Krakkarnir segi hinum fullorðnu hvað þeir vilji lesa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2022 11:53 Gunnar Helgason rithöfundur vonast til þess að sjá aðra rithöfunda og útgefendu á Fundi fólksins þar sem krakkar á aldrinum 9-12 ára ætla að segja fullorðnum hvað þau vilji lesa í raun og veru. Forlagið Samtal, lýðræði og opin skoðanaskipti verða í aðalhlutverki á Fundi fólksins sem stendur yfir í dag og á morgun. Nú í hádeginu ætla krakkarnir sjálfir að segja hinum fullorðnu hvað þeir vilja lesa og af hverju áhuginn virðist dvína á unglingastigi. Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er formlega sett, og nú í sjöunda skiptið. Viðburðadagskrá er í Norræna húsinu og Grósku en fundurinn stendur yfir í dag og á morgun. Tilgangur hans er að skapa vettvang þar sem boðið er til samtals á milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagsamtaka. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi en Pála Hallgrímsdóttir, einn af skipuleggjendum, segir að það sé líka mikilvægt að mæta og láta til sín taka í samfélagsumræðunni. „Með viðveru og spjalli við aðra á svæðinu. Þarna verða stjórnmálamenn sem oft getur verið erfitt að nálgast ella.“ Fundinum lýkur svo á morgun með stæl en Bergið headspace stendur fyrir lokatónleikum Fundar fólksins þar sem Stjórnin og Birnir ætla að troða upp. „Það ætla að labba frá Berginu og vera með skrúðgöngu. Vonandi munu mörg hundruð ungmenni ganga frá berginu og upp í Norræna húsið og enda á tónleikum,“ segir Pála Hallgrímsdóttir. Læsi barna verður í brennidepli nú í upphafi hátíðarinnar. Rithöfundurinn Gunnar Helgason mun stýra pallborðsumræðum með krökkum á aldrinum 9-12 ára. Þeir eru nær óteljandi, fréttatímarnir, þar sem fullorðnir láta í ljós áhyggjur sínar af læsi barna en kannski að krakkarnir sjálfir séu með lausnirnar? „Krakkarnir sjálfir ætla að segja okkur hvað þau vilja lesa og vonandi segja þau okkur hvers vegna þau hætta síðan að lesa. Þetta er lítið skref í átt að því að finna lausn og að láta þau lesa lengur í lífinu en svona um 12 ára aldurinn þá er hætta á að Tik Tok taki yfir og ýmisleg önnur afþreying.“ Það stóð ekki á svörum hjá krökkunum þegar Gunnar Helgason spurði hvað þeir vildu helst lesa.Skáskot, fundur fólksins En þegar krakkarnir tala þá er líka mikilvægt að hin fullorðnu hlusti. „Ég vonast til þess að það verði þarna svolítið af rithöfundum og útgefendum sem heyri hvað krakkarnir hafa fram að færa,“ segir Gunnar Helgason, vongóður. Fundur fólksins Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum. 16. september 2022 10:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er formlega sett, og nú í sjöunda skiptið. Viðburðadagskrá er í Norræna húsinu og Grósku en fundurinn stendur yfir í dag og á morgun. Tilgangur hans er að skapa vettvang þar sem boðið er til samtals á milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagsamtaka. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi en Pála Hallgrímsdóttir, einn af skipuleggjendum, segir að það sé líka mikilvægt að mæta og láta til sín taka í samfélagsumræðunni. „Með viðveru og spjalli við aðra á svæðinu. Þarna verða stjórnmálamenn sem oft getur verið erfitt að nálgast ella.“ Fundinum lýkur svo á morgun með stæl en Bergið headspace stendur fyrir lokatónleikum Fundar fólksins þar sem Stjórnin og Birnir ætla að troða upp. „Það ætla að labba frá Berginu og vera með skrúðgöngu. Vonandi munu mörg hundruð ungmenni ganga frá berginu og upp í Norræna húsið og enda á tónleikum,“ segir Pála Hallgrímsdóttir. Læsi barna verður í brennidepli nú í upphafi hátíðarinnar. Rithöfundurinn Gunnar Helgason mun stýra pallborðsumræðum með krökkum á aldrinum 9-12 ára. Þeir eru nær óteljandi, fréttatímarnir, þar sem fullorðnir láta í ljós áhyggjur sínar af læsi barna en kannski að krakkarnir sjálfir séu með lausnirnar? „Krakkarnir sjálfir ætla að segja okkur hvað þau vilja lesa og vonandi segja þau okkur hvers vegna þau hætta síðan að lesa. Þetta er lítið skref í átt að því að finna lausn og að láta þau lesa lengur í lífinu en svona um 12 ára aldurinn þá er hætta á að Tik Tok taki yfir og ýmisleg önnur afþreying.“ Það stóð ekki á svörum hjá krökkunum þegar Gunnar Helgason spurði hvað þeir vildu helst lesa.Skáskot, fundur fólksins En þegar krakkarnir tala þá er líka mikilvægt að hin fullorðnu hlusti. „Ég vonast til þess að það verði þarna svolítið af rithöfundum og útgefendum sem heyri hvað krakkarnir hafa fram að færa,“ segir Gunnar Helgason, vongóður.
Fundur fólksins Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum. 16. september 2022 10:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum. 16. september 2022 10:00