Hefur fengið fleiri gul en hann hefur skorað af mörkum síðan hann yfirgaf England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 13:31 Diego Costa er í þann mund að vera tilkynntur sem nýjasti leikmaður Wolves. DeFodi Images/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Wolverhampton Wanderers hefur samið við Diego Costa um að leika með liðinu út leiktíðina. Það vekur sérstaka athygli þar sem framherjinn geðþekki hefur nælt í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum síðan hann fór frá Chelsea árið 2017. Wolves, eða einfaldlega Úlfarnir, festi kaup á framherjanum Sasa Kalajdzic í sumar en sá varð fyrir því óláni að meiðast illa á hné strax í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Það þýðir að Raúl Jiménez er eina leikfæra nían í leikmannahóp liðsins en liðinu hefur gengið bölvanlega að þenja netmöskvana í upphafi móts. First part of medical ongoing for Diego Costa with Wolves. Work permit issue has been sorted as revealed yesterday deal now only depends on medical tests. #WWFCContract until June 2023, ready Diego wants new Premier League chapter. pic.twitter.com/aI4PPMDQ8Q— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 8, 2022 Sem stendur eru Úlfarnir í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig að loknum sex leikjum. Í leikjunum sex hefur liðið aðeins skorað þrjú mörk. Til að fylla skarð Kalajdzic ákvað félagið að sækja Diego Costa, fyrrum framherja Chelsea og Atlético Madríd, en hann hefur verið án liðs undanfarna átta mánuði. Segja má að framherjinn hafi ekki verið upp á sitt besta síðan hann yfirgaf Chelsea. Raunar er það þannig að frá því hann yfirgaf England hefur hann nælt sér í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum. Hann hefur skorað 24 mörk á þeim tíma en fengið alls 27 gul spjöld. Diego Costa has more yellow cards than goals since leaving Chelsea https://t.co/4ygF8YWPSx— talkSPORT (@talkSPORT) September 6, 2022 Hvort Costa komi með þetta bit sem vanti í framlínu Úlfanna verður að koma í ljós en hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið er Wolves mætir Liverpool á Anfield á laugardaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
Wolves, eða einfaldlega Úlfarnir, festi kaup á framherjanum Sasa Kalajdzic í sumar en sá varð fyrir því óláni að meiðast illa á hné strax í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Það þýðir að Raúl Jiménez er eina leikfæra nían í leikmannahóp liðsins en liðinu hefur gengið bölvanlega að þenja netmöskvana í upphafi móts. First part of medical ongoing for Diego Costa with Wolves. Work permit issue has been sorted as revealed yesterday deal now only depends on medical tests. #WWFCContract until June 2023, ready Diego wants new Premier League chapter. pic.twitter.com/aI4PPMDQ8Q— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 8, 2022 Sem stendur eru Úlfarnir í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig að loknum sex leikjum. Í leikjunum sex hefur liðið aðeins skorað þrjú mörk. Til að fylla skarð Kalajdzic ákvað félagið að sækja Diego Costa, fyrrum framherja Chelsea og Atlético Madríd, en hann hefur verið án liðs undanfarna átta mánuði. Segja má að framherjinn hafi ekki verið upp á sitt besta síðan hann yfirgaf Chelsea. Raunar er það þannig að frá því hann yfirgaf England hefur hann nælt sér í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum. Hann hefur skorað 24 mörk á þeim tíma en fengið alls 27 gul spjöld. Diego Costa has more yellow cards than goals since leaving Chelsea https://t.co/4ygF8YWPSx— talkSPORT (@talkSPORT) September 6, 2022 Hvort Costa komi með þetta bit sem vanti í framlínu Úlfanna verður að koma í ljós en hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið er Wolves mætir Liverpool á Anfield á laugardaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira