Ráðherra hamingjunnar fyrsta konan frá Afríku til að komast í undanúrslit á Opna bandaríska Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 08:31 Ons Jabeur frá Túnis er komin í undanúrslit á Opna bandaríska. Cynthia Lum/Getty Images Ons Jabeur er komin í undanúrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún er fyrsta konan frá Afríku til að ná þeim merka áfanga. Hún lagði Ajla Tomljanović í átta manna en sú hafði slegið Serenu Williams út fyrr á mótinu í því sem var líklega síðasti leikur Serenu á ferlinum. Hin 28 ára gamla Jabeur hefur átt góðu gengi að fagna í ár og fór meðal annars upp í 2. sæti heimslistans fyrr á þessu ári. Hún endaði í öðru sæti á Wimbledon í sumar og ætlar sér eflaust að gera enn betur nú er hún sér fram á að komast í annan úrslitaleik á skömmum tíma. Jabeur hefur hlotið viðurnefnið „Ráðherra hamingjunnar“ í Túnis, heimalandi sínu. Ástæðan er hversu glaðlynd hún er á meðan keppni stendur. Það var þó annað upp á teningnum gegn Tomljanović. They're back and fourth early in Ashe!Ons Jabeur is looking to close out the first set. pic.twitter.com/WkiYUn3DVU— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég held ég verði rekinn sem ráðherra hamingjunnar,“ sagði Jabeur með bros á vör eftir leik en hún lét tilfinningarnar bera sig ofurliði á meðan leik stóð. „Það er erfitt að fela pirringinn og ég biðst afsökunar á hegðun minni. Ég vildi halda ró minni en spaðinn var alltaf að renna mér úr greipum,“ bætti hún við en tvívegis grýtti Jabeur spaða sínum í jörðina. Það kom þó ekki að sök og á endanum lagði hún Tomljanović í tveimur settum. .@Ons_Jabeur earns her semifinal spot in straight sets!#USOpen pic.twitter.com/Z3rPMrHZFw— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég veit að ég hef það sem til þarf til að vinna meistaramót. Ég hef lagt hart að mér (síðan á Wimbledon) og hér er ég nú, komin í undanúrslitin,“ sagði hún að endingu. Þar mun Jabeur mæta Caroline Garcia frá Frakklandi. Sú sló út ungstirnið Coco Gauff út í átta manna úrslitum en hin 18 ára gamla Gauff stefndi á að verða yngsta bandaríska konan til að komast í úrslit á mótinu síðan Serena gerði það aðeins 17 ára gömul árið 1999. pic.twitter.com/MTbU3wjuoT— US Open Tennis (@usopen) September 7, 2022 Garcia hefur spilað frábærlega í New York og ekki enn tapað setti. Það er því ljóst að eitthvað þarf undan að láta er hún og ráðherra hamingjunnar mætast í baráttunni um sæti í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Tennis Túnis Tengdar fréttir „Þetta er sturluð tilfinning“ Tenniskonan Coco Gauff komst í nótt í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrsta sinn. Hún hafði betur gegn Zhang Shuai frá Kína. 5. september 2022 15:31 Serena eftir að falla úr leik á Opna bandaríska: „Ég held ekki en maður veit aldrei“ Tennisdrottningin Serena Williams féll úr leik í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Talið er að þetta hafi verið síðasti leikur hinnar fertugu á ferlinum. 3. september 2022 12:01 Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. 30. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Hin 28 ára gamla Jabeur hefur átt góðu gengi að fagna í ár og fór meðal annars upp í 2. sæti heimslistans fyrr á þessu ári. Hún endaði í öðru sæti á Wimbledon í sumar og ætlar sér eflaust að gera enn betur nú er hún sér fram á að komast í annan úrslitaleik á skömmum tíma. Jabeur hefur hlotið viðurnefnið „Ráðherra hamingjunnar“ í Túnis, heimalandi sínu. Ástæðan er hversu glaðlynd hún er á meðan keppni stendur. Það var þó annað upp á teningnum gegn Tomljanović. They're back and fourth early in Ashe!Ons Jabeur is looking to close out the first set. pic.twitter.com/WkiYUn3DVU— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég held ég verði rekinn sem ráðherra hamingjunnar,“ sagði Jabeur með bros á vör eftir leik en hún lét tilfinningarnar bera sig ofurliði á meðan leik stóð. „Það er erfitt að fela pirringinn og ég biðst afsökunar á hegðun minni. Ég vildi halda ró minni en spaðinn var alltaf að renna mér úr greipum,“ bætti hún við en tvívegis grýtti Jabeur spaða sínum í jörðina. Það kom þó ekki að sök og á endanum lagði hún Tomljanović í tveimur settum. .@Ons_Jabeur earns her semifinal spot in straight sets!#USOpen pic.twitter.com/Z3rPMrHZFw— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég veit að ég hef það sem til þarf til að vinna meistaramót. Ég hef lagt hart að mér (síðan á Wimbledon) og hér er ég nú, komin í undanúrslitin,“ sagði hún að endingu. Þar mun Jabeur mæta Caroline Garcia frá Frakklandi. Sú sló út ungstirnið Coco Gauff út í átta manna úrslitum en hin 18 ára gamla Gauff stefndi á að verða yngsta bandaríska konan til að komast í úrslit á mótinu síðan Serena gerði það aðeins 17 ára gömul árið 1999. pic.twitter.com/MTbU3wjuoT— US Open Tennis (@usopen) September 7, 2022 Garcia hefur spilað frábærlega í New York og ekki enn tapað setti. Það er því ljóst að eitthvað þarf undan að láta er hún og ráðherra hamingjunnar mætast í baráttunni um sæti í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis.
Tennis Túnis Tengdar fréttir „Þetta er sturluð tilfinning“ Tenniskonan Coco Gauff komst í nótt í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrsta sinn. Hún hafði betur gegn Zhang Shuai frá Kína. 5. september 2022 15:31 Serena eftir að falla úr leik á Opna bandaríska: „Ég held ekki en maður veit aldrei“ Tennisdrottningin Serena Williams féll úr leik í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Talið er að þetta hafi verið síðasti leikur hinnar fertugu á ferlinum. 3. september 2022 12:01 Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. 30. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
„Þetta er sturluð tilfinning“ Tenniskonan Coco Gauff komst í nótt í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrsta sinn. Hún hafði betur gegn Zhang Shuai frá Kína. 5. september 2022 15:31
Serena eftir að falla úr leik á Opna bandaríska: „Ég held ekki en maður veit aldrei“ Tennisdrottningin Serena Williams féll úr leik í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Talið er að þetta hafi verið síðasti leikur hinnar fertugu á ferlinum. 3. september 2022 12:01
Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. 30. ágúst 2022 11:00