Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2022 07:32 Þúsundur hafa komið saman á götum Tókýó til að mótmæla hinni opinberu útför. AP Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. Hinn 67 ára Abe far skotinn til bana á kosningafundi í Nara í vesturhluta Japan í júlí síðastliðinn, fáeinum dögum fyrir kosningar í landinu. Sú ákvörðun að hafa opinbera útför fyrir Abe hefur vakið upp miklar deilur í landinu, þar sem slíkar útfarir kosta um það bil jafnvirði um 1,4 milljarða íslenskra króna í Japan. Benda skoðanakannanir til að meirihluti landsmanna sé andvígur þeirri ákvörðun forsætisráðherrans Fumio Kishida að halda opinbera útför fyrir Abe. Áætlað er að útförin kosti 1,4 milljarð króna. Þetta hefur farið illa í marga Japani.AP Áætlað er að um þúsund manns taki beinan þátt við framkvæmd útfararinnar og að um 20 þúsund lögreglumenn séu á svæðinu til að tryggja öryggi. Þá er áætlað að á fimmta þúsund sæki sjálfa athöfnina, auk þess að henni er sjónvarpað. „Þú varst maður sem hefðir átt að lifa mun lengur,“ sagði Kishida við útförina í morgun. Akie Abe, ekkja Shinzo Abe, lútir höfði.AP Mikill fjöldi erlendra leiðtoga, ýmist núverandi eða fyrrverandi, hafa komið til Japans í tilefni af útförinni, meðal annars Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, Anthony Albanese, forstætisráðherra Ástralíu, Han Duck-soo, forsætisráðherra Suður-Kóreu og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Auk þeirra eru Christian Wulff, fyrrverandi Þýskalandsforseti, Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, í hópi gesta. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er í hópi gesta útfararinnar.AP Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í eitt ár frá 2006 til 2007 og svo aftur í átta ár frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af, en hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst. Mikil umræða hefur skapast um tengsl Frjálslynda lýðræðisflokksins, flokks Abe, og Sameiningarkirkjunnar í landinu – kirkju sem Abe var virkur í – í kjölfar dauða forsætisráðherrans fyrrverandi. Morðingi Abe sakaði kirkjuna um að hafa svikið fjölskyldu sína og hirt ævisparnað foreldra sinna, en opinber rannsókn er nú hafin í Japan um tengsl kirkjunnar og flokksins. Japan Morðið á Shinzo Abe Tengdar fréttir Kveikti í sér til að mótmæla ríkisútför Abe Karlmaður á áttræðisaldri kveikti í sér nærri skrifstofu forsætisráðherra Japan til að mótmæla því að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fái ríkisútför. Ríkisútfarir í Japan kosta um það bil 1,4 milljarð íslenskra króna. 21. september 2022 08:07 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Hinn 67 ára Abe far skotinn til bana á kosningafundi í Nara í vesturhluta Japan í júlí síðastliðinn, fáeinum dögum fyrir kosningar í landinu. Sú ákvörðun að hafa opinbera útför fyrir Abe hefur vakið upp miklar deilur í landinu, þar sem slíkar útfarir kosta um það bil jafnvirði um 1,4 milljarða íslenskra króna í Japan. Benda skoðanakannanir til að meirihluti landsmanna sé andvígur þeirri ákvörðun forsætisráðherrans Fumio Kishida að halda opinbera útför fyrir Abe. Áætlað er að útförin kosti 1,4 milljarð króna. Þetta hefur farið illa í marga Japani.AP Áætlað er að um þúsund manns taki beinan þátt við framkvæmd útfararinnar og að um 20 þúsund lögreglumenn séu á svæðinu til að tryggja öryggi. Þá er áætlað að á fimmta þúsund sæki sjálfa athöfnina, auk þess að henni er sjónvarpað. „Þú varst maður sem hefðir átt að lifa mun lengur,“ sagði Kishida við útförina í morgun. Akie Abe, ekkja Shinzo Abe, lútir höfði.AP Mikill fjöldi erlendra leiðtoga, ýmist núverandi eða fyrrverandi, hafa komið til Japans í tilefni af útförinni, meðal annars Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, Anthony Albanese, forstætisráðherra Ástralíu, Han Duck-soo, forsætisráðherra Suður-Kóreu og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Auk þeirra eru Christian Wulff, fyrrverandi Þýskalandsforseti, Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, í hópi gesta. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er í hópi gesta útfararinnar.AP Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í eitt ár frá 2006 til 2007 og svo aftur í átta ár frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af, en hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst. Mikil umræða hefur skapast um tengsl Frjálslynda lýðræðisflokksins, flokks Abe, og Sameiningarkirkjunnar í landinu – kirkju sem Abe var virkur í – í kjölfar dauða forsætisráðherrans fyrrverandi. Morðingi Abe sakaði kirkjuna um að hafa svikið fjölskyldu sína og hirt ævisparnað foreldra sinna, en opinber rannsókn er nú hafin í Japan um tengsl kirkjunnar og flokksins.
Japan Morðið á Shinzo Abe Tengdar fréttir Kveikti í sér til að mótmæla ríkisútför Abe Karlmaður á áttræðisaldri kveikti í sér nærri skrifstofu forsætisráðherra Japan til að mótmæla því að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fái ríkisútför. Ríkisútfarir í Japan kosta um það bil 1,4 milljarð íslenskra króna. 21. september 2022 08:07 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Kveikti í sér til að mótmæla ríkisútför Abe Karlmaður á áttræðisaldri kveikti í sér nærri skrifstofu forsætisráðherra Japan til að mótmæla því að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fái ríkisútför. Ríkisútfarir í Japan kosta um það bil 1,4 milljarð íslenskra króna. 21. september 2022 08:07