Um 300 hross í Laufskálarétt í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. september 2022 12:05 Mikil og góð stemming er í Laufskálarétt í dag eins og alltaf þegar Skagfirðingar og gestir þeirra koma saman. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um þrjú þúsund manns eru nú í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði en hrossin í réttinni eru þó ekki nema um þrjú hundruð. Dagurinn endar á réttarballi í kvöld. Réttað er nú í stærstu stóðrétt landsins, Laufskálarétt en rekstrarstörf hófumst klukkan hálf tólf og réttirnar sjálfar hefjast klukkan 13:00 . Mikill mannfjöldi er á svæðinu enda stóðréttir alltaf mikill menningarviðburður og skemmtun í leiðinni. Stóðrekstarstjóri er Ólafur Sigurgeirsson á Kálfsstöðum. „Það gekk vel að smala. Við gáðum í dalina síðustu helgi í rjóma blíðu og svo sóttum við hrossin i dalinn og rákum þau til réttar á réttardaginn,“ segir Ólafur. Ólafur segir að það sé fyrst og fremst Kolbeinsdalur, sem sé smalaður og tveir afdalir af honum, eða Heljardalur og Skíðadalur, sem þarf að líta inn í og athuga hvort það standi einhver hross eftir þar. Kolbeinsdalur er um 15 kílómetrar. Ólafur Sigurgeirsson á Kálfsstöðum er alltaf vel ríðandi en hann er stóðrekstrarstjóri í Laufskálarétt.Aðsend En hvernig er ástandið á hrossunum í réttunum eftir sumarið? „Það er nú grasár auðvitað og hross eru feit og kannski of feit, það verður að fara að gá að sér að hross verði ekki of feit.“ Ólafur segir að hrossum sé alltaf að fækka og fækka í réttunum, enda séu þau ekki nema um 300 í ár. Og þessar réttir, þær eru mjög vinsælar? „Já, já, enda reynum við að hafa gaman af hvert öðru hérna, taka lagið og skemmta okkur, þetta er gleðidagur. Það er svona spennandi andrúmsloft þegar margir hestamenn víða að koma saman,“ segir Ólafur enn fremur. Í kvöld er síðan réttarball og gleði langt fram eftir nóttu að hætti Skagfirðinga. Skagafjörður Landbúnaður Hestar Réttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Réttað er nú í stærstu stóðrétt landsins, Laufskálarétt en rekstrarstörf hófumst klukkan hálf tólf og réttirnar sjálfar hefjast klukkan 13:00 . Mikill mannfjöldi er á svæðinu enda stóðréttir alltaf mikill menningarviðburður og skemmtun í leiðinni. Stóðrekstarstjóri er Ólafur Sigurgeirsson á Kálfsstöðum. „Það gekk vel að smala. Við gáðum í dalina síðustu helgi í rjóma blíðu og svo sóttum við hrossin i dalinn og rákum þau til réttar á réttardaginn,“ segir Ólafur. Ólafur segir að það sé fyrst og fremst Kolbeinsdalur, sem sé smalaður og tveir afdalir af honum, eða Heljardalur og Skíðadalur, sem þarf að líta inn í og athuga hvort það standi einhver hross eftir þar. Kolbeinsdalur er um 15 kílómetrar. Ólafur Sigurgeirsson á Kálfsstöðum er alltaf vel ríðandi en hann er stóðrekstrarstjóri í Laufskálarétt.Aðsend En hvernig er ástandið á hrossunum í réttunum eftir sumarið? „Það er nú grasár auðvitað og hross eru feit og kannski of feit, það verður að fara að gá að sér að hross verði ekki of feit.“ Ólafur segir að hrossum sé alltaf að fækka og fækka í réttunum, enda séu þau ekki nema um 300 í ár. Og þessar réttir, þær eru mjög vinsælar? „Já, já, enda reynum við að hafa gaman af hvert öðru hérna, taka lagið og skemmta okkur, þetta er gleðidagur. Það er svona spennandi andrúmsloft þegar margir hestamenn víða að koma saman,“ segir Ólafur enn fremur. Í kvöld er síðan réttarball og gleði langt fram eftir nóttu að hætti Skagfirðinga.
Skagafjörður Landbúnaður Hestar Réttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira