„Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi“ Snorri Másson skrifar 15. september 2022 09:00 Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir of langt gengið í aukinni skattlagningu með nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Svo langt gengið raunar, að óhætt væri fyrir sósíalista að segja þetta gott, enda erindið þrotið. Gunnar Smári Egilsson gefur lítið fyrir þetta og segir nú lag að hækka bankaskatt og sækja gróðann sem þar hafi myndast. Farið var sviðið á nýjum þingvetri í Íslandi í dag í gær og einnig fjallað um margt annað en hér er vísað til. Umræður Sigríðar og Gunnars má sjá í innslaginu hér að ofan, þær hefjast snemma í myndbrotinu. Gert er ráð fyrir að 89 milljarða króna halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Sigríður Andersen segir þetta vekja áhyggjur. „Skuldir ríkissjóðs virðast komnar á par við það sem var eftir hrun. Mér hugnast það ekki; Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi; við erum að stefna í mikil ríkisútgjöld, alltof mikil að mínu mati. Það hefði mátt vera þarna meira aðhald,“ segir Sigríður. Líflegar umræður urðu í Íslandi í dag þegar rætt var um fjárlög og svo yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu vegna orkumála.Vísir/Arnar Á móti segir Gunnar Smári: „Eins og þetta er kynnt er Covid búið og við komin út úr því. Samt er 90 milljarða gat. Hvað þýðir það? Annaðhvort þarftu, Sigríður myndi vilja það, skera niður um 90 milljarða, það er gríðarlegur niðurskurður. Eða hækka skatta og sækja til þeirra sem hafa auðgast á bólunni.“ Sigríður segir aftur á móti útilokað fyrir hagkerfi að skattleggja sig til hagsældar. „Því miður gengur þetta frumvarp nokkuð langt í að setja nýja skatta,“ segir Sigríður. Gunnar Smári segir frumvarpið ekki fara þá leið að sækja skatta til þeirra sem hafa auðgast. „Ef við skoðum venjulegt fólk í basli, sem til dæmis flúði Reykjavík til að kaupa sér húsnæði á Akranesi. Seðlabankastjórinn er að hækka vaxtagreiðslurnar á þetta fólk. Svo kemur Bjarni Ben, lækkar vaxtabæturnar, leggur á kílómetragjald ef þeir eru á rafmagnsbíl og hækkar bensínið ef þau eru á bensínbíl og svo ætlar Sigurður Ingi að koma og rukka þau fara í gegnum göngin,“ segir Gunnar Smári. Vísir/Arnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Ísland í dag Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir „Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. 14. september 2022 14:28 Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59 Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Farið var sviðið á nýjum þingvetri í Íslandi í dag í gær og einnig fjallað um margt annað en hér er vísað til. Umræður Sigríðar og Gunnars má sjá í innslaginu hér að ofan, þær hefjast snemma í myndbrotinu. Gert er ráð fyrir að 89 milljarða króna halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Sigríður Andersen segir þetta vekja áhyggjur. „Skuldir ríkissjóðs virðast komnar á par við það sem var eftir hrun. Mér hugnast það ekki; Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi; við erum að stefna í mikil ríkisútgjöld, alltof mikil að mínu mati. Það hefði mátt vera þarna meira aðhald,“ segir Sigríður. Líflegar umræður urðu í Íslandi í dag þegar rætt var um fjárlög og svo yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu vegna orkumála.Vísir/Arnar Á móti segir Gunnar Smári: „Eins og þetta er kynnt er Covid búið og við komin út úr því. Samt er 90 milljarða gat. Hvað þýðir það? Annaðhvort þarftu, Sigríður myndi vilja það, skera niður um 90 milljarða, það er gríðarlegur niðurskurður. Eða hækka skatta og sækja til þeirra sem hafa auðgast á bólunni.“ Sigríður segir aftur á móti útilokað fyrir hagkerfi að skattleggja sig til hagsældar. „Því miður gengur þetta frumvarp nokkuð langt í að setja nýja skatta,“ segir Sigríður. Gunnar Smári segir frumvarpið ekki fara þá leið að sækja skatta til þeirra sem hafa auðgast. „Ef við skoðum venjulegt fólk í basli, sem til dæmis flúði Reykjavík til að kaupa sér húsnæði á Akranesi. Seðlabankastjórinn er að hækka vaxtagreiðslurnar á þetta fólk. Svo kemur Bjarni Ben, lækkar vaxtabæturnar, leggur á kílómetragjald ef þeir eru á rafmagnsbíl og hækkar bensínið ef þau eru á bensínbíl og svo ætlar Sigurður Ingi að koma og rukka þau fara í gegnum göngin,“ segir Gunnar Smári. Vísir/Arnar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Ísland í dag Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir „Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. 14. september 2022 14:28 Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59 Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. 14. september 2022 14:28
Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59
Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44