Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 20:26 Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, segir niðurstöðurnar að vissu leyti koma á óvart. Vísir/Egill Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. Síðastliðin tíu ár hefur tíðni krabbameina verið meiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og höfðu íbúar margir hverjir áhyggjur af því að hún skýrðist af mengun í vatnsbólum í tengslum við herstöðina á tímum Varnarliðsins. Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, bendir á að árið 1988 hafi sýni verið tekin úr vatnsbólunum sex sem voru í notkun í Keflavík og Njarðvík og mengun fundist í einu þeirra. Árið 1991 hafi þeim öllum verið lokað og nú vatnsból tekin í notkun. „Við tókum niðurstöðurnar um mengunina, það var reyndar bara yfir viðmiðunarmörkum í einu af þessum sex vatnsbólum, og út frá því gátum við áætlað að þetta efni, Trichloroethene, eykur áhættuna á nýrnakrabbameini ákveðið mikið og það er hægt að áætla hversu stóran hluta það skýrir af krabbameinum sem hafa greinst í nýrum þarna á þessum árum,“ segir Laufey. Mengunin var aðeins yfir viðmiðunarmörkum í einu vatnsbóli. Í heildina hafi það aðeins verið skýring á fjórum krabbameinstilvikum á tímabilinu 1955 til 2010, sem sé ekki mikið í samanburði við önnur tilvik og í raun minna en rannsakendur héldu í upphafi. Þá hafi vatnsbólin verið tekin úr notkun áður en hækkunarinnar varð vart og ólíklegt að fleiri slík tilfelli muni koma upp. Þegar aðrir þekktir og krabbameinsvaldar sem tengjast lífsstíl voru skoðaðir, það eru reykingar, offita eða ofþyngd, og áfengisneyslu, hafi tilvikin verið mun fleiri á síðustu tíu árum. „Í Reykjanesbæ þá skýra þessi atriði 198 tilfelli bara á síðustu árum, þannig það er sennilega það sem skýrir þetta aukna nýgengi,“ segir Laufey en reykingar og ofþyngd eða offita voru algengari í Reykjanesbæ á rannsóknartímabilinu miðað við aðra staði á landinu. Langflest tilfelli mátti rekja til reykinga, alls 140 af 721 greindum krabbameinum í Reykjanesbæ frá árinu 2010, eða nítján prósent. Til samanburðar var hlutfallið sextán prósent á höfuðborgarsvæðinu og fimmtán prósent annars staðar á landinu. Alls mátti rekja 28 prósent krabbameina í Reykjanesbæ til lífstílstengdra þátta en aðeins 22 prósent annars staðar á landinu. Í lokaorðum rannsóknarinnar segir að dregið hafi þó úr reykingum almennt síðustu fjörutíu til fimmtíu ár, sem hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda krabbameina. Aftur á móti sé í gangi óheillaþróun varðandi aukningu á ofþyngd eða offitu sem snúa þurfi við. „Þetta eru þættir sem að þarf náttúrulega bara að gera eitthvað í, þarna er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr mjög mörgum krabbameinstilfellum, bæði þarna og annars staðar á landinu reyndar,“ segir Laufey. Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Síðastliðin tíu ár hefur tíðni krabbameina verið meiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og höfðu íbúar margir hverjir áhyggjur af því að hún skýrðist af mengun í vatnsbólum í tengslum við herstöðina á tímum Varnarliðsins. Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, bendir á að árið 1988 hafi sýni verið tekin úr vatnsbólunum sex sem voru í notkun í Keflavík og Njarðvík og mengun fundist í einu þeirra. Árið 1991 hafi þeim öllum verið lokað og nú vatnsból tekin í notkun. „Við tókum niðurstöðurnar um mengunina, það var reyndar bara yfir viðmiðunarmörkum í einu af þessum sex vatnsbólum, og út frá því gátum við áætlað að þetta efni, Trichloroethene, eykur áhættuna á nýrnakrabbameini ákveðið mikið og það er hægt að áætla hversu stóran hluta það skýrir af krabbameinum sem hafa greinst í nýrum þarna á þessum árum,“ segir Laufey. Mengunin var aðeins yfir viðmiðunarmörkum í einu vatnsbóli. Í heildina hafi það aðeins verið skýring á fjórum krabbameinstilvikum á tímabilinu 1955 til 2010, sem sé ekki mikið í samanburði við önnur tilvik og í raun minna en rannsakendur héldu í upphafi. Þá hafi vatnsbólin verið tekin úr notkun áður en hækkunarinnar varð vart og ólíklegt að fleiri slík tilfelli muni koma upp. Þegar aðrir þekktir og krabbameinsvaldar sem tengjast lífsstíl voru skoðaðir, það eru reykingar, offita eða ofþyngd, og áfengisneyslu, hafi tilvikin verið mun fleiri á síðustu tíu árum. „Í Reykjanesbæ þá skýra þessi atriði 198 tilfelli bara á síðustu árum, þannig það er sennilega það sem skýrir þetta aukna nýgengi,“ segir Laufey en reykingar og ofþyngd eða offita voru algengari í Reykjanesbæ á rannsóknartímabilinu miðað við aðra staði á landinu. Langflest tilfelli mátti rekja til reykinga, alls 140 af 721 greindum krabbameinum í Reykjanesbæ frá árinu 2010, eða nítján prósent. Til samanburðar var hlutfallið sextán prósent á höfuðborgarsvæðinu og fimmtán prósent annars staðar á landinu. Alls mátti rekja 28 prósent krabbameina í Reykjanesbæ til lífstílstengdra þátta en aðeins 22 prósent annars staðar á landinu. Í lokaorðum rannsóknarinnar segir að dregið hafi þó úr reykingum almennt síðustu fjörutíu til fimmtíu ár, sem hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda krabbameina. Aftur á móti sé í gangi óheillaþróun varðandi aukningu á ofþyngd eða offitu sem snúa þurfi við. „Þetta eru þættir sem að þarf náttúrulega bara að gera eitthvað í, þarna er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr mjög mörgum krabbameinstilfellum, bæði þarna og annars staðar á landinu reyndar,“ segir Laufey.
Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira