Stympingar í Langholtshverfi eftir ólöglega flugeldasýningu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2022 12:03 Kvörtunum rigndi yfir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna flugeldasýningar í brúðkaupi í hverfinu. Getty Fjöldinn allur af kvörtunum rigndi yfir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna ólöglegrar flugeldasýningar sem haldin var í tengslum við brúðkaup í Skipasundi. Óánægja á meðal nágranna í Langholtshverfi leiddi að lokum til stympinga. Íbúi í Langholtshverfi biðlar til nágranna að sýna náungakærleika. Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að upp úr klukkan tíu í gærkvöldi hafi lögreglan sinnt útkalli vegna ónæðis frá ólöglegri flugeldasýningu í Langholtshverfi. Fjöldi kvartana hafi borist lögreglu því nágrannar hafi verið verulega ósáttir með ónæðið sem hafi truflað nætursvefn og heimilisdýrin hafi verið dauðskelkuð. Guðmundur segir að á einum tímapunkti hafi nágrannar mætt á svæðið til að láta í ljós óánægju sína en að lokum hafi soðið upp úr og til átaka komið á milli tveggja nágranna. Hann segir að á þessu stigi máls sé ekki hægt að fullyrða um hvor þeirra hafi haft frumkvæðið. Í Facebook-hópi hverfisins má sjá að spennustigið er hátt, Þórdís Rún Þórisdóttir, einn af íbúum í hverfinu, fann sig knúna til að reyna að stilla til friðar. „Við erum í þessu hverfi nýbúin að upplifa það að þarna lét maður lífið út af nágrannerjum og svo horfi ég á þessa pósta í morgun og það er allt við suðumark af því að þarna er einhver nágranni sem er ekki að fara eftir lögum og reglum,“ segir Þórdís Rún. Þarna vísar Þórdís í manndrápsmálið í Barðavogi sem varð í júní. „En mitt sjónarhorn er það að við búum í samfélagi og það eru jafn margir og ólíkir einstaklingar í samfélaginu eins og búa í því. Við erum alltaf að ætlast til þess að allir hegði sér eftir lögum og reglum og geri aldrei neitt rangt en það er bara ekki raunhæft og þá held ég að við þurfum bara sem samfélag aðeins að sýna pínu þolinmæði og nærgætni og átta okkur á því að við erum ekki að fara að stjórna gjörðum annarra en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við.“ Í stórborg sé það alveg ljóst að sumir muni fara út fyrir þann ramma sem við höfum sett en að fólk verði að hugsa um stóra samhengið. „Að vera nýbúin að upplifa svona hryllilegan atburð í Barðavogi og sjá fólk vera að missa sig yfir flugeldasýningu mér finnst að fólk þurfi aðeins að staldra aðeins við og hugsa, er þetta þess virði að fara að hjóla þarna í mann og annan og enda kannski með líkamsmeiðingar og jafnvel andlát eins og gerðist þarna fyrr í sumar. Mér finnst fólk bara vera aðeins farið að missa sjónar á því sem skiptir máli í þessu lífi,“segir Þórdís Rún Þórisdóttir, íbúi í Langholtshverfi. Reykjavík Flugeldar Lögreglumál Brúðkaup Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að upp úr klukkan tíu í gærkvöldi hafi lögreglan sinnt útkalli vegna ónæðis frá ólöglegri flugeldasýningu í Langholtshverfi. Fjöldi kvartana hafi borist lögreglu því nágrannar hafi verið verulega ósáttir með ónæðið sem hafi truflað nætursvefn og heimilisdýrin hafi verið dauðskelkuð. Guðmundur segir að á einum tímapunkti hafi nágrannar mætt á svæðið til að láta í ljós óánægju sína en að lokum hafi soðið upp úr og til átaka komið á milli tveggja nágranna. Hann segir að á þessu stigi máls sé ekki hægt að fullyrða um hvor þeirra hafi haft frumkvæðið. Í Facebook-hópi hverfisins má sjá að spennustigið er hátt, Þórdís Rún Þórisdóttir, einn af íbúum í hverfinu, fann sig knúna til að reyna að stilla til friðar. „Við erum í þessu hverfi nýbúin að upplifa það að þarna lét maður lífið út af nágrannerjum og svo horfi ég á þessa pósta í morgun og það er allt við suðumark af því að þarna er einhver nágranni sem er ekki að fara eftir lögum og reglum,“ segir Þórdís Rún. Þarna vísar Þórdís í manndrápsmálið í Barðavogi sem varð í júní. „En mitt sjónarhorn er það að við búum í samfélagi og það eru jafn margir og ólíkir einstaklingar í samfélaginu eins og búa í því. Við erum alltaf að ætlast til þess að allir hegði sér eftir lögum og reglum og geri aldrei neitt rangt en það er bara ekki raunhæft og þá held ég að við þurfum bara sem samfélag aðeins að sýna pínu þolinmæði og nærgætni og átta okkur á því að við erum ekki að fara að stjórna gjörðum annarra en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við.“ Í stórborg sé það alveg ljóst að sumir muni fara út fyrir þann ramma sem við höfum sett en að fólk verði að hugsa um stóra samhengið. „Að vera nýbúin að upplifa svona hryllilegan atburð í Barðavogi og sjá fólk vera að missa sig yfir flugeldasýningu mér finnst að fólk þurfi aðeins að staldra aðeins við og hugsa, er þetta þess virði að fara að hjóla þarna í mann og annan og enda kannski með líkamsmeiðingar og jafnvel andlát eins og gerðist þarna fyrr í sumar. Mér finnst fólk bara vera aðeins farið að missa sjónar á því sem skiptir máli í þessu lífi,“segir Þórdís Rún Þórisdóttir, íbúi í Langholtshverfi.
Reykjavík Flugeldar Lögreglumál Brúðkaup Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira