Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2022 14:04 Sunna Dóra Möller segir biskup hafa tekið vel á málinu. Digraneskirkja Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. Teymi þjóðkirkjunnar sem rannsakaði málið mat það svo að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, hefði tvisvar orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum hefði hann orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Gunnar hefur nú látið af störfum við við Digranes- og Hjallaprestakall og áformað er að veita honum skriflega áminningu. Alls hafi hann tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn reglum þjóðkirkjunnar. Skýrslan tekur á málum sex kvenna sem sökuðu Gunnar um kynferðislega áreitni og einelti. Einn þeirra er Sunna Dóra Möller prestur í Hjallakirkju. Hún fagnar niðurstöðu teymis þjóðkirkjunnar. „Í fyrsta lagi er það léttir að það sé komin niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli. Mér finnst niðurstaðan mjög skýr og afgerandi. Mér fannst biskup Íslands sýna hugrekki í yfirlýsingu sinni í gær.“ Þar vísar Sunna til síðustu setninganna í tilkynningu þjóðkirkjunnar í gær, sem er eftirfarandi: „Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað. Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum.“ „Sumir voru farnir að hugsa sér annan starfsvettvang. Það er svo algengt í svona þolendamálum almennt, þar sem vinnuumhverfi er ekki heilbrigt, að þolendur líta í eigin barm og skoða: Er eitthvað að hjá mér? Jú það er ákveðinn sigur að fá þetta staðfest á blaði, þetta átti sér stað. Ég myndi segja að það væri sigur.“ Ekki hefur náðst í séra Gunnar vegna málsins. Þjóðkirkjan Kópavogur Kynferðisofbeldi Átök í Digraneskirkju Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Teymi þjóðkirkjunnar sem rannsakaði málið mat það svo að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, hefði tvisvar orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum hefði hann orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Gunnar hefur nú látið af störfum við við Digranes- og Hjallaprestakall og áformað er að veita honum skriflega áminningu. Alls hafi hann tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn reglum þjóðkirkjunnar. Skýrslan tekur á málum sex kvenna sem sökuðu Gunnar um kynferðislega áreitni og einelti. Einn þeirra er Sunna Dóra Möller prestur í Hjallakirkju. Hún fagnar niðurstöðu teymis þjóðkirkjunnar. „Í fyrsta lagi er það léttir að það sé komin niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli. Mér finnst niðurstaðan mjög skýr og afgerandi. Mér fannst biskup Íslands sýna hugrekki í yfirlýsingu sinni í gær.“ Þar vísar Sunna til síðustu setninganna í tilkynningu þjóðkirkjunnar í gær, sem er eftirfarandi: „Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað. Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum.“ „Sumir voru farnir að hugsa sér annan starfsvettvang. Það er svo algengt í svona þolendamálum almennt, þar sem vinnuumhverfi er ekki heilbrigt, að þolendur líta í eigin barm og skoða: Er eitthvað að hjá mér? Jú það er ákveðinn sigur að fá þetta staðfest á blaði, þetta átti sér stað. Ég myndi segja að það væri sigur.“ Ekki hefur náðst í séra Gunnar vegna málsins.
Þjóðkirkjan Kópavogur Kynferðisofbeldi Átök í Digraneskirkju Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira