveifla. Það getur verið, og ekkert ólíklegt, að hlýnunin hafi einhver áhrif en það er þá bara ekki komið fram ennþá út af þessum mikla breytileika,“ segir Einar í samtali við Vísi. Sjórinn tveimur gráðum hlýrri en vanalega Þó að það gæti legið beinast við að ætla að engin tengsl hafi verið á milli óveðursins og hlýnunar af völdum manna segir Einar að við nánari skoðun gæti verið að það hafi verið öflugara vegna hennar. Rekur Einar aðdraganda lægðarinnar í pistli sínum. Fellibylurinn Fíóna, sem olli usla í Karíbahafi í síðustu viku, hafi komið upp að ströndum Nova Scotia á laugardag. Aldrei hefur loftþrýstingur mælst eins lágur í Kanada og þá um helgina, 931 hektópaskal. Fellibylurinn og leifar hans ruddu á undan sér hlýju og röku lofti til norðurs og norðausturs yfir Atlantshafið sem náði til Íslands á laugardag. Hiti mældist þá 24 stig á Dalatang í snarpri vestanátt. Hitabeltisloftið styrkti hæð sem var suður af landinu og jók þannig svonefnda þrýstispennu á milli hennar og lægðarinnar. Auk þess beindi það viðbótarraka í veg fyrir lægðina sem var að myndast norður af landinu. Kraftur Fíónu var óvenjulegur svo norðarlega. Lægðin var ekki farin að missa afl að ráði þegar hún mætti köldu háloftadragi. Ástæðuna segir Einar í pistlinum óvenjuhlýjan sjó. Yfirborðssjór á hafinu úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna hafi verð tveimur stigum heitari í sumar en að meðaltali og stundum enn hlýrri. „Mjög hlýr sjór hefur því verið útbreiddarai og náð norðar en í venjulegu árferði. Þessi sjávarhlýnun er beintengd loftslagshlýnun,“ skrifar Einar. Mögulega ákafara en hefði orðið áður fyrr Niðurstaða Einars er að þó að lægðin sem olli óviðrinu á Íslandi hafi verið tilviljanakenndur viðburður þá kunni hún mögulega að hafa verið dýpri og krappari en hún hefði annars orðið vegna hlýnunar jarðar. Fellibylurinn hafi verið lengur yfir hlýjum sjó og því öflugri en áður. Þess vegna hafi hann rutt meira hitabeltislofti hingað norður eftir en annars hefði verið. „Réttara væri því að segja að öfgafullt illviðri helgarinnar hafi mögulega verið ákafara en hefði orðið hér áður fyrr við svipaða atburðarás vegna hlýnunar jarðar,“ skrifar veðurfræðingurinn. Veður Loftslagsmál Náttúruhamfarir Óveður 25. september 2022 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rafmagnslaust varð frá Blöndu á norðvestanverðu landinu til Hafnar í Hornafirði á Suðausturlandi þegar óvenjukröpp lægð gekk yfir landið á sunnudag. Rauðar og gular viðvaranir voru gefnar út vegna hennar. Tré rifnuðu sums staðar upp með rótum, rúður sprungu og þök rifnuðu af í heilu lagi. Tugir ferðamanna urðu innlyksa á Möðrudalsöræfum og fjöldi bílaleigubíla skemmdist í ofsaveðrinu. Á Akureyri varð sjávarflóð og flæddi yfir götur og inn í hús á Eyrinni. Í pistli á vefsíðunni Bliku veltir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fyrir sér hvort að hnattræn hlýnun hafi valdið veðuröfgunum um helgina. Tengls hlýnunar og vaxandi veðuröfga af ýmsu tagi eru þekkt. Hitabylgjur verða snarpari og tíðari, fellibyljir sæki aukin kraft í hlýrri sjó og aftakaúrkoma tengist auknum raka í lofthjúpnum. Tengsl á milli hvassviðris á norðlægum slóðum og hnattrænnar hlýnunar eru hins vegar meiri óvissu háð. Ekki sé hægt að sjá með óyggjandi hætti neitt sem tengir saman hlýnun við breytta lægðabraut, aukinn styrk lægða eða fleiri djúpar lægðir, sérstaklega að vetrarlagi. „Í sjálfu sér er svo ofboðslega mikill breytileiki frá einum vetri til þess næsta og líka áratugasveifla. Það getur verið, og ekkert ólíklegt, að hlýnunin hafi einhver áhrif en það er þá bara ekki komið fram ennþá út af þessum mikla breytileika,“ segir Einar í samtali við Vísi. Sjórinn tveimur gráðum hlýrri en vanalega Þó að það gæti legið beinast við að ætla að engin tengsl hafi verið á milli óveðursins og hlýnunar af völdum manna segir Einar að við nánari skoðun gæti verið að það hafi verið öflugara vegna hennar. Rekur Einar aðdraganda lægðarinnar í pistli sínum. Fellibylurinn Fíóna, sem olli usla í Karíbahafi í síðustu viku, hafi komið upp að ströndum Nova Scotia á laugardag. Aldrei hefur loftþrýstingur mælst eins lágur í Kanada og þá um helgina, 931 hektópaskal. Fellibylurinn og leifar hans ruddu á undan sér hlýju og röku lofti til norðurs og norðausturs yfir Atlantshafið sem náði til Íslands á laugardag. Hiti mældist þá 24 stig á Dalatang í snarpri vestanátt. Hitabeltisloftið styrkti hæð sem var suður af landinu og jók þannig svonefnda þrýstispennu á milli hennar og lægðarinnar. Auk þess beindi það viðbótarraka í veg fyrir lægðina sem var að myndast norður af landinu. Kraftur Fíónu var óvenjulegur svo norðarlega. Lægðin var ekki farin að missa afl að ráði þegar hún mætti köldu háloftadragi. Ástæðuna segir Einar í pistlinum óvenjuhlýjan sjó. Yfirborðssjór á hafinu úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna hafi verð tveimur stigum heitari í sumar en að meðaltali og stundum enn hlýrri. „Mjög hlýr sjór hefur því verið útbreiddarai og náð norðar en í venjulegu árferði. Þessi sjávarhlýnun er beintengd loftslagshlýnun,“ skrifar Einar. Mögulega ákafara en hefði orðið áður fyrr Niðurstaða Einars er að þó að lægðin sem olli óviðrinu á Íslandi hafi verið tilviljanakenndur viðburður þá kunni hún mögulega að hafa verið dýpri og krappari en hún hefði annars orðið vegna hlýnunar jarðar. Fellibylurinn hafi verið lengur yfir hlýjum sjó og því öflugri en áður. Þess vegna hafi hann rutt meira hitabeltislofti hingað norður eftir en annars hefði verið. „Réttara væri því að segja að öfgafullt illviðri helgarinnar hafi mögulega verið ákafara en hefði orðið hér áður fyrr við svipaða atburðarás vegna hlýnunar jarðar,“ skrifar veðurfræðingurinn.
Veður Loftslagsmál Náttúruhamfarir Óveður 25. september 2022 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira