Innherji á Vísi færður fyrir aftan greiðsluvegg Tinni Sveinsson skrifar 15. september 2022 07:01 Innherji býður lesendum sínum upp á dýpri umfjöllun um viðskipti og efnahagsmál. vísir Frá og með deginum í dag verður viðskiptamiðillinn Innherji á Vísi í áskrift og færður fyrir aftan greiðsluvegg. Samhliða þessu er ný innskráning á Vísi kynnt til leiks þar sem notast er við rafræn skilríki. Þegar fram líða stundir verður ýmis önnur þjónusta í boði fyrir innskráða lesendur. Innherji hóf göngu sína á Vísi fyrir tæpu ári síðan. Á síðum miðilsins er boðið upp á leiðandi umfjöllun um viðskiptalífið og efnahagsmál frá þrautreyndum viðskiptablaðamönnum. Innherji verður í boði án endurgjalds til 1. nóvember. Eftir það verður mánaðaráskrift á 2.490 krónur og ársáskrift á 1.658 krónur á mánuði. Fyrirtæki geta keypt áskrift fyrir starfsmenn sína með því að hafa samband í netfangið askrift@visir.is. Hægt er að virkja áskrift að Innherja hér. Þórður Gunnarsson viðskiptablaðamaður. Þórður bætist við ritstjórnina Ritstjórn Innherja samanstendur af Herði Ægissyni ritstjóra, Þorsteini Friðriki Halldórssyni blaðamanni og Þórði Gunnarssyni blaðamanni, sem bættist í hópinn nú í mánuðinum. Þórður mun meðal annars leiða gerð viðtals- og umræðuþátta um viðskipti á vettvangi Innherja. Hann er hagfræðingur að mennt og hefur unnið á viðskiptaritstjórnum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Viðskiptablaðsins auk þess að hafa starfað hjá forverum Kviku banka. Þá var hann sérfræðingur hjá Standard & Poor´s Global í London um nokkurra ára skeið við greiningar á alþjóðlegum orku- og hrávörumörkuðum. Nýjungar á Innherja Fleiri nýjungar eru í farvatninu hjá Innherja samhliða því að nýtt útlit á miðlinum verður kynnt. Á næstu vikum fer af stað samstarfsverkefni með Kviku eignastýringu sem nefnist Fjóla fjárfestir þar sem fylgst verður með tilbúnum fjárfesti sem spreytir sig á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þá verða einnig á næstunni settar í loftið rauntímaupplýsingar yfir íslensk félög á markaði og nýju hlaðvarpi hleypt af stokkunum. Fjölmiðlar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Innherji hóf göngu sína á Vísi fyrir tæpu ári síðan. Á síðum miðilsins er boðið upp á leiðandi umfjöllun um viðskiptalífið og efnahagsmál frá þrautreyndum viðskiptablaðamönnum. Innherji verður í boði án endurgjalds til 1. nóvember. Eftir það verður mánaðaráskrift á 2.490 krónur og ársáskrift á 1.658 krónur á mánuði. Fyrirtæki geta keypt áskrift fyrir starfsmenn sína með því að hafa samband í netfangið askrift@visir.is. Hægt er að virkja áskrift að Innherja hér. Þórður Gunnarsson viðskiptablaðamaður. Þórður bætist við ritstjórnina Ritstjórn Innherja samanstendur af Herði Ægissyni ritstjóra, Þorsteini Friðriki Halldórssyni blaðamanni og Þórði Gunnarssyni blaðamanni, sem bættist í hópinn nú í mánuðinum. Þórður mun meðal annars leiða gerð viðtals- og umræðuþátta um viðskipti á vettvangi Innherja. Hann er hagfræðingur að mennt og hefur unnið á viðskiptaritstjórnum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Viðskiptablaðsins auk þess að hafa starfað hjá forverum Kviku banka. Þá var hann sérfræðingur hjá Standard & Poor´s Global í London um nokkurra ára skeið við greiningar á alþjóðlegum orku- og hrávörumörkuðum. Nýjungar á Innherja Fleiri nýjungar eru í farvatninu hjá Innherja samhliða því að nýtt útlit á miðlinum verður kynnt. Á næstu vikum fer af stað samstarfsverkefni með Kviku eignastýringu sem nefnist Fjóla fjárfestir þar sem fylgst verður með tilbúnum fjárfesti sem spreytir sig á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þá verða einnig á næstunni settar í loftið rauntímaupplýsingar yfir íslensk félög á markaði og nýju hlaðvarpi hleypt af stokkunum.
Fjölmiðlar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira