Hamilton biðst afsökunar á bræði sinni Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2022 16:00 Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Hamilton eftir að hafa leitt keppnina. Hann segist hafa tapað sér í hita leiksins og hefur beðist afsökunar. Dan Mullan/Getty Images Lewis Hamilton hefur beðið liðsfélaga sína hjá Mercedes í Formúlu 1 afsökunar á því að hafa misst stjórn á skapi sínu á meðan hollenska kappakstrinum stóð um helgina. Hamilton missti forystuna vegna ákvarðanatöku liðsins og endaði fjórði. Hamilton virtist líklegur til að vinna sína fyrstu keppni á tímabilinu þegar hann leiddi kappaksturinn og var með liðsfélaga sinn, George Russell, á eftir sér fyrir framan heimsmeistarann Max Verstappen á Red Bull. Mercedes ákvað að Russell skildi koma inn til dekkjaskipta og skildu þá Hamilton eftir óvarinn fyrir heimsmeistaranum sem komst nokkuð auðveldlega fram úr Bretanum og vann keppnina. Hamilton bölvaði Mercedes-mönnum í sand og ösku á meðan keppninni stóð, þar sem hann skildi ekkert í ákvarðanatökunni. Hann kvaðst svo eftir keppnina hafa séð eftir ummælum sínum. „Ég var einfaldlega við ystu nöf tilfinningalega,“ sagði Hamilton. „Ég bið liðið afsökunar vegna þess að ég man ekki einu sinni hvað ég sagði. Ég tapaði mér bara,“ „En ég held að þeir viti að þetta er bara svo mikil ástríða,“ sagði hann. Hamilton endaði fjórði, líkt og áður segir, en Russell var annar á eftir Verstappen. Charles Leclerc á Ferrari var þriðji. Akstursíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hamilton virtist líklegur til að vinna sína fyrstu keppni á tímabilinu þegar hann leiddi kappaksturinn og var með liðsfélaga sinn, George Russell, á eftir sér fyrir framan heimsmeistarann Max Verstappen á Red Bull. Mercedes ákvað að Russell skildi koma inn til dekkjaskipta og skildu þá Hamilton eftir óvarinn fyrir heimsmeistaranum sem komst nokkuð auðveldlega fram úr Bretanum og vann keppnina. Hamilton bölvaði Mercedes-mönnum í sand og ösku á meðan keppninni stóð, þar sem hann skildi ekkert í ákvarðanatökunni. Hann kvaðst svo eftir keppnina hafa séð eftir ummælum sínum. „Ég var einfaldlega við ystu nöf tilfinningalega,“ sagði Hamilton. „Ég bið liðið afsökunar vegna þess að ég man ekki einu sinni hvað ég sagði. Ég tapaði mér bara,“ „En ég held að þeir viti að þetta er bara svo mikil ástríða,“ sagði hann. Hamilton endaði fjórði, líkt og áður segir, en Russell var annar á eftir Verstappen. Charles Leclerc á Ferrari var þriðji.
Akstursíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira