Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2022 20:10 Það gekk mikið á, á Akureyri í dag. Vísir/Tryggvi Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag gekk mikill sjór á land á neðsta hluta Oddeyrinnar í dag. Samblanda af öflugri norðanátt og hárri sjávarstöðu gerði það að verkum að sjór átti greiða leið upp á land, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Svæðið þar sem flóðið varð er að mestu iðnaðarsvæði sem hýsir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þegar fréttamaður kíkti á svæðið í dag hitti hann meðal Stefán Þór Guðmundsson í húsnæði Trésmiðjunnar Aspar við Gránufélagsgötu sem var á kafi. Um tuttugu sentimetra vatnslag lá á gólfi trésmiðjunnar. „Það var bara allt fljótandi og rúllandi út um allt. Þetta er held ég allt ónýtt meira og minna,“ sagði Stefán sem ræddi við blaðamann um klukkan eitt í dag. „Þetta er gríðarlegt tjón. Það eru allar vélar og töskur bara á kafi í vatni þegar ég náði í þær fyrir klukkutíma síðan,“ sagði Stefán. Það var allt á floti hjá Stefáni í dag.Vísir/Tryggvi Tjónið er mikið og víða. Á vef Akureyri.net er rætt við Helga Heiðar Jóhannsson, einn af eigandeum Blikk- og tækniþjónustunnar við Kaldbaksgötu. Í viðtalinu kemur fram að líklegt sé að tjónið þar hlaupi á milljónum, ekki tugmilljónum. Bílafloti fyrirtækisins sé mögulega ónýtur, auk þess sem að útlitið sé ekki gott með dýrar vélar. Þá er efni og annað inn í húsinu ótalið. Í viðtalinu kemur fram gagnrýni á viðbrögð Norðurorku, veitufyrirtæki bæjarins, og að viðbrögðin þar á bæ hafi ekki verið nógu snör. Ekkert kerfi hannað til að þola slíkt áhlaup Á vef Norðurorku er farið yfir stöðuna og þar vísað í að rafmagnslaust hafi verið á Akureyri í dag, líkt og stórum hluta landsins, vegna veðursins í dag. [„Þ]ar með varð straumlaust í dreifikerfi Norðurorku á Akureyri. Varaafl fyrirtækisins, þar með talið í fráveitukerfinu, kom inn og hélt þannig uppi lágmarks afköstum þann tíma sem rafmagnslaust var,“ segir á vef fyrirtækisins. Þar er einnig bent á að ekkert fráveitukerfi sé hannað til að þola viðlíka áhlaup og varð í dag. „Eins og áður segir þá starfaði fráveitukerfið á svæðinu eðlilega, miðað við venjubundinn rekstur en ljóst er að aðstæður sem þarna sköpuðust voru mjög óvenjulegar og sem betur fer mjög fátíðar. Ekkert fráveitukerfi er hannað til að ráða við aðstæður sem þessar þegar sjór gengur á land,“ segir enn fremur. Akureyri Veður Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag gekk mikill sjór á land á neðsta hluta Oddeyrinnar í dag. Samblanda af öflugri norðanátt og hárri sjávarstöðu gerði það að verkum að sjór átti greiða leið upp á land, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Svæðið þar sem flóðið varð er að mestu iðnaðarsvæði sem hýsir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þegar fréttamaður kíkti á svæðið í dag hitti hann meðal Stefán Þór Guðmundsson í húsnæði Trésmiðjunnar Aspar við Gránufélagsgötu sem var á kafi. Um tuttugu sentimetra vatnslag lá á gólfi trésmiðjunnar. „Það var bara allt fljótandi og rúllandi út um allt. Þetta er held ég allt ónýtt meira og minna,“ sagði Stefán sem ræddi við blaðamann um klukkan eitt í dag. „Þetta er gríðarlegt tjón. Það eru allar vélar og töskur bara á kafi í vatni þegar ég náði í þær fyrir klukkutíma síðan,“ sagði Stefán. Það var allt á floti hjá Stefáni í dag.Vísir/Tryggvi Tjónið er mikið og víða. Á vef Akureyri.net er rætt við Helga Heiðar Jóhannsson, einn af eigandeum Blikk- og tækniþjónustunnar við Kaldbaksgötu. Í viðtalinu kemur fram að líklegt sé að tjónið þar hlaupi á milljónum, ekki tugmilljónum. Bílafloti fyrirtækisins sé mögulega ónýtur, auk þess sem að útlitið sé ekki gott með dýrar vélar. Þá er efni og annað inn í húsinu ótalið. Í viðtalinu kemur fram gagnrýni á viðbrögð Norðurorku, veitufyrirtæki bæjarins, og að viðbrögðin þar á bæ hafi ekki verið nógu snör. Ekkert kerfi hannað til að þola slíkt áhlaup Á vef Norðurorku er farið yfir stöðuna og þar vísað í að rafmagnslaust hafi verið á Akureyri í dag, líkt og stórum hluta landsins, vegna veðursins í dag. [„Þ]ar með varð straumlaust í dreifikerfi Norðurorku á Akureyri. Varaafl fyrirtækisins, þar með talið í fráveitukerfinu, kom inn og hélt þannig uppi lágmarks afköstum þann tíma sem rafmagnslaust var,“ segir á vef fyrirtækisins. Þar er einnig bent á að ekkert fráveitukerfi sé hannað til að þola viðlíka áhlaup og varð í dag. „Eins og áður segir þá starfaði fráveitukerfið á svæðinu eðlilega, miðað við venjubundinn rekstur en ljóst er að aðstæður sem þarna sköpuðust voru mjög óvenjulegar og sem betur fer mjög fátíðar. Ekkert fráveitukerfi er hannað til að ráða við aðstæður sem þessar þegar sjór gengur á land,“ segir enn fremur.
Akureyri Veður Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28
Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02
Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels