Þurfa að afsanna fullyrðingar Íslandsmeistaranna Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2022 14:01 Breiðablik er með pálmann í höndunum fyrir lokakaflann í Bestu deildinni en leikur kvöldsins getur haft mikið að segja. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stórleikur er á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld er Breiðablik og Valur eigast við á Kópavogsvelli klukkan 19:15. Blikar geta komist í vænlega stöðu á toppi deildarinnar með sigri. Breiðablik stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið þráir eftir að hafa séð eftir honum í hendur Víkinga í fyrra, þar sem aðeins einu stigi munaði á liðunum. Blikar hafa unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni eftir óvænt stórtap fyrir Stjörnunni og jafntefli við Víkinga. Leikmenn liðsins vilja eflaust halda sigurhrinunni gangandi, og sýna hvað í þeim býr eftir slæmt 3-0 tap fyrir Víkingi í undanúrslitum bikarkeppninnar á miðvikudaginn var. Tapið þýðir að Blikar hafa einungis deildarkeppnina að einbeita sér að og þar er titillinn í þeirra höndum. Breiðablik er með 45 stig á toppi deildarinnar og geta náð ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld. Bæði KA og Víkingur töpuðu stigum í gær en sýndu þó bæði mikinn karakter þar sem þau jöfnuðu bæði leiki sína í uppbótartíma. Valsarar geta að sama skapi nýtt sér töpuð stig liðanna og blandað sér af fullum krafti í baráttu um titilinn og Evrópusæti með sigri í kvöld. Eftir þrjá sigra í röð hafa fylgt tvö svekkjandi jafntefli í síðustu leikjum en Valsmenn komast aðeins stigi á eftir Víkingi með sigri í kvöld, og tíu stigum frá Blikum á toppnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ætlaði sér sigur í bikarleiknum við Breiðablik í síðustu viku. Hann sagði sigur þar muna hjálpa Víkingum í baráttunni í deildinni og brjóta hjörtu Blika, sem gætu koðnað niður í kjölfarið. Nú er Kópavogspilta að afsanna fullyrðingar þjálfara Íslandsmeistaranna og sýna hvað í þeim býr. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan fer yfir leikinn og umferðina alla að leik loknum. Besta deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
Breiðablik stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið þráir eftir að hafa séð eftir honum í hendur Víkinga í fyrra, þar sem aðeins einu stigi munaði á liðunum. Blikar hafa unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni eftir óvænt stórtap fyrir Stjörnunni og jafntefli við Víkinga. Leikmenn liðsins vilja eflaust halda sigurhrinunni gangandi, og sýna hvað í þeim býr eftir slæmt 3-0 tap fyrir Víkingi í undanúrslitum bikarkeppninnar á miðvikudaginn var. Tapið þýðir að Blikar hafa einungis deildarkeppnina að einbeita sér að og þar er titillinn í þeirra höndum. Breiðablik er með 45 stig á toppi deildarinnar og geta náð ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld. Bæði KA og Víkingur töpuðu stigum í gær en sýndu þó bæði mikinn karakter þar sem þau jöfnuðu bæði leiki sína í uppbótartíma. Valsarar geta að sama skapi nýtt sér töpuð stig liðanna og blandað sér af fullum krafti í baráttu um titilinn og Evrópusæti með sigri í kvöld. Eftir þrjá sigra í röð hafa fylgt tvö svekkjandi jafntefli í síðustu leikjum en Valsmenn komast aðeins stigi á eftir Víkingi með sigri í kvöld, og tíu stigum frá Blikum á toppnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ætlaði sér sigur í bikarleiknum við Breiðablik í síðustu viku. Hann sagði sigur þar muna hjálpa Víkingum í baráttunni í deildinni og brjóta hjörtu Blika, sem gætu koðnað niður í kjölfarið. Nú er Kópavogspilta að afsanna fullyrðingar þjálfara Íslandsmeistaranna og sýna hvað í þeim býr. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan fer yfir leikinn og umferðina alla að leik loknum.
Besta deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira