Skilnaður Totti fer líklega fyrir dómstóla: „Hún sveik mig fyrst“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2022 15:31 Totti með eiginkonu sinni, Ilary Blasi. Þau eiga eftir að ganga formlega frá skilnaði. Vísir/Getty Francesco Totti, goðsögn hjá Roma á Ítalíu, hefur opnað sig um erfiða tíma undanfarin misseri. Hann kveðst hafa glímt við þunglyndi þar sem hann stendur í skilnaði og missti föður sinn í kórónuveirufaraldrinum. Totti hætti knattspyrnuiðkun 41 árs gamall árið 2017 eftir farsælan feril. Hann lék alla tíð með Roma og spilaði einnig 58 landsleiki fyrir Ítalíu frá 1998 til 2006 en hann hætti með landsliðinu eftir heimsmeistaratitil Ítala sumarið 2006. Hann hefur hins vegar átt í vandræðum í einkalífinu síðustu misseri og opnaði sig um það í viðtali um helgina. Mikið hefur verið látið með meint framhjáhald bæði hans og eiginkonu hans, módelsins Ilary Blasi, en hjónin tilkynntu í lok júlí að þau væru fráskilin. „Það er ekki satt að ég hafi verið fyrri til að svíkja. Ég sagðist ekki ætla að ræða þetta sem ég gerði ekki um tíma, en ég hef lesið of miklar lygar undanfarnar vikur. Margar þeirra eru farnar að hafa áhrif á börnin mín,“ segir Totti í viðtali við Corriere della Sera. Hann kveðst hafa verið í krísu frá því snemma á síðasta ári. „Hin sanna krísa brast fram í mars og apríl í fyrra. Mér hafði liðið illa um hríð og fór í gegnum erfiða tíma. Fyrst var það vegna þess að ég hætti að spila og svo lést faðir minn úr Covid. Ég fékk einnig Covid og var fárveikur í 15 daga. En þegar ég þurfti mest á eiginkonu minni að halda, var hún ekki til staðar,“ „En þegar samband slitnar er ábyrgðin jöfn, 50 og 50. Ég hefði átt að vera meira með henni,“ segir Totti. Kíkti í símann hennar til að staðfesta grun sinn Hann segir sögusagnir um mögulegt framhjáhald konu sinnar hafa borist honum síðasta haust. „Í september á síðasta ári fór ég að heyra orðróma: Ilary er að hitta einhvern annan, jafnvel fleiri en einn,“ segir Totti sem kveðst hafa kíkt á síma hennar til að staðfesta orðrómana. „Ég hef aldrei gert slíkt á þeim 20 árum sem við höfum verið saman, og ekki hún heldur við mig. En þegar mér bárust viðvaranir frá mörgu mismunandi fólki, sem ég treysti, fór mig að gruna ýmislegt. Ég leit á farsímann hennar og staðfesti grun minn.“ Óttast framhaldið „Það hafa margir orðrómar flogið í gegnum tíðina um hana og mig, en það voru bara orðrómar. Þarna voru komin sönnunargögn, staðreyndir. Það leiddi til þunglyndis hjá mér. Ég gat ekki lengur látið sem ekkert væri í gangi,“ segir Totti. Totti er nú að slá sér upp með Noemí Bocchi. Totti segir Noemí hafa hjálpað sér upp úr þeirri holu sem hann var kominn í, og að þau hafi byrjað að hittast eftir að upp um framhjáhaldið komst. Líkt og fram kemur að ofan hættu þau Totti og Blasi saman í sumar en eftir á að ganga frá skilnaði þeirra formlega. Hann býst við að það endi í réttarsal. „Ég óttast að mál okkar Ilary endi fyrir dómi. Ég vonast enn eftir að við getum komist að samkomulagi,“ segir Totti. Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Totti hætti knattspyrnuiðkun 41 árs gamall árið 2017 eftir farsælan feril. Hann lék alla tíð með Roma og spilaði einnig 58 landsleiki fyrir Ítalíu frá 1998 til 2006 en hann hætti með landsliðinu eftir heimsmeistaratitil Ítala sumarið 2006. Hann hefur hins vegar átt í vandræðum í einkalífinu síðustu misseri og opnaði sig um það í viðtali um helgina. Mikið hefur verið látið með meint framhjáhald bæði hans og eiginkonu hans, módelsins Ilary Blasi, en hjónin tilkynntu í lok júlí að þau væru fráskilin. „Það er ekki satt að ég hafi verið fyrri til að svíkja. Ég sagðist ekki ætla að ræða þetta sem ég gerði ekki um tíma, en ég hef lesið of miklar lygar undanfarnar vikur. Margar þeirra eru farnar að hafa áhrif á börnin mín,“ segir Totti í viðtali við Corriere della Sera. Hann kveðst hafa verið í krísu frá því snemma á síðasta ári. „Hin sanna krísa brast fram í mars og apríl í fyrra. Mér hafði liðið illa um hríð og fór í gegnum erfiða tíma. Fyrst var það vegna þess að ég hætti að spila og svo lést faðir minn úr Covid. Ég fékk einnig Covid og var fárveikur í 15 daga. En þegar ég þurfti mest á eiginkonu minni að halda, var hún ekki til staðar,“ „En þegar samband slitnar er ábyrgðin jöfn, 50 og 50. Ég hefði átt að vera meira með henni,“ segir Totti. Kíkti í símann hennar til að staðfesta grun sinn Hann segir sögusagnir um mögulegt framhjáhald konu sinnar hafa borist honum síðasta haust. „Í september á síðasta ári fór ég að heyra orðróma: Ilary er að hitta einhvern annan, jafnvel fleiri en einn,“ segir Totti sem kveðst hafa kíkt á síma hennar til að staðfesta orðrómana. „Ég hef aldrei gert slíkt á þeim 20 árum sem við höfum verið saman, og ekki hún heldur við mig. En þegar mér bárust viðvaranir frá mörgu mismunandi fólki, sem ég treysti, fór mig að gruna ýmislegt. Ég leit á farsímann hennar og staðfesti grun minn.“ Óttast framhaldið „Það hafa margir orðrómar flogið í gegnum tíðina um hana og mig, en það voru bara orðrómar. Þarna voru komin sönnunargögn, staðreyndir. Það leiddi til þunglyndis hjá mér. Ég gat ekki lengur látið sem ekkert væri í gangi,“ segir Totti. Totti er nú að slá sér upp með Noemí Bocchi. Totti segir Noemí hafa hjálpað sér upp úr þeirri holu sem hann var kominn í, og að þau hafi byrjað að hittast eftir að upp um framhjáhaldið komst. Líkt og fram kemur að ofan hættu þau Totti og Blasi saman í sumar en eftir á að ganga frá skilnaði þeirra formlega. Hann býst við að það endi í réttarsal. „Ég óttast að mál okkar Ilary endi fyrir dómi. Ég vonast enn eftir að við getum komist að samkomulagi,“ segir Totti.
Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira