„Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 23:39 Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Vísir/Vilhelm Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. Erla Bolladóttir var sakfelld árið 1980 fyrir rangar sakargiftir en endurupptökudómur féllst ekki á það að ný gögn og upplýsingar hefðu komið fram sem hefðu haft veruleg áhrif á málið, þrátt fyrir fullyrðingar Erlu um að hún hafi verið beitt þrýstingi og skýrslu réttarsálfræðinga um að ekkert væri að marka framburð hennar. Lögmaður Erlu segir úrskurðinn hafa komið á óvart í ljósi alls þess sem hafi komið fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. „Þá hefði maður talið að það gæti verið ástæða til að rökstyðja uppá nýtt þennan dóm vegna rangra sakargifta, þegar að stærsti hluti dómsins, við erum búin að komast að þeirri niðurstöðu að hann stenst enga skoðun,“ segir Sigrún Ingibjörg Jónsdóttir, lögmaður Erlu. Úrskurðum endurupptökudóms er ekki hægt að áfrýja og eru þetta þar með endalokin á baráttu Erlu fyrir dómstólum hér á landi. „Ég hafði þá trú að menn ætluðu að vanda sig í dómstólum, en þeir hafa ekki ákveðið að gera það. Það er svo margt sem sýnir augljóslega en samt er þetta ákveðið. Þannig að ég sé einbeittan vilja til að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Erla Bolladóttir. Hún skoðar nú að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Ég myndi vilja sjá bara ríkisstjórnina taka á sig rögg og finna einhverja leið til að ljúka þessu máli,“ segir Erla. Á blaðamannafundi í dag greindi Erla frá því að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún væri því með dauðadóm á bakinu og þráði ekkert heitara en réttlæti. Hún játar því að málið hafi haft alvarleg áhrif á líf hennar. „Hvað sem verður, þannig verður það að vera. Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag en ef ekki þá sitja yngri kynslóðir uppi með þetta,“ segir Erla. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómstólar Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Erla Bolladóttir var sakfelld árið 1980 fyrir rangar sakargiftir en endurupptökudómur féllst ekki á það að ný gögn og upplýsingar hefðu komið fram sem hefðu haft veruleg áhrif á málið, þrátt fyrir fullyrðingar Erlu um að hún hafi verið beitt þrýstingi og skýrslu réttarsálfræðinga um að ekkert væri að marka framburð hennar. Lögmaður Erlu segir úrskurðinn hafa komið á óvart í ljósi alls þess sem hafi komið fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. „Þá hefði maður talið að það gæti verið ástæða til að rökstyðja uppá nýtt þennan dóm vegna rangra sakargifta, þegar að stærsti hluti dómsins, við erum búin að komast að þeirri niðurstöðu að hann stenst enga skoðun,“ segir Sigrún Ingibjörg Jónsdóttir, lögmaður Erlu. Úrskurðum endurupptökudóms er ekki hægt að áfrýja og eru þetta þar með endalokin á baráttu Erlu fyrir dómstólum hér á landi. „Ég hafði þá trú að menn ætluðu að vanda sig í dómstólum, en þeir hafa ekki ákveðið að gera það. Það er svo margt sem sýnir augljóslega en samt er þetta ákveðið. Þannig að ég sé einbeittan vilja til að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Erla Bolladóttir. Hún skoðar nú að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Ég myndi vilja sjá bara ríkisstjórnina taka á sig rögg og finna einhverja leið til að ljúka þessu máli,“ segir Erla. Á blaðamannafundi í dag greindi Erla frá því að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún væri því með dauðadóm á bakinu og þráði ekkert heitara en réttlæti. Hún játar því að málið hafi haft alvarleg áhrif á líf hennar. „Hvað sem verður, þannig verður það að vera. Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag en ef ekki þá sitja yngri kynslóðir uppi með þetta,“ segir Erla.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómstólar Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27
Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33