„Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2022 13:39 Stangveiðimaður við veiðar í íslenskri á með veiðistöng um fjórum til fimm sinnum styttri en þá sem spænski veiðimaðurinn rak í háspennulínuna í gær. Getty Yfirleiðsögumaður í Eystri-Rangá segir að spænskur veiðimaður hafi líklega sloppið ágætlega miðað við aðstæður þegar löng veiðistöng hans rakst í háspennulínu. Karlmaðurinn, sem er vanur veiðimaður, er með brunasár víða á líkamanum. Um er að ræða spænskan karlmann á sextugsaldri sem komið hefur áður til Íslands til veiða. Gunnar Guðjónsson, yfirleiðsögumaður sem hefur umsjón með veiði í ánni, leggur áherslu á að stöngin sjálf hafi rekist í raflínuna. Ekki að línan sem veiðimaðurinn kastaði hafi farið í línuna. „Hann fær rafstuð í gegnum stöngina og inn í líkamann,“ segir Gunnar. Um er að ræða veiðistöng af tegundinni Telescopic sem geta orðið allt að tíu metra langar. Gunnar segir stangirnar mjög óalgengar og ekki í vopnabúri íslenskra veiðimanna. „Ég veit að menn hafa kastað línu eða spún í raflínur, en þá gerist ekki neitt. Það er efnið í stönginni sjálfri sem leiðir mjög vel.“ Karlmaðurinn er hluti af fimmtán manna hóp spænskra veiðimanna sem margir hverjir hafa komið til Íslands til veiða áður. Sumir árum saman og sá reynslumesti kom fyrst fyrir tuttugu árum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta,“ segir Gunnar. Það hafi verið veiðimanninum til einhvers happs að veiðifélagi hans var læknir. Þá sé tiltölulega stutt á Hvolsvöll þangað sem honum var ekið í flýti. „Hann fékk bestu mögulegu meðhöndlun.“ Staðan á manninum er að sögn Gunnars góð eftir atvikum. Hópurinn sé enn við veiðar í Eystri-Rangá og láti slysið ekki á sig fá. Hópurinn sé á leið úr landi á morgun eða hinn. Varðandi öryggi á svæðinu segir Gunnar að hafa verði auga með veiðimönnum með langar standir. Þó telur hann að til standi að fjarlægja háspennulínurnar og leggja þær í jörð. Stangveiði Orkumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Um er að ræða spænskan karlmann á sextugsaldri sem komið hefur áður til Íslands til veiða. Gunnar Guðjónsson, yfirleiðsögumaður sem hefur umsjón með veiði í ánni, leggur áherslu á að stöngin sjálf hafi rekist í raflínuna. Ekki að línan sem veiðimaðurinn kastaði hafi farið í línuna. „Hann fær rafstuð í gegnum stöngina og inn í líkamann,“ segir Gunnar. Um er að ræða veiðistöng af tegundinni Telescopic sem geta orðið allt að tíu metra langar. Gunnar segir stangirnar mjög óalgengar og ekki í vopnabúri íslenskra veiðimanna. „Ég veit að menn hafa kastað línu eða spún í raflínur, en þá gerist ekki neitt. Það er efnið í stönginni sjálfri sem leiðir mjög vel.“ Karlmaðurinn er hluti af fimmtán manna hóp spænskra veiðimanna sem margir hverjir hafa komið til Íslands til veiða áður. Sumir árum saman og sá reynslumesti kom fyrst fyrir tuttugu árum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta,“ segir Gunnar. Það hafi verið veiðimanninum til einhvers happs að veiðifélagi hans var læknir. Þá sé tiltölulega stutt á Hvolsvöll þangað sem honum var ekið í flýti. „Hann fékk bestu mögulegu meðhöndlun.“ Staðan á manninum er að sögn Gunnars góð eftir atvikum. Hópurinn sé enn við veiðar í Eystri-Rangá og láti slysið ekki á sig fá. Hópurinn sé á leið úr landi á morgun eða hinn. Varðandi öryggi á svæðinu segir Gunnar að hafa verði auga með veiðimönnum með langar standir. Þó telur hann að til standi að fjarlægja háspennulínurnar og leggja þær í jörð.
Stangveiði Orkumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57