Loka pósthúsunum í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 10:23 Pósthúsið á Kópaskeri hefur verið til húsa við Bakkagötu (niðri til vinstri). Vísir/Vilhelm Pósturinn hyggst loka pósthúsum sínum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri um miðjan janúar á næsta ári. Í svörum frá Póstinum segir að engar uppsagnir séu þó fyrirhugaðar í tengslum við lokanirnar. Frá þessu segir á vef Póstsins þar sem fram kemur að til standi að leggja áherslu á aðrar þjónustulausnir og að áfram verði boðið upp á góða þjónustu. Greint var frá lokununum inni á heimasíðu Póstsins fyrr í mánuðinum en sveitarstjórn Skagastrandar tók á fundi sínum í gær fyrir erindi frá starfsfólki póstafgreiðslunnar á Skagaströnd þar sem lokunni er mótmælt harðlega. Pósturinn á Skagaströnd hefur verið til húsa í Höfða við Hólanesveg.Já.is „Óskað er eftir fundi með sveitarstjórn til þess að fara yfir stöðuna og var sveitarstjórn falið að boða til fundar með aðilum,“ segir í fundargerðinni. Breytingar sem þessar geta reynst erfiðar Á síðu Póstsins segir að starfsemi Póstsins á öllu landinu sé margþætt og að rekstur pósthúsa sé einn þáttur starfseminnar. Pósturinn í Grindavík.Já.is „Á síðustu árum hefur póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum en sem dæmi má nefna að frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 74% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa en notkun annarra þjónustulausna fer sívaxandi.“ Þá segir að á sama tíma skilji fyrirtækið að breytingar líkt og þessar geti reynst erfiðar og þess vegna vilji Pósturinn upplýsa íbúa tímanlega og svara öllum helstu spurningum sem gætu vaknað. Engar uppsagnir Í svari Póstsins við fyrirspurn fréttastofu segir að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar vegna lokana þessara þriggja pósthúsa. „Hér er um að ræða breytingu á þjónustuveitingu og Pósturinn ekki að fara neitt þannig þetta mun aðeins hafa í för með sér breytingu á verkefnum þeirra starfsmanna sem nú vinna fyrir Póstinn á þessum stöðum. Á Kópaskeri er enginn starfsmaður á vegum Póstsins og því engar breytingar þar. Á Skagaströnd er einn starfsmaður á okkar vegum og í Grindavík eru tveir starfsmenn og þeim verður öllum boðið áframhaldandi starf og önnur verkefni í takt við breytta þjónustu,“ segir í svarinu. Pósturinn Skagaströnd Norðurþing Grindavík Tengdar fréttir Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Frá þessu segir á vef Póstsins þar sem fram kemur að til standi að leggja áherslu á aðrar þjónustulausnir og að áfram verði boðið upp á góða þjónustu. Greint var frá lokununum inni á heimasíðu Póstsins fyrr í mánuðinum en sveitarstjórn Skagastrandar tók á fundi sínum í gær fyrir erindi frá starfsfólki póstafgreiðslunnar á Skagaströnd þar sem lokunni er mótmælt harðlega. Pósturinn á Skagaströnd hefur verið til húsa í Höfða við Hólanesveg.Já.is „Óskað er eftir fundi með sveitarstjórn til þess að fara yfir stöðuna og var sveitarstjórn falið að boða til fundar með aðilum,“ segir í fundargerðinni. Breytingar sem þessar geta reynst erfiðar Á síðu Póstsins segir að starfsemi Póstsins á öllu landinu sé margþætt og að rekstur pósthúsa sé einn þáttur starfseminnar. Pósturinn í Grindavík.Já.is „Á síðustu árum hefur póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum en sem dæmi má nefna að frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 74% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa en notkun annarra þjónustulausna fer sívaxandi.“ Þá segir að á sama tíma skilji fyrirtækið að breytingar líkt og þessar geti reynst erfiðar og þess vegna vilji Pósturinn upplýsa íbúa tímanlega og svara öllum helstu spurningum sem gætu vaknað. Engar uppsagnir Í svari Póstsins við fyrirspurn fréttastofu segir að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar vegna lokana þessara þriggja pósthúsa. „Hér er um að ræða breytingu á þjónustuveitingu og Pósturinn ekki að fara neitt þannig þetta mun aðeins hafa í för með sér breytingu á verkefnum þeirra starfsmanna sem nú vinna fyrir Póstinn á þessum stöðum. Á Kópaskeri er enginn starfsmaður á vegum Póstsins og því engar breytingar þar. Á Skagaströnd er einn starfsmaður á okkar vegum og í Grindavík eru tveir starfsmenn og þeim verður öllum boðið áframhaldandi starf og önnur verkefni í takt við breytta þjónustu,“ segir í svarinu.
Pósturinn Skagaströnd Norðurþing Grindavík Tengdar fréttir Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30