Sjálfbærni felur í sér ótal tækifæri Sara Pálsdóttir skrifar 21. september 2022 09:01 Sjálfbærni, og þá ekki síst loftslagsmál og samfélagsleg málefni, verður meðal aðalviðfangsefna okkar næstu áratugina. Samfélög gera sífellt ríkari kröfur á að fyrirtæki sýni samfélagslegan ávinning af starfsemi sinni, ekki síður en fjárhagslegan. Í því samhengi er mikilvægt að við lítum ekki á sjálfbærnimál sem fjötur um fót heldur horfum á tækifærin sem fylgja þeim og hvernig við náum sem bestum árangri í breyttu umhverfi. Landsbankinn stendur nú í vikunni fyrir sínum fyrsta sjálfbærnidegi. Við höfum fengið fjölda fólks að borðinu og aðalræðumaður dagsins er Tjeerd Krumpelman. Hann er alþjóðasviðstjóri í sjálfbærni hjá ABN AMRO banka sem náð hefur aðdáunarverðum árangri í að samþætta sjálfbærni allri sinni kjarnastarfsemi og vinna að sameiginlegum ávinningi bankans, viðskiptavina og umheimsins. Betri árangur í rekstri með sjálfbærni Meginviðfangsefni sjálfbærnidagsins í ár er einmitt hvernig hægt er að ná betri árangri í fjárfestingum og rekstri fyrirtækja með sjálfbærri hugsun. Það felast nefnilega ótal tækifæri í sjálfbærni og margt sem bendir til þess að þau fyrirtæki sem tileinka sér sjálfbærni og samþætta hana kjarnastarfsemi sinni skili til lengdar betri árangri. Þetta getur t.d. falist í auknu trausti og minni orðsporsáhættu, en ekki síst og í síauknum mæli betra aðgengi að fjármögnun. Fyrir fyrirtæki eins og Landsbankann blasir það við að velgengni hans byggir á velgengni samfélagsins sem hann starfar í. Sjálfbærni er því aðeins eðlilegur hluti af því að bankinn geti unnið að ávinningi fyrir eigendur sína, viðskiptavini og samfélagið um langa framtíð. Svo þetta geti gerst þurfum við að tengja sjálfbærni inn í allt sem við gerum og auka tengsl starfsfólks, viðskiptavina og almennings. Ef við höfum sama skilning á vegferðinni og vinnum að sama markmiði aukast möguleikar okkar á að ná því til muna. Þetta er einmitt eitt af hlutverkum Samfélagsins, nýs sviðs hjá Landsbankanum sem ég hef verið fengin til að leiða. Þar vinnum við að því að skapa og efla jákvæð tengsl bankans við viðskiptavini og starfsfólk. Sjálfbærnimerki Landsbankans, sem veitt er fyrirtækjum sem standast kröfur um sjálfbær verkefni, og sjálfbærnistyrkir til metnaðarfullra frumkvöðlaverkefna á sviði sjálfbærni eru dæmi um hvernig við hvetjum samstarfsaðila okkar til góðra verka og löðum fram hugmyndir. Það býr mikill kraftur í því að efla samtal og skapa fleiri tengingar milli ólíkra hópa. Markmiðið með sjálfbærnideginum er einmitt að stuðla að slíku samtali, hittast og heyra skoðanir. Hjálpum viðskiptavinum okkar að standast kröfur samtímans Hluti af því að viðhalda góðum tengslum bankans við viðskiptavini okkar og samfélag út um allt land er að miðla upplýsingum og aðstoða viðskiptavini okkar við að búa sig undir framtíðina. Við hjálpum viðskiptavinum okkar auðvitað að standast kröfur samtímans, sjá tækifærin og gerum þeim kleift að grípa þau. Sjálfbærniþættir hafa í för með sér mikil tækifæri, en munu sömuleiðis í síauknum mæli fela í sér nýjar reglur, kvaðir og ramma fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Okkar hlutverk er þá að vera til staðar og aðstoða viðskiptavini okkar, m.a. með því að bjóða leiðir og þjónustu sem hjálpa þeim að taka næstu skref inn í bjartari framtíð. Sjálfbærni og samfélagsleg málefni eru þannig ekki kvíðaefni, ógn eða óviðkomandi daglegum rekstri, heldur einmitt þættir sem eru nátengdir daglegri starfsemi. Þegar við tölum um samfélag erum við í raun að tala um viðskiptavini, eigendur og starfsumhverfið okkar. Þegar við tölum um sjálfbærni erum við að tala um að starfsemi okkar sé í jafnvægi og að við getum tryggt aðgengi að auðlindum og samfélagslegum gæðum um langa framtíð. Verkefni okkar á næstunni eru því að halda áfram að leiða saman fólk, fá nýjar hugmyndir, fræðast og læra um það hvernig nýr veruleiki getur orðið jákvætt skref í átt að aukinni velgengni. Nánari upplýsingar um sjálfbærnidag Landsbankans, dagskrá og tengil á streymi er að finna á landsbankinn.is. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfbærni, og þá ekki síst loftslagsmál og samfélagsleg málefni, verður meðal aðalviðfangsefna okkar næstu áratugina. Samfélög gera sífellt ríkari kröfur á að fyrirtæki sýni samfélagslegan ávinning af starfsemi sinni, ekki síður en fjárhagslegan. Í því samhengi er mikilvægt að við lítum ekki á sjálfbærnimál sem fjötur um fót heldur horfum á tækifærin sem fylgja þeim og hvernig við náum sem bestum árangri í breyttu umhverfi. Landsbankinn stendur nú í vikunni fyrir sínum fyrsta sjálfbærnidegi. Við höfum fengið fjölda fólks að borðinu og aðalræðumaður dagsins er Tjeerd Krumpelman. Hann er alþjóðasviðstjóri í sjálfbærni hjá ABN AMRO banka sem náð hefur aðdáunarverðum árangri í að samþætta sjálfbærni allri sinni kjarnastarfsemi og vinna að sameiginlegum ávinningi bankans, viðskiptavina og umheimsins. Betri árangur í rekstri með sjálfbærni Meginviðfangsefni sjálfbærnidagsins í ár er einmitt hvernig hægt er að ná betri árangri í fjárfestingum og rekstri fyrirtækja með sjálfbærri hugsun. Það felast nefnilega ótal tækifæri í sjálfbærni og margt sem bendir til þess að þau fyrirtæki sem tileinka sér sjálfbærni og samþætta hana kjarnastarfsemi sinni skili til lengdar betri árangri. Þetta getur t.d. falist í auknu trausti og minni orðsporsáhættu, en ekki síst og í síauknum mæli betra aðgengi að fjármögnun. Fyrir fyrirtæki eins og Landsbankann blasir það við að velgengni hans byggir á velgengni samfélagsins sem hann starfar í. Sjálfbærni er því aðeins eðlilegur hluti af því að bankinn geti unnið að ávinningi fyrir eigendur sína, viðskiptavini og samfélagið um langa framtíð. Svo þetta geti gerst þurfum við að tengja sjálfbærni inn í allt sem við gerum og auka tengsl starfsfólks, viðskiptavina og almennings. Ef við höfum sama skilning á vegferðinni og vinnum að sama markmiði aukast möguleikar okkar á að ná því til muna. Þetta er einmitt eitt af hlutverkum Samfélagsins, nýs sviðs hjá Landsbankanum sem ég hef verið fengin til að leiða. Þar vinnum við að því að skapa og efla jákvæð tengsl bankans við viðskiptavini og starfsfólk. Sjálfbærnimerki Landsbankans, sem veitt er fyrirtækjum sem standast kröfur um sjálfbær verkefni, og sjálfbærnistyrkir til metnaðarfullra frumkvöðlaverkefna á sviði sjálfbærni eru dæmi um hvernig við hvetjum samstarfsaðila okkar til góðra verka og löðum fram hugmyndir. Það býr mikill kraftur í því að efla samtal og skapa fleiri tengingar milli ólíkra hópa. Markmiðið með sjálfbærnideginum er einmitt að stuðla að slíku samtali, hittast og heyra skoðanir. Hjálpum viðskiptavinum okkar að standast kröfur samtímans Hluti af því að viðhalda góðum tengslum bankans við viðskiptavini okkar og samfélag út um allt land er að miðla upplýsingum og aðstoða viðskiptavini okkar við að búa sig undir framtíðina. Við hjálpum viðskiptavinum okkar auðvitað að standast kröfur samtímans, sjá tækifærin og gerum þeim kleift að grípa þau. Sjálfbærniþættir hafa í för með sér mikil tækifæri, en munu sömuleiðis í síauknum mæli fela í sér nýjar reglur, kvaðir og ramma fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Okkar hlutverk er þá að vera til staðar og aðstoða viðskiptavini okkar, m.a. með því að bjóða leiðir og þjónustu sem hjálpa þeim að taka næstu skref inn í bjartari framtíð. Sjálfbærni og samfélagsleg málefni eru þannig ekki kvíðaefni, ógn eða óviðkomandi daglegum rekstri, heldur einmitt þættir sem eru nátengdir daglegri starfsemi. Þegar við tölum um samfélag erum við í raun að tala um viðskiptavini, eigendur og starfsumhverfið okkar. Þegar við tölum um sjálfbærni erum við að tala um að starfsemi okkar sé í jafnvægi og að við getum tryggt aðgengi að auðlindum og samfélagslegum gæðum um langa framtíð. Verkefni okkar á næstunni eru því að halda áfram að leiða saman fólk, fá nýjar hugmyndir, fræðast og læra um það hvernig nýr veruleiki getur orðið jákvætt skref í átt að aukinni velgengni. Nánari upplýsingar um sjálfbærnidag Landsbankans, dagskrá og tengil á streymi er að finna á landsbankinn.is. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun