„Vorum grátlega nálægt þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 21:15 Þorsteinn var stoltur af leikmönnum sínum eftir leik kvöldsins. Alex Livesey/Getty Images Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. Holland skoraði þegar aðeins 90 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins og farseðilinn á HM. Íslenska liðinu hefði dugað jafntefli en liðið þarf nú að fara í gegnum umspil til að komast á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. „Það er lítið hægt að segja. Við lögðum allt í þetta og vorum grátlega nálægt að ná þessu á endanum. Auðvitað var Holland betri en við úti á vellinum en við vorum nálægt því að ná að hanga á þessu,“ sagði Þorsteinn eftir leik. Hollenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og rak íslenska liðið. Þær komust þó sjaldan í gegnum íslensku vörnina og ef það tókst þá var Sandra Sigurðardóttir í banastuði þar á bakvið. „Við unnum fullt af boltum inn í teig, náðum að hreinsa trekk í trekk en á endanum var það einn skalli sem kláraði leikinn þegar það voru 90 sekúndur til leiksloka, það er ótrúlega sárt. Við ætluðum okkur að ná í eitt stig eða meira en svona er þetta bara.“ „Við gerðum ákveðnar breytingar í hálfleik sem þrýstu þeim í að þurfa gefa fyrir utan af kanti. Það skapaði ekki mikil vandamál fyrir okkur og við unnum flest alla bolta sem komu inn á teig. Þær fengu einhver færi og náðu skalla í slá en við vorum að verjast vel og Sandra greip vel inn í þegar þess þurfti. Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að þessi eini bolti hafi lekið inn.“ „Það er alveg sama hvernig hefur gengið í fótboltaleik, ef það er 0-0 og aðeins 90 sekúndur eftir þá eru alltaf gríðarleg vonbrigði að tapa,“ sagði Þorsteinn að endingu um leikinn áður en hann var spurður út í umspilið sem fram fer í október. „Þurfum að kyngja þessu og mæta tvíefld til leiks inn í umspilið. Við vissum fyrir fram að þessi riðill gæti endað með úrslitaleik í Hollandi. Við fórum í hann og gáfum allt sem við áttum. Ég er mjög stoltur af leikmönnum, þær gáfu allt í þetta. Get ekki kvartað yfir þeirra frammistöðu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir grátlegt tap í Hollandi Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Sjá meira
Holland skoraði þegar aðeins 90 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins og farseðilinn á HM. Íslenska liðinu hefði dugað jafntefli en liðið þarf nú að fara í gegnum umspil til að komast á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. „Það er lítið hægt að segja. Við lögðum allt í þetta og vorum grátlega nálægt að ná þessu á endanum. Auðvitað var Holland betri en við úti á vellinum en við vorum nálægt því að ná að hanga á þessu,“ sagði Þorsteinn eftir leik. Hollenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og rak íslenska liðið. Þær komust þó sjaldan í gegnum íslensku vörnina og ef það tókst þá var Sandra Sigurðardóttir í banastuði þar á bakvið. „Við unnum fullt af boltum inn í teig, náðum að hreinsa trekk í trekk en á endanum var það einn skalli sem kláraði leikinn þegar það voru 90 sekúndur til leiksloka, það er ótrúlega sárt. Við ætluðum okkur að ná í eitt stig eða meira en svona er þetta bara.“ „Við gerðum ákveðnar breytingar í hálfleik sem þrýstu þeim í að þurfa gefa fyrir utan af kanti. Það skapaði ekki mikil vandamál fyrir okkur og við unnum flest alla bolta sem komu inn á teig. Þær fengu einhver færi og náðu skalla í slá en við vorum að verjast vel og Sandra greip vel inn í þegar þess þurfti. Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að þessi eini bolti hafi lekið inn.“ „Það er alveg sama hvernig hefur gengið í fótboltaleik, ef það er 0-0 og aðeins 90 sekúndur eftir þá eru alltaf gríðarleg vonbrigði að tapa,“ sagði Þorsteinn að endingu um leikinn áður en hann var spurður út í umspilið sem fram fer í október. „Þurfum að kyngja þessu og mæta tvíefld til leiks inn í umspilið. Við vissum fyrir fram að þessi riðill gæti endað með úrslitaleik í Hollandi. Við fórum í hann og gáfum allt sem við áttum. Ég er mjög stoltur af leikmönnum, þær gáfu allt í þetta. Get ekki kvartað yfir þeirra frammistöðu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir grátlegt tap í Hollandi
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Sjá meira
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00