Hver ber ábyrgð á menntamálum? Haukur Arnþórsson skrifar 13. september 2022 08:01 Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið? Almennt eru menntamál, félagsmál og heilbrigðismál opinber þjónusta sem veitt er beint af ríkinu eða sveitarfélögunum samkvæmt tilskipunum frá ríkinu og jafnan kostuð af hinu opinbera að einhverju eða öllu leyti. Á þessu eru auðvitað fjölmargar undantekningar, en flestar lítilfjörlegar – tölum hér um aðalatriði málsins; málaflokkarnir eru á ábyrgð ríkisins í okkar þjóðfélagsgerð og það er samkvæmt hefðum vestrænna ríkja. Við höfum um árabil horft upp á að félagsleg þjónusta er veitt af VLH/SA samkvæmt kjarasamningum og heilbrigðisþjónusta og jafnvel menntaþjónusta líka í vaxandi mæli. Þá erum við að tala um orlofsmál, félagsmál í víðum skilningi, endurmenntun og heilbrigðismál (Virk). Þetta er kostað af atvinnulífinu sem greiðir yfir 80% útgjaldanna meðan félagsmenn greiða allt að 20%. Heildarkostnaður lætur nærri að vera um 100 milljarðar á ári, sem samsvarar um fjórðungi af útgjöldum ríkisins til félagsmála (tölur frá vef Hagstofu). Við erum því að tala um stórt kerfi sem veitir þjónustu sem opinberir aðilar veita í nágrannaríkjunum. Af hverju taka VLH/SA að sér verkefni ríkisins gagnvart sínum skjólstæðingum – og það í þeim mæli að almenningur telur nú orðið að þau eigi að mennta fólk á vinnumarkaði? Hér verður ekkert fullyrt um það en þeirri ályktun slegið fram að styrkleiki nýfrjálshyggjusjónarmiða, sem einkum hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, hefur verið slíkur hjá ríkisvaldinu að heilbrigðismál, félagsmál og menntamál eru í lakara ástandi og þessi kerfi veita lakari þjónustu en gert er í nágrannaríkjunum. Hins vegar hafa VLH/SA brugðist við þessu með því að skattleggja atvinnulífið og byggt upp félagsmálaþjónustu að norrænni fyrirmynd fyrir vinnandi fólk. VLH/SA hafa með auknum álögum á vinnuveitendur staðfest í verki að ríkið sinnir ekki hlutverki sínu við að skapa launafólki góð skilyrði og sambærileg við það sem gerist í öðrum ríkjum – og hafa tekið málin í eigin hendur. Er þetta ekki í lagi? Nei, alls ekki. Þessi þróun skilur eftir alla sem ekki eru á vinnumarkaði, um 90 þús. manns átján ára og eldri. Aldraðir, öryrkjar, atvinnulausir og námsmenn eru samkvæmt rannsóknum með 40-50% lægri tekjur að meðaltali en vinnandi fólk og njóta ekki „nýja norræna félagsmálakerfisins“ sem VLH/SA hafa byggt upp. Þannig eykur þessi samningagerð mismunun í þjóðfélaginu – þeir fátæku verða enn fátækari, og þetta er ein meginástæðan fyrir bjargarleysi fátækra. Þessir hópar komast ekki í orlofshús eða í orlofsferðalög, fá ekki greidda endurmenntun eða námskeiðskostnað og því síður fyrir hreyfingu og líkamsrækt, njóta ekki greiðslna fyrir röntgenmyndatöku eða til kaupa á nýjum gleraugum (svo dæmi séu tekin um kostnað sem VLH/SA greiða til viðbótar við greiðslur Sjúkratryggingar) – og síðast en ekki síst nýtur fólk utan vinnumarkaðar ekki þjónustu VIRK, en þarf kannski meira á henni að halda en aðrir. Það er við þessar aðstæður sem unnendur íslenskunnar freistast til að fordæma verkalýðshreyfinguna fyrir að setja ekki endurmenntun erlendra launamanna á oddinn. En þeir eru að hengja bakara fyrir smið. Það er ríkið sem sér um menntamál og þeir eiga að tala við þingmanninn sinn. Það hlýtur að koma að því að aðilar vinnumarkaðarins fjalli einkum um kaup og kjör og stjórnmálamennirnir um þau málefni sem til þeirra friðar heyrir – húsnæðismál, menntamál, heilbrigðismál og félagsmál – og taki að sér að þróa norrænt velferðarþjóðfélag. Í þessu sambandi má minna á að enginn aðili má taka sér vald ríkisins í hönd í þjóðfélaginu (almenningur má t.d. ekki taka sér lögregluvald) og öll félagsmálauppbygging VLH og SA er því lagalega á gráu svæði. Ástæða er til að endurskoða hana frá grunni. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Kjaramál Haukur Arnþórsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið? Almennt eru menntamál, félagsmál og heilbrigðismál opinber þjónusta sem veitt er beint af ríkinu eða sveitarfélögunum samkvæmt tilskipunum frá ríkinu og jafnan kostuð af hinu opinbera að einhverju eða öllu leyti. Á þessu eru auðvitað fjölmargar undantekningar, en flestar lítilfjörlegar – tölum hér um aðalatriði málsins; málaflokkarnir eru á ábyrgð ríkisins í okkar þjóðfélagsgerð og það er samkvæmt hefðum vestrænna ríkja. Við höfum um árabil horft upp á að félagsleg þjónusta er veitt af VLH/SA samkvæmt kjarasamningum og heilbrigðisþjónusta og jafnvel menntaþjónusta líka í vaxandi mæli. Þá erum við að tala um orlofsmál, félagsmál í víðum skilningi, endurmenntun og heilbrigðismál (Virk). Þetta er kostað af atvinnulífinu sem greiðir yfir 80% útgjaldanna meðan félagsmenn greiða allt að 20%. Heildarkostnaður lætur nærri að vera um 100 milljarðar á ári, sem samsvarar um fjórðungi af útgjöldum ríkisins til félagsmála (tölur frá vef Hagstofu). Við erum því að tala um stórt kerfi sem veitir þjónustu sem opinberir aðilar veita í nágrannaríkjunum. Af hverju taka VLH/SA að sér verkefni ríkisins gagnvart sínum skjólstæðingum – og það í þeim mæli að almenningur telur nú orðið að þau eigi að mennta fólk á vinnumarkaði? Hér verður ekkert fullyrt um það en þeirri ályktun slegið fram að styrkleiki nýfrjálshyggjusjónarmiða, sem einkum hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, hefur verið slíkur hjá ríkisvaldinu að heilbrigðismál, félagsmál og menntamál eru í lakara ástandi og þessi kerfi veita lakari þjónustu en gert er í nágrannaríkjunum. Hins vegar hafa VLH/SA brugðist við þessu með því að skattleggja atvinnulífið og byggt upp félagsmálaþjónustu að norrænni fyrirmynd fyrir vinnandi fólk. VLH/SA hafa með auknum álögum á vinnuveitendur staðfest í verki að ríkið sinnir ekki hlutverki sínu við að skapa launafólki góð skilyrði og sambærileg við það sem gerist í öðrum ríkjum – og hafa tekið málin í eigin hendur. Er þetta ekki í lagi? Nei, alls ekki. Þessi þróun skilur eftir alla sem ekki eru á vinnumarkaði, um 90 þús. manns átján ára og eldri. Aldraðir, öryrkjar, atvinnulausir og námsmenn eru samkvæmt rannsóknum með 40-50% lægri tekjur að meðaltali en vinnandi fólk og njóta ekki „nýja norræna félagsmálakerfisins“ sem VLH/SA hafa byggt upp. Þannig eykur þessi samningagerð mismunun í þjóðfélaginu – þeir fátæku verða enn fátækari, og þetta er ein meginástæðan fyrir bjargarleysi fátækra. Þessir hópar komast ekki í orlofshús eða í orlofsferðalög, fá ekki greidda endurmenntun eða námskeiðskostnað og því síður fyrir hreyfingu og líkamsrækt, njóta ekki greiðslna fyrir röntgenmyndatöku eða til kaupa á nýjum gleraugum (svo dæmi séu tekin um kostnað sem VLH/SA greiða til viðbótar við greiðslur Sjúkratryggingar) – og síðast en ekki síst nýtur fólk utan vinnumarkaðar ekki þjónustu VIRK, en þarf kannski meira á henni að halda en aðrir. Það er við þessar aðstæður sem unnendur íslenskunnar freistast til að fordæma verkalýðshreyfinguna fyrir að setja ekki endurmenntun erlendra launamanna á oddinn. En þeir eru að hengja bakara fyrir smið. Það er ríkið sem sér um menntamál og þeir eiga að tala við þingmanninn sinn. Það hlýtur að koma að því að aðilar vinnumarkaðarins fjalli einkum um kaup og kjör og stjórnmálamennirnir um þau málefni sem til þeirra friðar heyrir – húsnæðismál, menntamál, heilbrigðismál og félagsmál – og taki að sér að þróa norrænt velferðarþjóðfélag. Í þessu sambandi má minna á að enginn aðili má taka sér vald ríkisins í hönd í þjóðfélaginu (almenningur má t.d. ekki taka sér lögregluvald) og öll félagsmálauppbygging VLH og SA er því lagalega á gráu svæði. Ástæða er til að endurskoða hana frá grunni. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun