Enginn stuðningsmanna andstæðingsins fær sæti í ríkisstjórn Truss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2022 07:34 Liz Truss mun funda með nýrri ríkisstjórn í morgunsárið. Getty/Christopher Furlong Liz Truss nýr forsætisráðherra Bretlands hefur skipað marga af sínum nánustu vinum, samstarfsmönnum og skoðanabræðrum í ríkisstjórn sína eftir að hún tók við embættinu af Boris Johnson í gær. Kwasi Kwarteng verður fjármálaráðherra, James Cleverly utanríkisráðherra og Suella Braverman tekur við af Priti Patel sem innanríkisráðherra. Þá hefur ein nánasta vinkona Truss, Therese Coffey, verið skipuð heilbrigðisráðherra og varaforsætisráðherra. Ríkisstjórnin kemur saman í dag áður en Truss mætir í þingið til að mæta í fyrirspurnartíma í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Enginn þeirra sem studdi við bakið á mótherja hennar, Rishi Sunak, í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins fékk ráðherrastól. Þar á meðal eru fyrrverandi kollegar hennar í ríkisstjórn eins og Dominic Raab, Grant Shapps, George Eustice og Steve Barclay sem allir þurfa að víkja úr ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúi Truss hefur sagt að breytingarnar muni sameina Íhaldsflokkinn og benti á að fimm þeirra sem buðu sig fram gegn Truss í formannsslagnum hafi verið skipaðir í mikilvæg embætti fyrir flokkinn: Áðurnefnd Suella Braverman, Tom Tugendhat nýr öryggismálaráðherra, Kemi Badenoch nýr viðskiptaráðherra, Penny Mordaunt sem leiðtogi Íhaldsmanna í neðri deild þingsins og Nadim Zahawi ráðherra um eignir krúnunnar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem fjögur valdamestu embætti breska framkvæmdavaldsins - forsætisráðherrann, fjármálaráðherrann, innanríkisráðherrann og utanríkisráðherrann - eru ekki skipuð hvítum karlmanni. Með fyrstu verkum Truss var að heyra í kollega sínum í Úkraínu, forsetanum Vólódímír Selenskí, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hét hún honum áframhaldandi stuðningi. Þá hefur Truss einnig þegið heimboð frá Selenskí til Úkraínu. Eftir að hún ræddi við Selenskí ræddi Truss við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Þau eru sögð hafa rætt mikilvægi þess að Bretland kæmist að samkomulagi við Evrópusambandið um viðskiptasamning við Norður-Írland. Hér má sjá heildarlistann yfir bresku ráðherrana. Bretland Tengdar fréttir Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. 6. september 2022 19:20 Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Kwasi Kwarteng verður fjármálaráðherra, James Cleverly utanríkisráðherra og Suella Braverman tekur við af Priti Patel sem innanríkisráðherra. Þá hefur ein nánasta vinkona Truss, Therese Coffey, verið skipuð heilbrigðisráðherra og varaforsætisráðherra. Ríkisstjórnin kemur saman í dag áður en Truss mætir í þingið til að mæta í fyrirspurnartíma í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Enginn þeirra sem studdi við bakið á mótherja hennar, Rishi Sunak, í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins fékk ráðherrastól. Þar á meðal eru fyrrverandi kollegar hennar í ríkisstjórn eins og Dominic Raab, Grant Shapps, George Eustice og Steve Barclay sem allir þurfa að víkja úr ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúi Truss hefur sagt að breytingarnar muni sameina Íhaldsflokkinn og benti á að fimm þeirra sem buðu sig fram gegn Truss í formannsslagnum hafi verið skipaðir í mikilvæg embætti fyrir flokkinn: Áðurnefnd Suella Braverman, Tom Tugendhat nýr öryggismálaráðherra, Kemi Badenoch nýr viðskiptaráðherra, Penny Mordaunt sem leiðtogi Íhaldsmanna í neðri deild þingsins og Nadim Zahawi ráðherra um eignir krúnunnar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem fjögur valdamestu embætti breska framkvæmdavaldsins - forsætisráðherrann, fjármálaráðherrann, innanríkisráðherrann og utanríkisráðherrann - eru ekki skipuð hvítum karlmanni. Með fyrstu verkum Truss var að heyra í kollega sínum í Úkraínu, forsetanum Vólódímír Selenskí, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hét hún honum áframhaldandi stuðningi. Þá hefur Truss einnig þegið heimboð frá Selenskí til Úkraínu. Eftir að hún ræddi við Selenskí ræddi Truss við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Þau eru sögð hafa rætt mikilvægi þess að Bretland kæmist að samkomulagi við Evrópusambandið um viðskiptasamning við Norður-Írland. Hér má sjá heildarlistann yfir bresku ráðherrana.
Bretland Tengdar fréttir Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. 6. september 2022 19:20 Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. 6. september 2022 19:20
Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20
Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54