Armenar leita eftir hjálp Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2022 15:56 Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu. AP/Tigran Mehrabyan Yfirvöld í Armeníu segja her Aserbaísjan hafa hernumið hluta landsins í kjölfar umfangsmikilla og mannskæðra árása. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur biðlað til ráðamanna annarra ríkja sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna að tryggja fullveldi Armeníu. Forsætisráðherrann hefur vísað í fjórða ákvæði stofnunarsamning Collective Security Treaty Organization, eða CSTO, sem eru varnarsamtök sem stofnuð voru árið 1992 af nokkrum ríkjum í Evrópu og Asíu, sem áður voru á yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Í dag eru Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan, Rússlands og Tadsíkistan í CSTO. Aserbaísjan, Georgía og Úsbekistan hafa sagt sig úr samtökunum. Þarlendir fjölmiðlar segja Armena krefjast þess að aðildarríki CSTO sjá til þess að Aserar fari frá Armeníu. Beiðnin snýr einnig að svæðum við héraðið Nagorno-Karabakh, sem Armenar létu af hendi eftir átök árið 2020. Sjá einnig: Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Aserar hafa látið sprengjum rigna yfir herstöðvar, varðstöðvar og bæi í Armeníu undanfarna daga, eftir að þeir sökuðu Armena um ögrun. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklu mannfalli meðal hersveita Armena en Pashinyan tilkynnti í dag að minnst 105 hefðu fallið. Aserar segjast hafa misst minnst 49 hermenn og hafa sagst tilbúnir til að afhenda lík allt að hundrað Armena sem fallið hafa í átökunum síðustu daga. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að líklegt sé að Aserar, sem hafi töluverða hernaðaryfirburði gagnvart Armeníu, vilji þvinga Armena til að framfylgja hraðar þeim skilyrðum sem þeim voru sett eftir átökin árið 2020. Vert er að vara við myndefninu hér að neðan. Það gæti vakið óhug lesenda. Azerbaijani #BayraktarTB2 UCAVs inflict colossal damage on the Armenian Army. pic.twitter.com/EQEgL6gbmZ— Clash Report (@clashreport) September 14, 2022 Armenía Aserbaídsjan Tengdar fréttir Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 14. september 2022 08:03 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Forsætisráðherrann hefur vísað í fjórða ákvæði stofnunarsamning Collective Security Treaty Organization, eða CSTO, sem eru varnarsamtök sem stofnuð voru árið 1992 af nokkrum ríkjum í Evrópu og Asíu, sem áður voru á yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Í dag eru Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgistan, Rússlands og Tadsíkistan í CSTO. Aserbaísjan, Georgía og Úsbekistan hafa sagt sig úr samtökunum. Þarlendir fjölmiðlar segja Armena krefjast þess að aðildarríki CSTO sjá til þess að Aserar fari frá Armeníu. Beiðnin snýr einnig að svæðum við héraðið Nagorno-Karabakh, sem Armenar létu af hendi eftir átök árið 2020. Sjá einnig: Armenar skila þriðja og síðasta landsvæðinu til Asera Aserar hafa látið sprengjum rigna yfir herstöðvar, varðstöðvar og bæi í Armeníu undanfarna daga, eftir að þeir sökuðu Armena um ögrun. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklu mannfalli meðal hersveita Armena en Pashinyan tilkynnti í dag að minnst 105 hefðu fallið. Aserar segjast hafa misst minnst 49 hermenn og hafa sagst tilbúnir til að afhenda lík allt að hundrað Armena sem fallið hafa í átökunum síðustu daga. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að líklegt sé að Aserar, sem hafi töluverða hernaðaryfirburði gagnvart Armeníu, vilji þvinga Armena til að framfylgja hraðar þeim skilyrðum sem þeim voru sett eftir átökin árið 2020. Vert er að vara við myndefninu hér að neðan. Það gæti vakið óhug lesenda. Azerbaijani #BayraktarTB2 UCAVs inflict colossal damage on the Armenian Army. pic.twitter.com/EQEgL6gbmZ— Clash Report (@clashreport) September 14, 2022
Armenía Aserbaídsjan Tengdar fréttir Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 14. september 2022 08:03 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 14. september 2022 08:03