Gaf leikmönnum kreditkortið í sigurvímunni á EM Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 12:01 Gianmarco Pozzecco kann að fagna sigrum. Getty/Mattia Ozbot Átta liða úrslitin á EM karla í körfubolta hefjast í dag. Gleðin virtist hvergi meiri en hjá Ítölum með að komast svo langt í keppninni og þjálfari liðsins sagðist hafa látið leikmenn fá kreditkortið sitt til að fagna að vild. Ástríða Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfara Ítalíu, hefur vakið verðskuldaða athygli á EM en hann stökk til að mynda upp í fangið á grísku NBA-stjörnunni Giannis Antetokounmpo í sigurvímunni eftir að Ítalía sló út hið sterka lið Serbíu í 16-liða úrslitunum. Antetokounmpo hafði sem betur fer rænu á að grípa Pozzecco eins og sjá má hér að neðan. Let's make this the most viral post of #EuroBasket 2022 pic.twitter.com/HpdufxNtkP— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 11, 2022 „Stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta“ Pozzecco var jafnframt yfirlýsingaglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir sigurinn, öllu glaðbeittari en forveri hans í starfi var eftir tapið gegn Íslandi í Hafnarfirði í byrjun þessa árs. „Þetta er stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta. Stærri en sigurinn gegn Litháen í undanúrslitunum í Aþenu 2004, þar sem ég var á vellinum sem leikmaður,“ sagði Pozzecco og dásamaði leikmenn sína, sérstaklega Nicolo Melli. „Melli er besti leikmaður í heimi. Ég held það og trúi því. Nic er með einstakar gáfur í körfubolta og ekki bara á körfuboltavellinum. Ég hef aldrei séð svona mann á 40 ára ferli mínum í körfubolta,“ sagði Pozzecco og benti sérstaklega á hvernig Melli hefði tekist að stöðva sjálfan Nikola Jokic í leiknum. Pozzecco bætti því þó við að hver einasti leikmaður hans hefði gert eitthvað mikilvægt í leiknum. „Eftir sigurinn gaf ég leikmönnunum kreditkortið og þeir máttu gera hvað sem er til að fagna sigrinum. Þeir hótuðu mér reyndar: ekki láta okkur fá rangt PIN-númer,“ grínaðist Pozzecco. Leikmenn fóru varlega með kortið Marco Spissu, leikmaður ítalska liðsins, sagði svo við La Gazzetta dello Sport í gær: „Ég svaf ekkert eftir leikinn við Serbíu. Adrenalínið var of mikið. Ég trúi þessu ekki enn. Við fögnuðum með kreditkortið hans Pozzecco en við fórum varlega. Núna er það Frakkland og við viljum halda draumnum áfram. Við viljum hefna eftir Ólympíuleikana. Við höfum trúna.“ Ítalía mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á morgun, þegar einnig mætast Slóvenía og Pólland. Í dag mætast annars vegar Þýskaland og Grikkland og hins vegar Spánn og Finnland. Körfubolti EuroBasket 2022 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Ástríða Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfara Ítalíu, hefur vakið verðskuldaða athygli á EM en hann stökk til að mynda upp í fangið á grísku NBA-stjörnunni Giannis Antetokounmpo í sigurvímunni eftir að Ítalía sló út hið sterka lið Serbíu í 16-liða úrslitunum. Antetokounmpo hafði sem betur fer rænu á að grípa Pozzecco eins og sjá má hér að neðan. Let's make this the most viral post of #EuroBasket 2022 pic.twitter.com/HpdufxNtkP— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 11, 2022 „Stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta“ Pozzecco var jafnframt yfirlýsingaglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir sigurinn, öllu glaðbeittari en forveri hans í starfi var eftir tapið gegn Íslandi í Hafnarfirði í byrjun þessa árs. „Þetta er stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta. Stærri en sigurinn gegn Litháen í undanúrslitunum í Aþenu 2004, þar sem ég var á vellinum sem leikmaður,“ sagði Pozzecco og dásamaði leikmenn sína, sérstaklega Nicolo Melli. „Melli er besti leikmaður í heimi. Ég held það og trúi því. Nic er með einstakar gáfur í körfubolta og ekki bara á körfuboltavellinum. Ég hef aldrei séð svona mann á 40 ára ferli mínum í körfubolta,“ sagði Pozzecco og benti sérstaklega á hvernig Melli hefði tekist að stöðva sjálfan Nikola Jokic í leiknum. Pozzecco bætti því þó við að hver einasti leikmaður hans hefði gert eitthvað mikilvægt í leiknum. „Eftir sigurinn gaf ég leikmönnunum kreditkortið og þeir máttu gera hvað sem er til að fagna sigrinum. Þeir hótuðu mér reyndar: ekki láta okkur fá rangt PIN-númer,“ grínaðist Pozzecco. Leikmenn fóru varlega með kortið Marco Spissu, leikmaður ítalska liðsins, sagði svo við La Gazzetta dello Sport í gær: „Ég svaf ekkert eftir leikinn við Serbíu. Adrenalínið var of mikið. Ég trúi þessu ekki enn. Við fögnuðum með kreditkortið hans Pozzecco en við fórum varlega. Núna er það Frakkland og við viljum halda draumnum áfram. Við viljum hefna eftir Ólympíuleikana. Við höfum trúna.“ Ítalía mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á morgun, þegar einnig mætast Slóvenía og Pólland. Í dag mætast annars vegar Þýskaland og Grikkland og hins vegar Spánn og Finnland.
Körfubolti EuroBasket 2022 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira