Ronaldo þarf að leggja harðar að sér ætli hann sér byrjunarliðssæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2022 10:30 Cristiano Ronaldo er fastur á bekknum þessa dagana. Kieran Cleeves/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur sent Cristiano Ronaldo skýr skilaboð varðandi stöðu framherjans hjá félaginu. Vilji hinn 37 ára gamla ofurstjarna verða byrjunarliðsmaður á ný þarf hann að leggja harðar að sér og venjast leikstíl liðsins. Ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá Man United í sumar og hefur gengið á ýmsu síðan. Ronaldo gaf fljótlega í skyn að hann vildi fara og missti að mestu af undirbúningstímabilinu vegna „persónulegra ástæðna.“ Man Utd hóf svo tímabilið á Englandi skelfilega með töpum gegn Brighton & Hove Albion og Brentford. Var Ronaldo í byrjunarliðinu í báðum þessum leikjum. Eftir seinna tapið var veskið opnað á Old Trafford og tveir leikmenn keyptir á fúlgur fjár. Brasilíumennirnir Casemiro og Antony voru keyptir. Sá fyrrnefndi kom frá Real Madríd þar sem hann hefur verið hluti af gríðarlega sigursælu liði. Sá síðarnefndi kom frá Ajax og þekkir Ten Hag hann því vel. Casemiro er mættur á Old Trafford.Manchester United/Getty Images Það sem hefur einnig breyst síðan Man Utd tapaði 4-0 gegn Brentford er að Ronaldo hefur byrjað síðustu þrjá leiki á bekknum. Allir hafa unnist og hefur Ten Hag sagt að framherjinn þurfi að aðlagast nýjum leikstíl og það hratt. „Ég mun vera vinur hans, stundum verð ég kennarinn hans. Það fer eftir aðstæðum. Við vitum öll að hann fékk ekkert undirbúningstímabil og þú getur ekki misst af því. Sérstaklega ef þú spilar þann leikstíl sem við viljum spila, hann er gjörólíkur því sem liðið spilaði á síðustu leiktíð,“ sagði Ten Hag í viðtali við Sky Sports. „Það fer eftir ýmsu. Leikstíllinn krefst samvinnu og að leikmenn séu í ákveðnum stöðum, bæði þegar við erum með boltann sem og án hans. Hinn hluturinn er svo líkamlegt atgervi leikmanna.“ „Ef hann gerir það til að passa inn í leikstíl okkar þá mun hann verða örlagavaldur í leikjum vegna gæðanna sem hann býr yfir,“ sagði þjálfarinn að endingu. Ronaldo í leiknum gegn Brentford.Sebastian Frej/Getty Images Manchester United tekur á móti toppliði Arsenal klukkan 15.30 í dag. Skytturnar frá Lundúnum hafa unnið alla fimm leiki sína til þessa á meðan Man United hefur unnið síðustu þrjá. Það má því búast við hörkuleik og hver veit flatbökusneiðar fljúgi manna á milli að leik loknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá Man United í sumar og hefur gengið á ýmsu síðan. Ronaldo gaf fljótlega í skyn að hann vildi fara og missti að mestu af undirbúningstímabilinu vegna „persónulegra ástæðna.“ Man Utd hóf svo tímabilið á Englandi skelfilega með töpum gegn Brighton & Hove Albion og Brentford. Var Ronaldo í byrjunarliðinu í báðum þessum leikjum. Eftir seinna tapið var veskið opnað á Old Trafford og tveir leikmenn keyptir á fúlgur fjár. Brasilíumennirnir Casemiro og Antony voru keyptir. Sá fyrrnefndi kom frá Real Madríd þar sem hann hefur verið hluti af gríðarlega sigursælu liði. Sá síðarnefndi kom frá Ajax og þekkir Ten Hag hann því vel. Casemiro er mættur á Old Trafford.Manchester United/Getty Images Það sem hefur einnig breyst síðan Man Utd tapaði 4-0 gegn Brentford er að Ronaldo hefur byrjað síðustu þrjá leiki á bekknum. Allir hafa unnist og hefur Ten Hag sagt að framherjinn þurfi að aðlagast nýjum leikstíl og það hratt. „Ég mun vera vinur hans, stundum verð ég kennarinn hans. Það fer eftir aðstæðum. Við vitum öll að hann fékk ekkert undirbúningstímabil og þú getur ekki misst af því. Sérstaklega ef þú spilar þann leikstíl sem við viljum spila, hann er gjörólíkur því sem liðið spilaði á síðustu leiktíð,“ sagði Ten Hag í viðtali við Sky Sports. „Það fer eftir ýmsu. Leikstíllinn krefst samvinnu og að leikmenn séu í ákveðnum stöðum, bæði þegar við erum með boltann sem og án hans. Hinn hluturinn er svo líkamlegt atgervi leikmanna.“ „Ef hann gerir það til að passa inn í leikstíl okkar þá mun hann verða örlagavaldur í leikjum vegna gæðanna sem hann býr yfir,“ sagði þjálfarinn að endingu. Ronaldo í leiknum gegn Brentford.Sebastian Frej/Getty Images Manchester United tekur á móti toppliði Arsenal klukkan 15.30 í dag. Skytturnar frá Lundúnum hafa unnið alla fimm leiki sína til þessa á meðan Man United hefur unnið síðustu þrjá. Það má því búast við hörkuleik og hver veit flatbökusneiðar fljúgi manna á milli að leik loknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira