Fyrstu íbúarnir eru að fara að flytja inn í nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2022 13:06 Móberg, nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi er glæsilegt í alla staði með 60 herbergjum. Aðsend Mikil ánægja og tilhlökkun er á Selfossi með opnun nýs hjúkrunarheimilis á staðnum en þar verða sextíu íbúar, 40 af höfuðborgarsvæðinu og tuttugu af Suðurlandi. Fyrstu íbúarnir flytja inn í heimilið 10. október. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið að sér rekstur nýja hjúkrunarheimilisins, sem hefur fengið nafnið Móberg. Gestum og gangandi bauðst að koma og skoða húsnæðið í vikunni og var það samdóma álit fólks að hjúkrunarheimilið væri allt hið glæsilegasta enda allur aðbúnaður þar eins og best verður á kosið. Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Já, nú styttist í þetta, við erum búin að bíða lengi og erum full tilhlökkunar að taka á móti fyrsti íbúunum. Við erum að fara að taka á móti fólki frá höfuðborgarsvæðinu til þess að reyna að létta á pressunni þar. Það eru alls staðar biðlistar, bæði hér og á höfuðborgarsvæðinu og út um allt land,“ segir Díana en um er að ræða tímabundin rými fyrir fólkið af höfuðborgarsvæðinu. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (t.v.), sem tók á móti gestum, sem mættu til að skoða nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja heimilið er byggt í hring þar sem hvert herbergi er um 25 fermetrar að stærð. Fimm deildir verða á heimilinu og verður fyrsta deildin opnuð 10. október þegar fyrstu íbúarnir flytja inn. Risa útigarður er við heimilið. „Við munum opna nokkuð bratt en jú, við byrjum kannski að taka inn eina til tvær deildir og svo bara koll af kolli eins fljótt og við getum,“ segir Díana. Ingunn Guðjónsdóttir (t.v.) og mamma hennar, Rannveig Einarsdóttir voru meðal fjölmargra gesta, sem skoðuð nýja heimilið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er búið að fylla heimilið nú þegar? „Við erum með nóg af fólki, sem er að bíða, já.“ Hvernig gengur að ráða starfsfólk ? „Það gengur nokkuð vel. Við erum langt komin með það, við erum komin með starfsfólk í fjórar einingar af fimm, þannig að þetta gengur,“ segir Díana. Díana segist skynja mikla tilhlökkun í samfélaginu fyrir opnun nýja hjúkrunarheimilisins Móbergs. „Þetta er glæsilegt heimili, algjörlega. Við erum mjög stolt og hlökkum til að taka á móti fyrstu íbúunum,“ sagði Díana. Og þessar tvær systur voru yfir sig hrifnar af nýja heimilinu, Blaka (t.v.) og Stella.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið að sér rekstur nýja hjúkrunarheimilisins, sem hefur fengið nafnið Móberg. Gestum og gangandi bauðst að koma og skoða húsnæðið í vikunni og var það samdóma álit fólks að hjúkrunarheimilið væri allt hið glæsilegasta enda allur aðbúnaður þar eins og best verður á kosið. Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Já, nú styttist í þetta, við erum búin að bíða lengi og erum full tilhlökkunar að taka á móti fyrsti íbúunum. Við erum að fara að taka á móti fólki frá höfuðborgarsvæðinu til þess að reyna að létta á pressunni þar. Það eru alls staðar biðlistar, bæði hér og á höfuðborgarsvæðinu og út um allt land,“ segir Díana en um er að ræða tímabundin rými fyrir fólkið af höfuðborgarsvæðinu. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (t.v.), sem tók á móti gestum, sem mættu til að skoða nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja heimilið er byggt í hring þar sem hvert herbergi er um 25 fermetrar að stærð. Fimm deildir verða á heimilinu og verður fyrsta deildin opnuð 10. október þegar fyrstu íbúarnir flytja inn. Risa útigarður er við heimilið. „Við munum opna nokkuð bratt en jú, við byrjum kannski að taka inn eina til tvær deildir og svo bara koll af kolli eins fljótt og við getum,“ segir Díana. Ingunn Guðjónsdóttir (t.v.) og mamma hennar, Rannveig Einarsdóttir voru meðal fjölmargra gesta, sem skoðuð nýja heimilið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er búið að fylla heimilið nú þegar? „Við erum með nóg af fólki, sem er að bíða, já.“ Hvernig gengur að ráða starfsfólk ? „Það gengur nokkuð vel. Við erum langt komin með það, við erum komin með starfsfólk í fjórar einingar af fimm, þannig að þetta gengur,“ segir Díana. Díana segist skynja mikla tilhlökkun í samfélaginu fyrir opnun nýja hjúkrunarheimilisins Móbergs. „Þetta er glæsilegt heimili, algjörlega. Við erum mjög stolt og hlökkum til að taka á móti fyrstu íbúunum,“ sagði Díana. Og þessar tvær systur voru yfir sig hrifnar af nýja heimilinu, Blaka (t.v.) og Stella.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira