„Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 22:05 Glódís Perla Viggósdóttir taldi sig hafa átt að gera betur í marki Hollands. Vísir/J „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. Ísland tapaði 1-0 gegn Hollandi ytra í lokaleik liðsins í undankeppni HM kvenna í fótbolta sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að tryggja sér farseðilinn þvert yfir hnöttinn en nú fer liðið í umspil. „Mér fannst við lélegar í fyrri hálfleik og vorum heppnar, heppnar að vera með Söndru fyrir aftan okkur. Fannst við hins vegar góðar í seinni hálfleik, spiluðum agaðan og góðan varnarleik, þær voru ekki að skapa sér neitt. Svo erum við einni mínútu frá þessu. Eins grátlegt og það verður, ég trúi þessu eiginlega ekki. Bara grátlega svekkjandi en nú verðum við að fara hina leiðina,“ sagði Glódís Perla um leikinn. Þá var miðvörðurinn öflugi einkar ósátt með mark Hollendinga en hún taldi sig hafa átt að gera betur þar. „Gríðarlega svekkjandi en nú verðum við að fara hina leiðina.“ „Fannst þær ekki vera að skapa sér neitt hættulegt. Komu með fyrirgjafir og við vorum vel staðsettar. Sandra tók svo allt annað sem kom á markið,“ sagði Glódís Perla um síðari hálfleikinn en íslenska liðið breytti aðeins uppleggi sínu þar. „Fáum meira að segja dauðafæri en erum heppnar í fyrri hálfleik. Ekki nægilega góðar þar. Veit ekki hvort það var uppleggið eða hvort við vorum ekki að fylgja því nægilega vel en þær náðu að spila í gegnum okkur, í kringum okkur og bara allt. Við vorum ekki að klukka þær, vorum ekki með neina stjórn á leiknum en mér fannst við ná því í seinni hálfleik. Vorum með leikinn undir „control“ þá.“ „Núna er þetta gríðarlega sárt en það er bara mánuður í næsta leik og draumurinn er ekki farinn. Við fáum annan séns þó hefði verið gaman að klára þetta í kvöld,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir að endingu. Klippa: Glódís Perla eftir tapið grátlega í Hollandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:43 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 gegn Hollandi ytra í lokaleik liðsins í undankeppni HM kvenna í fótbolta sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að tryggja sér farseðilinn þvert yfir hnöttinn en nú fer liðið í umspil. „Mér fannst við lélegar í fyrri hálfleik og vorum heppnar, heppnar að vera með Söndru fyrir aftan okkur. Fannst við hins vegar góðar í seinni hálfleik, spiluðum agaðan og góðan varnarleik, þær voru ekki að skapa sér neitt. Svo erum við einni mínútu frá þessu. Eins grátlegt og það verður, ég trúi þessu eiginlega ekki. Bara grátlega svekkjandi en nú verðum við að fara hina leiðina,“ sagði Glódís Perla um leikinn. Þá var miðvörðurinn öflugi einkar ósátt með mark Hollendinga en hún taldi sig hafa átt að gera betur þar. „Gríðarlega svekkjandi en nú verðum við að fara hina leiðina.“ „Fannst þær ekki vera að skapa sér neitt hættulegt. Komu með fyrirgjafir og við vorum vel staðsettar. Sandra tók svo allt annað sem kom á markið,“ sagði Glódís Perla um síðari hálfleikinn en íslenska liðið breytti aðeins uppleggi sínu þar. „Fáum meira að segja dauðafæri en erum heppnar í fyrri hálfleik. Ekki nægilega góðar þar. Veit ekki hvort það var uppleggið eða hvort við vorum ekki að fylgja því nægilega vel en þær náðu að spila í gegnum okkur, í kringum okkur og bara allt. Við vorum ekki að klukka þær, vorum ekki með neina stjórn á leiknum en mér fannst við ná því í seinni hálfleik. Vorum með leikinn undir „control“ þá.“ „Núna er þetta gríðarlega sárt en það er bara mánuður í næsta leik og draumurinn er ekki farinn. Við fáum annan séns þó hefði verið gaman að klára þetta í kvöld,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir að endingu. Klippa: Glódís Perla eftir tapið grátlega í Hollandi
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:43 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00
„Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15
„Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:43