„Einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 10:00 Ýmir Örn Gíslason, Janus Daði Smárason, Elvar Örn Jónsson og Kristján Örn Kristjánsson glaðbeittir eftir sigur Íslands gegn Hollandi á EM í janúar. Getty/Sanjin Strukic Það að vera besta hægri skytta frönsku 1. deildarinnar í handbolta, sennilega næstbestu deildar heims, ætti að geta verið nóg til að spila mikið fyrir íslenska landsliðið. Þannig er það þó ekki hjá Kristjáni Erni Kristjánssyni. Samkeppnin um stöðu örvhentrar skyttu í íslenska landsliðinu er rosaleg en sá sem hefur haft þar vinninginn síðustu misseri er Ómar Ingi Magnússon. Ómar, íþróttamaður ársins 2021, varð markakóngur EM í janúar síðastliðnum og svo valinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í vor þar sem hann varð jafnframt næstmarkahæstur. Segja má að Ómar sé stærsta ástæða þess að Kristján Örn hefur ekki verið sérlega áberandi með íslenska landsliðinu en sjálfur fagnar Kristján því að samkeppnin um skyttustöðuna sé svona mikil. „Einmitt þegar ég var valinn besta hægri skyttan í frönsku deildinni þá var Ómar valinn bestur allra í þýsku deildinni. Maður er einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni,“ segir Kristján léttur í bragði í samtali við Vísi. „Við erum búnir að fara saman upp öll yngri landsliðin,“ bætir hann við. „Vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja“ Ekki er nóg með að Kristján keppi við besta leikmann bestu landsdeildar heims um stöðu í íslenska landsliðinu heldur getur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari einnig notað menn á borð við Teit Örn Einarsson, leikmann Flensburg, og Viggó Kristjánsson úr Leipzig. Guðmundur Guðmunddsson og þrjár af örvhentu skyttunum sem hann getur valið úr fyrir landsleiki; Viggó, Kristján og Ómar Ingi í baksýn.Getty/Sanjin Strukic „Það er auðvitað bara frábært að við séum með svona margar góðar hægri skyttur. Þetta eru ég, Ómar, Viggó og Teitur kannski aðallega núna. Það er alltaf gaman að hafa marga til að velja úr og ég vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja fyrir hvert verkefni, því við erum allir helvíti fínir í okkar vinnu,“ segir Kristján. „Ég held að við höfum aldrei verið með svona marga á hæsta stigi í sömu stöðu í landsliðinu. Óli Stef talaði um það að þegar þeir hefðu verið að vinna silfrið á Ólympíuleikunum þá hefðu þeir verið 8-9 góðir leikmenn sem spiluðu mest, en núna erum við með nokkuð traustan hóp eins og sást á EM þar sem aðrir gátu stigið upp og unnið Frakka jafnvel þó að 5-6 leikmenn dyttu út vegna Covid,“ bendir Kristján á. Næsta stórmót íslenska landsliðsins er heimsmeistaramótið í janúar, þar sem Ísland leikur í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu. Riðillinn er spilaður í Kristianstad í Svíþjóð. Handbolti Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Samkeppnin um stöðu örvhentrar skyttu í íslenska landsliðinu er rosaleg en sá sem hefur haft þar vinninginn síðustu misseri er Ómar Ingi Magnússon. Ómar, íþróttamaður ársins 2021, varð markakóngur EM í janúar síðastliðnum og svo valinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í vor þar sem hann varð jafnframt næstmarkahæstur. Segja má að Ómar sé stærsta ástæða þess að Kristján Örn hefur ekki verið sérlega áberandi með íslenska landsliðinu en sjálfur fagnar Kristján því að samkeppnin um skyttustöðuna sé svona mikil. „Einmitt þegar ég var valinn besta hægri skyttan í frönsku deildinni þá var Ómar valinn bestur allra í þýsku deildinni. Maður er einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni,“ segir Kristján léttur í bragði í samtali við Vísi. „Við erum búnir að fara saman upp öll yngri landsliðin,“ bætir hann við. „Vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja“ Ekki er nóg með að Kristján keppi við besta leikmann bestu landsdeildar heims um stöðu í íslenska landsliðinu heldur getur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari einnig notað menn á borð við Teit Örn Einarsson, leikmann Flensburg, og Viggó Kristjánsson úr Leipzig. Guðmundur Guðmunddsson og þrjár af örvhentu skyttunum sem hann getur valið úr fyrir landsleiki; Viggó, Kristján og Ómar Ingi í baksýn.Getty/Sanjin Strukic „Það er auðvitað bara frábært að við séum með svona margar góðar hægri skyttur. Þetta eru ég, Ómar, Viggó og Teitur kannski aðallega núna. Það er alltaf gaman að hafa marga til að velja úr og ég vorkenni Gumma mjög mikið að þurfa að velja fyrir hvert verkefni, því við erum allir helvíti fínir í okkar vinnu,“ segir Kristján. „Ég held að við höfum aldrei verið með svona marga á hæsta stigi í sömu stöðu í landsliðinu. Óli Stef talaði um það að þegar þeir hefðu verið að vinna silfrið á Ólympíuleikunum þá hefðu þeir verið 8-9 góðir leikmenn sem spiluðu mest, en núna erum við með nokkuð traustan hóp eins og sást á EM þar sem aðrir gátu stigið upp og unnið Frakka jafnvel þó að 5-6 leikmenn dyttu út vegna Covid,“ bendir Kristján á. Næsta stórmót íslenska landsliðsins er heimsmeistaramótið í janúar, þar sem Ísland leikur í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu. Riðillinn er spilaður í Kristianstad í Svíþjóð.
Handbolti Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira